Norðurland


Norðurland - 18.03.1977, Blaðsíða 3

Norðurland - 18.03.1977, Blaðsíða 3
Fyrir stromplausa húseigendur: Tímabundnar ráðstafanir til upphitunar húsanna Reynt verður að leysa með tímabundnum ráðstöfunum vanda þeirra húseigenda sem byggt hafa á Akureyri í trausti þess að rafhitun yrði heimiluð, en fá síðan ekki, eða byggja á næstunni með tilliti til hitaveitu, sem óvíst er hve Jón G. Sólnes alþm. og bæjar fulltrúi lýsti því yfir á síðasta fundi bæjarstjórnar Akureyr ar, að hann væri algjörlega á móti sálfræðiþjónustu í skól- um, sem hann sagði engum skapa sálarheill né sálarró og leysa engan vanda. Þá vildi hann láta bæjarstórn hætta við þátttöku í rekstri sameig- inlegrar fræðsluskrifstofu Norðurlandskjördæmis eystra. Sálfræði er brjálfræði, sagði Jón eftir fundinn. Rætt var í bæjarstjórn um ráðningu skólasálfræðings til fræðsluskrifstofunnar og skipt ingu kostnaðar við ráðgjafa og sálfræðiþjónustu á grunnskóla stigi. Er heildarkostnaður áætl aður 4,5. milj. kr. á ári, sem greiðist að jöfnu af ríki og sveitarfélögum og er lagt til, að kostnaðarhluta sveitarfé- laga sé jafnað niður eftir íbúa fjölda og verði þannig kr. 66 á íbúa. Skýrði bæjarstjóri svo frá, að það væri í samræmi við ákvörðjin við afgreiðsilu fjár- hagsáætlunar, og bæjarráð mælti með samþykkt. Jón taldi ýmsa galla á grunn skólalögunum, einkum varð- andi fjárjnál sveitarfélaganna og benti á sem fyrirmynd, að hafnfirðingar hefðu sagt sig úr sínum landshlutasamtökum og neituðu að taka þátt í rekstri sameiginlegrar fræðslu skrifstofu.. Ennfremur hefðu þeir óskað lgaabreytingar á þá lund, að sveitarfélögum með yfir 10 þús. íbúa yrði heimilað að reka eigin fræðslu skrifstofu óháða landshluta- samtökunum. Sigurður Óli Brynjólfsson upplýsti, að gremja hafnfirð inga væri reyndar sprottin af afbrýðissemi af því að sam- eiginlega fræðsluskristofan hefði verið sett í Garðabæ, en ekki Hafnarfjörð, og kvaðst Söfubörn óskast til að selja NORÐURLAND — blaðið verður afhent sölubörnum frá kl. 15-16.30 á föstudögum að Eiðsvallagötu 18 nær hægt verður að tengja við húsið. Einsog skýrt var frá í NORÐURLANDI nýlega vísaði bæjarstjórn á bug samþykkt rafveitustjórnar um að óska heimildar Laxárvirkjunar til sölu á rafmagni til húshitun- ekki vita, hvernig akureyring ar hefðu brugðist við ef þeirra landshlutaskrifstofa hefði ver ið sett td. á Svalbarðseyri! Ing ólfur Árnason áleit Jón Sól- nes varla hafa þekkingu til að geta dæmt um hvort þörf væri á sálræðiþjónustu eða ekki og ráðlagði honum að byrja á að afla sér þekkingar. Tillaga Jóns um að vísa mál inu til baka til bæjarráðs fékk atkvæði hans sjálfs, en 5 á móti — flokksfélagar hans sátu hjá. En síðan var af- greiðsla bæjarráðs staðfest með 10 atkvæðum gegn einu. Grænavatni í mars. — Marg- ar ferðir hafa verið farnar að undanförnu á vésleðum um af rétti mývetninga og bárðdæl- inga, bæði til eftirleitar og sér til skemmtunar og má nú heita, að svæðið sé nokkurn- veginn kembt. Nokkrar kindur hafa fundist í þessum ferðum. Hópur björgunarsveitar- manna frá Húsavík sem fór á vélsleðum í Öskju og gisti í Drekagili fann á bakaleið tvö lömb í Herðubreiðarlind- um og var annað nýdautt, sennilega úr hungri, en hitt norpandi yfir. Sömu helgi fóru nokkrir mývetningar í eftir- leit austur um hraun og Bruna í Grafarlönd og austur Veggi og fundu ekkert, en rétt áður höfðu fundist 2 kindur á svo- kölluðum Miðfjöllum. Þá fóru menn á 3 vélsleðun. suður í Frambruna og uppá Sellandsfjall, en urðu ekki varir við kindur, og um leið fóru aðrir úr Bárðardal í Framdali og fundu fjórar á Krókadal. Mývatnsheiði opnuð Ráðist var í að moka Mývatns heiði fyrir skemmstu, en heiðin, hefur verið ófær síðan í janúar. Var þetta gert nú fyrir þrýsting frá Almanna- vörnym til frekara öryggis ef til goss skyldi koma. Eru mý- vetningar ánægðir með að fá þessa leið