Norðurland


Norðurland - 18.03.1977, Síða 4

Norðurland - 18.03.1977, Síða 4
NORÐURLAND Málgagn sósíalisia í Norðurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Böðvar Guðmundsson, Helgi Guðmundsson, Soffía Guð- mundsdóttir, Þórir Steingrímsson, Þröstur Ásmundsson. Ritstjóri: Vilborg Harðardóttir (ábm.) Dreifing og auglýsingar: Kristín Á. Ólafsdóttir. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Eiðsvallagata 18, sími 21875 Prentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins Álfkóngar enn á ferð Sömu daga og umræður fara fram á Alþingi um þá lævís- legu tillögu Eyjólfs Konráðs og Sverris Hermannssonar um könnun á staðsetningu stóriðjufyrirtækja á norður- og austurlandi, eiga sér stað miklar umræður utan veggja þinghússins, um stórfellda mengun frá álverinu í Straums- vík. Mengunin er slík að ekki einasta starfsmenn fyrir- tækisins eru taldir hljóta skaða af vinnu sinni í verk- smiðjunni heldur er Hafnarfjarðarbyggðin innan þess hrings þar sem mengunin er talin komin yfir hættumörk. Allar horfur eru á að nokkur ár til viðbótar megi hafn- firðingar búa við mengunina frá Straumsvík, þar sem ekkert hefur komið fram um það hvenær álverinu verður gert að koma upp hreinsibúnaði. Hinsvegar hefur ekki verið sparað að gera landsmönnum rækilega grein fyrir því að útbúnaðurinn kosti heil ósköp. Þegar þessa er gætt er fullkomin ástæða til að velta því fyrir sér hvað í ósköpunum þeim mönnum getur gengið til sem enn ala með sér drauminn um 10-20 álbræðslur í landinu og berjast fyrir því að hann rætist. Þau rök sem tíunduð eru í þá veru að stóriðjan sé nauðsynleg fyrir íslendinga til þess að dragast ekki aftur úr í atvinnuþróun, „renna nýjum stoðum undir atvinnu- Iífið“, eru hin mesta fjarstæða, þegar þess er gætt að hin auknu atvinnutækifæri sem hafa skapast við starf- semi svona fyrirtækja eru keypt svo dýru verði vegna mengunar og spilltrar heilsu verkafólks, að hvarvetna kveinka menn sér undan og leita nýrra leiða til úr- lausnar í atvinnumálum. En eitthvað hlýtur þeim þingmönnum að ganga til sem ekki vilja una því að staðar verði numið í stóriðjuspekúla- sjónum. Varla eru mennirnir að þessu til þess eins að finna sér eitthvað að dunda við milli þess sem þeir skera hrúta. Fyrir sjálfum sér hljóta þeir að finna ein- hverjar röksemdir sem að þeirra mati eru mikilvægari en þeir ágallar sem hér hafa verið nefndir. Já víst mun þá ekki skorta rök, þó vissara sé að láta þau ekki heyrast. Að auðvaldi heimsins er nú kreppt úr ýmsum áttum. Nýlendur hafa brotist undan kúgun og nýfrjálsar þjóðir rétta smátt og smátt úr kútnum. Yfirdrottnun hinna kapitalísku ríkja yfir auðlindum nýlendnanna er að ljúka. Olíuríkin ráða nú hráefnum sínum sjálf að langmestu leyti með þeim afleiðingum að þau ráða nú verði á heims- markaði. Ekkert óttast auðstéttin meir en að önnur hrá- efnaauðug ríki þriðja heimsins bindist samskonar sam- tökum um að halda uppi verðinu á sínum hráefnum. Þau hráefni sem þarf til framleiðslu áls og margvíslegrar ann- arrar málm- og efnaframleiðslu koma fyrst og fremst þaðan. Hvað gerist ef þessi ríki koma sér saman um að hækka verð á hráefnum? Þá verður væntanlega „ál- kreppa“, „málmblendikreppa“ eða hvað þetta nú allt heitir, á meðan fundnar verða leiðir til þess að velta byrð- unum yfir á almenning. Hin íslenska borgarastétt er trú eðli sínu. Fulltrúum hennar á alþingi gengur ekki annað til með tillöguflutn- ingi sínum en að tryggja hagsmuni sinnar stéttar. Það sýnir hinsvegar lágkúru hennar gegn erlendu valdi *að í sam- skiptum við erlendu auðhringana nægir þeim að fá að hirða örfáa mola af borðum hinna ríku. Það eru hin mikil- vægu rök, sem liggja á bak við dansinn í kringum ál- kálfinn. — hágé. Karlakór Akureyrar um það leyti sem Steingrímur segir frá. Þarna sjást, talið frá vinstri, í fremstu röð: Jón Bergdal, Hall- dór Stefánsson, Jóhann Scheving, Áskell Snorrason stjórnandi, Þórir Jónsson, Björn Gunnarsson, Guðmundur Andrésson. 2. röð: Kristján Helgason, Hafsteinn Halldórsson, Gunnlaugur Torfason, Guðmundur Árnason, Þorsteinn Jónsson, Sverrir Áskelsson. 3. röð: Garðar Sigurjónsson, Snorri Áskelsson, Jón Guðjónsson, Jón Ingimarsson, Árni Jóhannesson, Halldór Guðmundsson, Lút- her Jóhannsson, Þorleifur Þorleifsson. 4. röð: Höskuldur Helgason, Jóhann Böðvarsson, Gunnlaugur Friðriksson, Jón Svein- bjarnarson, Valdimar Pálsson, O.ddur Kristjánsson, Axel Jónsson, Guðmundur Baldvinsson, Baldvin Baldvinsson. 5. röð: Magnús Sigurjónsson, Hafliði Guðmundsson, Gústav Jónasson, Bjarni M. Jónsson, Guðmundur Magnússon, Guðmundur Jóhanngssnn, Steingrímur Eggertsson, Sverrir Magnússon. Aftast: Oddur Jónsson, Stefán Árnason, Adolf Ingimarsson, Daníel Kristjánsson, Indriði ísfeld Jón Árnason, Jón Þórarinsson, Árni Böðvarsson, Karl Friðriksson. Myndin er tekin 1934 hjá Jóni og Vigfúsi, Ak. Steingrímur Eggertsson: MÉR DATT ÞAÐ f 99 HLG 66 Undanfarið, líklega á annað ár, hefur verið mikill styr um félag hér á Akureyri, sem nefnist Alþýðuleikhúsið, — hvort það væri þess virði að láta það lifa. Þar hefur ekki verið deilt um hæfileika fólks ins í hópnum'til listsköpunar. Enginn afturhaldspokanna hefur lagst’ svo lágt að láta það álit uppi, að félagarnir í hópnum hafi ekkl menntun og hæfileika til að skapa list fyrir almenning með þeim verkum sem 'hópurinn myndi taka fyrir, heldur er það hitt, að fólkið í hópnum hafi ekki rétta skoðun á lífinu. Það sé of róttækt — of rautt. Þetta hefur gengið það langt, að meira að segja hefur hún Íhalds-Eeykjavík lagt þar orð í belg, og auðvitað fleiri reyk- víkingar. Alþýðuleikhúsið er þegar búið að sýna það og sanna á Akureyri, í Reykjavík og víða um landið, að þar er lista fólk að verki og það er ákveð in meining þess að láta al- menning njóta verka sinna. Allt útheimtir það ærna fyrir höfn og mikla peninga og því sótti Alþýðuleikhúsið um styrk til Akureyrarbæjar, — bara lítið brot af því sem Leik félag Akureyrar hefur frá bænum. En um þetta nýja leikfélag hefur staðið mikill styr í bæjarstjórninni í lang- an tíma. íhaldið þar í sveit reis upp á móti