opnaða, ekki aðeins öryggisins vegna, hedur einn ig vegna þeirra tengsla sem þeir hafa við dalina. Eftir að ar í nýbyggingum, þarsem síkt þótti óráð með tilliti til hitaveituframkvæmda. Var málinu vísað aftur til bæjar- ráðs og frekari athugunar hjá rafveitu- og hitaveitustjórn. Samkvæmt tillögu bæjar- ráðs er nú ákveðið að gera eftirfarandi ráðstafanir: Veitt verði tímabimdin und anþága um frágang og stað- setningu olíu'kyndinga, enda sé framkvæmd og frágangur gerður í samráði við bygginga fulltrúa og eldvarnaeftirlitið. Rafveita Akureyrar leysi tímabundinn vanda einstakra húseigenda með rafhitun, eft ir því sem kostur er, án þess að um verulegan kostnaðar- auka sé að ræða fyrir rafveit- una. Þau hús, þar sem sérstak ir erfiðleikar eru á að koma við bráðabirgðaolíukyndingu verði látin sitja fyrir rafhitun. Haft verði samráð við bygg- ingafulltrúa og eldvarnaeftir litið um ofangreint atriði. Þá var samþykkt að fulltrú ar frá rafveitunni, hitaveit- unni, byggingareftirlitinu og slökkvistöð Akureyrar störf- uðu saman í vinnuhópi til að leysa þetta verkefni. Kísilvegurinn kom og farið var að halda honum opnum í stað heiðarinnar hafa orðið fé íagsleg slit við dalina á vetrum sem áður voru mest samskipti við. Er það bagalegt, ekki síst með tilliti til að flestir ungl- ingar úr sveitinni fara í Lauga skóla. — Erlingur Laugardaginn 19. mars kl. 15.00 verður opnuð grafiksýn ing í Gallery Háhól á verk- um Erro, Vasarely, Corneille, Calder og fleiri þekktra lista- Ný umferðarljós við Glerárgötu Fyrirhugað er að setja nið- ur umferðarljós á gatna- mótum Tryggvagötu-Gler- árgötu og Glerárgötu-Þór- unnarstrætis og hefur bæj- arverkfræðingi verið falið að panta samstæðurnar. 23 atvinnulausir I lok febrúar voru skráðir atvinnulausir á Akureyri 23, þaraf 13 vörubílstjórar, 7 verkamenn og 1 verka kona. 568 atvinnuleysisdag ar voru skráðir í febrúar. Bygging málmsmiðahúss undirbúin Samþykkt var á síðasta bæjarstjórnarfundi að skipa nefnd til að vinna að því að hafin verði bygging málmsmíðahúss fyrir vél- skóla og iðnskóla á iðnskóla lóðinni. Nefndina skipa: skólastjórar iðnskólans og vélskólans, formaður iðn- skólanefndar og bæjar- stjóri. Kom fram við um- ræður, að vél- og málm- smíði hefur að vísu verið kennd að einhverju leyti innan skólanna undanfarið, en við alls ófullnægj andi aðstæður. (Jr bæjarstjórn manna frá Frakklandi, Bret- landi, U.S.A. og Þýskalandi. Einnig verða sýndar tré- ristur eftir Elías B. Halldórs- son, en hann fékk mjög lof- Dvalarheimilin Elliheimilastjórn hefur sam þykkt, að heiti heimilanna verði framvegis „Dvalar- heimilið Hlíð“ og „Dvalar- heimihð Skjaldarvík“, en sú tillaga kom frá bæjar- stjórn eftir umræður um, að óviðurkvæmilegt væri að kenna heimilin við ald- ur fólks með að kalla þau td. „heimili aldraðra“ eða þvíumlíkt. Byggja nýtt bakari Brauðgerð Kr. Jónssonar hefur fengið leyfi bygginga nefndar til að byggja brauð gerðarhús að Hrísalundi 3. Timaleiga ibróttahúsanna hækkar íþróttaráð hefur ákveðið að tímaleiga fyrir íþrótta- skemmuna og íþróttahúsið við Laugargötu verði kr. 1200 fyrir skóla og kr. 700 fyrir einstaklinga og félög. 750 ára afmæli Formaður bókasafnsnefnd- ar Gísli Jónsson skýrði frá því á síðasta bæjarstjórn- arfundi, að Amtsbókasafn- ið yrði 150 ára á þessu ári, en stofnár þess var 1827. Er áhugi á að minnast þess með einhverjum hætti og óskaði hann eftir tillögum. samlega dóma er hann sýndi í Norræna húsinu á síðasta ári. Allar myndirnar eru til sölu. Myndin hér að neðan er eftir Erró, — frá því tímabili hans er hann hneykslaði góðborgarana sem mest (þá Ferró) — að vísu ekki grafík. Jón G. Sólnesgegn sálfræðiþjónustu Sálfræði er brjálfræði, segir Jón Enn að finnast kindur við eftirleit á afrétt Grafiksýning opnuð ■ Gallery Háhól NORÐURLAND — 3

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.