Alþýðuleik- húsinu, sagði það vera of kommúnístískt og óhæfu -að styrkja slíkt og gekk þar fram fyrir skjöldu Gísli Jónsson, vinur minn, og átti ég ekki voií á að hann hefði þennan mann að geyma. Nú hefur ræst ögn úr fyrir Alþýðuleikhúsinu og sumir bæjarfulltrúar hafa endur- skoðað hug sinn og það marð- ist í gegn ,að veita félaginu smástyrk. En tveir af bæjar- fulltrúunum létu bóka í fund- argerð mótmæli sín gegn styrknum og ku annar þeirra hafa verið Sigurður Hannes- son og varð ég dálítið undr- andi á því, ég átti ekki von á, að hann væri svona þröngt hugsandi, við erum búnir að syngja saman fyrstabassa, sennilega ekki minna en tíu Stofnendur Alþýðuleikhússins. Frá vinstri, aftast: Helgi Guð- mundsson, Jón Hlöðver Áskelsson, Þórhildur Þorleifsdóttir, Steinar Þorsteinsson, Sæbjörg Jónsdóttir, Ragnheiður Bene- diktsdóttir, Þráinn Karlsson. Miðröð: Ragnheiður Garðarsdótt- ir, Sólveig Eggertsdóttir, Hildigunnur Einarsdóttir. Sitjandi fremst: Kristín Á. Ólafsdóttir, Arnar Jónsson, Böðvar Guð- mundsson. Á myndina vantar Þráin Bertelsson. ár, í Karlakór Akureyrar. En Gísli og Sigurður hafa þarna reist sér ævarandi minnis- varða með þessari bókun og harma ég það. Einn fulltrúi íhaldsins sýndi þann mann- dóm að sitja hjá við úrslita- atkvæðagreiðsluna og tel ég hans hlut til muna betri, það var Sigurður Jóhann Sigurðs- son. Nú „datt mér í hug“ að segja frá meira en 40 ára gömlu stríði úr bæjarstjórn Akureyrar. Það mun hafa verið stuttu eftir 1930, að við undirbúning fjárhagsáætlunar kom fram tillaga frá einhverjum í bæj- arstjórninni að veita Karla- kórnum Geysi bæjarstyrk sem viðurkenningu fyrir vel unnin menningarstörf í þágu bæjarins. Það munu hafa ver ið 500 krónur sem um var að ræða — stórpeningur þá — og minnir mig, að flestir full- trúarnir hafi tekið vel í mál- ið. En þá flutti Þorsteinn Þor- steinsson aðra tillögu, um að veita Karlakór Akureyrar sama styrk og nú vandaðist málið. Upp reis á afturfótim- um Brynleifur Tobíasson, kos inn í bæjarstjórnina af hinum móflekkóttu framsóknarmönn tim, en svartasti íhaldsmaður- inn í hópnum þá, — sennilega hliðstæða Gísla Jónssonar nú — og kvað ekki ná nokkurri átt að fara að henda pening- um í kommúnistakórinn. Var deilt mjög hart um málið bæði frá hægri og vinstri, for svarsmenn annarsvegar Þor- steinn og hinsvegar Brynleif- ur, og fleiri lögðu til málanna. Þannig var ástandið á Ak- ureyri, að þá var hér mjög öflug deild úr Kommúnista- flokki fslands og við margir í Karlakór Akureyrar úr deild- inni, en aðeins fjórir íhalds- menn í kórnum og væir freist andi að nefna þá nöfnum, þeir voru góðir félagar í Karlakór Akureyrar, eins og þeir rauðu, en eru nú allir komnir yfir móðuna miklu ásamt flestum hinna. Geysir var þá orðinn einn besti kórinn á landinu og þar að auki yfirstéttarkór, en við rauðuræflarnir ekki hátt skrif aðir í mannfélaginu þá. En við fengum þá flugu í höfuð- ið að langa til að syngja líka og nú er Karlakór Akureyrar búinn að syngja bráðum 50 ár, ótöldum þúsundum til mikill- ar ánægju, á Akureyri, mjög víða um land, og á fjórum Norðurlöndunum, í júní 1967. Nú kom að því að greiða at- kvæði í bæjarstjórn um það, hvort ætti að láta Karlakór Akureyrar lifa, og var ástand ið þannig, að rauðliðarnir voru í rauninni dauðadæmdir fyrst framsóknarmaðurinn Brynleifur Tobíasson skarst úr leik vinstriarmsins. En þá skeði nokkuð óvænt: íhalds- maðurinn Sigurður E. Hlíðar greiddi atkvæði með þeim rauðu og þar með var okkar máli borgið, því síðan hefur Karlakór Akureyrar setið við nokkurnveginn sama borð og Geysir. Endanleg af|reiðsla varð að veita Karlakór Akur- eyrar 300 kr. og Geysi 500 krónur. Sigurður Hlíðar var strang- heiðarlegur maður sem vildi ekki vamm sitt vita. Það tel ég meira en hægt sé að segja um íhaldsfulltrúana í bæjar- stjóm Akureyrar nú í leikhús málinu, nema ef kannski mætti reikna íhaldinu til tekna hjásetu Sig. Jóh. Sig- urðssonar. Hann hefur þó ekki haft það áræði til að bera að feta í fótspor Sigurðar Hlíð ar og greiða atkvæði með þeim rauðu í þessu réttlætis- máli. Það væri freistandi að skrifa margt og mikið fleira um hliðstæð efni frá liðnum árum, nú þarf maður ekki að óttast atvinnumissi eða ann- að slíkt, einsog hér áður fyrr, þegar atvinnuleysissvipan vofði yfir mönnum. Sumir segja, að þetta sé best komið í gröfinni með ellinni, en ég held, að imga fólkið hefði gott af að heyra ögn frá þessum gömlu liðnu tímum, ef það hefði þá nokkra stund aflögu í hraðanum og stressinu til að lesa það. En „Öxin og gröfin geymir hann best“ sagði hann um árið. ►%%%%%%%%%%%%%%%%! Velheppnaður orku fundur um sl. helgi Um 60 manns sóttu orkumálafund Alþýðubanda- lagsins á Akureyri á Hótel KEA sl. sunnudag. Þar hafði Hjörleifur Guttormsson framsögu um ís- lenska orkustefnu og Ingólfur Ámason rafveitu- stjóri ræddi um orkumál á Norðurlandi. Vakti at- hygli, að Ingólfur lýsti yfir stuðningi sínum við ál- ver í Eyjafirði ef stjórnvöld leyfðu álverksmiðjur á annað borð. Formaður Alþýðubandalags ins á Akureyri, Steinar Þor- steinsson, setti fund, en síð- an tók við sem fundarstjóri Soffía Guðmundsdóttir, en fundarritarar voru Hilmir Helgason og Böðvar Guð- mundsson. Erindi Hjörleifs Guttorms- sonar var mjög fróðlegt og töldu menn sig almennt að því loknu mun betur í stakk búna til að fjalla um þessi mál en áður. Máli sínu til skýringar notaði Hjörleifur glærur með töflum og uppdráttum. Hann minntist fyrst á sérstöðu mannsins sem orkuneytandi lífveru og útskýrði einstök orkuhugtök. Þá ræddi hann framtíðarvandamál varðandi orkuneyslu mannkyns og síð- an íslensk orkumál sérstak- lega, orkulindir, vatnsafl og jarðvarma, núverandi orku- neyslu og orkustöðvar. Hann gerði grein fyrir spám um orkuþörf og áætlunum um virkjanir og sýndi framá, að fyrirætlanir núverandi ríkis- stjórnar eru ekki í samræmi við þörfina framundan nema reiknað sé með stóriðju. í þessu sambandi sagði hann ma. frá áætlun INTERGRAL og tilboðum Alusuisse til ís- lenskra stjórnvalda. Hann rakti afskipti Alþýðu bandalagsins af orkumálum, ma. í ráðherratíð Magnúsar Kjartanssonar, umræðu um þessi mál innan flokksins og stefnumótun á síðasta flokks- ráðsfundi, sem byggð var á starfi orkunefndar og skýrslu hennar, „íslensk orkustefna“. Að lokum minnti hann á sam þykkt miðstjórnar í þessum mánuði um íslenska iðnþróun í stað erlendrar stóriðju, þar sem varað er við tilraunum er lendra auðhringa til að ná tök um á orkulindum landsins og fá hér iðnaðaraðstöðu og þess í stað bent á næg viðfangsefni á sviði innlendrar iðnþróunar sem íslendingra ráða sjálfir við án fjármálalegrar íhlutun ar erlendra auðhringa. Álver við Eyjafjörð Ingólfur Árnason byrjaði á að fagna því að Alþýðubanda- lagið hefði eignast orkustefnu, sem hann taldi ekki hafa ver- ið til staðar þegar Magnús Kjartansson var iðnaðarráð- herra. Síðan útskýrði hnan rafveitukerfi á Norðurlandi og vék að Laxárdeilunni, taldi óheppni að lenda þar í miðjum hörðum náttúruverndarum- ræðum og mætti kenna Laxár- deilunni orkuskort á Norður- landi undanfarin ár. Hann taldi Norðurlandsvirkjun í reynd spor afturábak og sagð- ist hlynntur stofnun heildar- fyrirtækis fyrir allt landið einsog'gert er ráð yrir í stefnu mótun Alþýðubandalagsins, en vildi þó hafa sérstakar fj ór ðungsvirkj anir. Hann vék að væntanlegum rekstrarkostnaði Kröfluvirkj- unar og nauðsyn á orkukaup- anda. Sagði Ingólfur, að menn mættu ekki misskilja sig, en ef stjórnvöld á annað borð leyfðu rekstur álverksmiðja, þá ættu eyfirðingar ekki að segja nei við álveri í Eyjafirði. Taldi hann menguniha ekki þurfa að verða jafn slæma og menn hefðu gert sér í hugar- lund/álbræðslan í Straumsvík væri ekki til fyrirmyndar. í umræðum að framsögu- erindum loknum talaði ma. Tryggvi Gíslason skólameist- ari og vék að stóriðjuafstöðu Ingólfs. Ræddi hann um arð- semi fyrirtækja og sýndi fram á, að arðsemi landbúnaðar við Eyjafjörð væri þreföld á við álbræðslu. Einnig tók hann til samanþurðar arðsemi Útgerð- arfélags Akureyringa miðað við fjárfestingu. Auk Tryggva töluðu Jón ísleifsson, Stefán Jónsson alþm., Þórður Pálsson og báðir frummælendur á ný. Hjörleifur hefur framsögu. Ingólfur Árnason í ræöustól. Tii vinstri sést fundarstjórinn, Soffía Guðmundsdóttir. Sæluvikan er að hefjast Sæluvika skagfirðinga hefst nú um helgina og stendur framá þá næstu með glaumi og gleði ef að vanda lætur. Vel hefur verið vandað til dagskrár vikunnar og verður eitthvað um að vera öll átta kvöldin, leiksýningar og aðr- ar skemmtánir að ógleymdum dansleikjum í félagsheimilinu Bifröst á Sauðárkróki. Vikan hefst með messu kl. 2 á sunnudag. Leikfélagið sýn ir „Er á meðan er“ eftir Charl es Kaufmann flest kvöldin, leikstjóri er Ragnhildur Stein grímsdóttir. Kvenfélag Sauð- árkróks stendur fyrir kabarett og Samkórinn heldur söng- skemmtun. Eitt kvöldið er kirkjukvöld, þar sem ma. Þór- unn ÓJafsdóttir syngur ein- söng og Páll Kr. Fálsson leik- ur einleik á argel og kirkju- kórinn syngur. Kvikmyndasýn ingar verða daglega og er þám. boðið uppá meistaraverk Chaplins, Borgarljós. Að lok- um verður dansað á hverju NORÐURLAND — 5 4 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.