Norðurland


Norðurland - 30.06.1977, Qupperneq 5

Norðurland - 30.06.1977, Qupperneq 5
Húsnœði saumastofunnar er í gömlum sfldarbragga, sem hefur verið gerður upp utan og innan og er nú mjög vistlegur. iroskaheftra heilbrigðisþjónust ug heilsu- gæslu ályktar að efla þurfi fyrirbyggjandi starf á sviði heilsugæslu og félagslegrar þjónustu, þannig að þeirra barna, sem eru í þörf sérstakr ar hæfingar og meðferðar, þe. þroskaheftra bama, verði sem fyrst vart, svo hæfing geti hafist svo snemma ævinnar, sem kostur er. Starfshópurinn vih í þessu sambandi sérstak- lega benda á eflinlgu og aukn- ingu fræðslu til handa ungu fólki, verðandi foreldrum og ungum foreldrum, um með- ferð og uppeldi barna. Að hluta til ætti fræðsla þessi sér stað í slkólum, en auk þess í námskeiðsformi á vegum heilsuverndarstöðva / heilsu- ‘gæslustöðva og félagsmála- stofnana. Starfshópurinn vill sérstalklega benda á mikil- vægi unigbarnaeftirlits í fyrir byggjandi starfi og telur að efla þurfi læknisfræðilegt eft irlit með börnum undir skóla aldri, þegar ungbarnaeftirliti sleppir. Starfshópurinn telur að að- stöðu til hæfingar fyrir þroska hefta einstaklinga, einkum þó börn, sé í ýmsu . verulegu ábótavant hér á Akureyri, þó að sumu sé vel staðið. Þar tel ur starfshópurinn, að sárast- ur skortur sé á sjúkraþjálfun og aðstöðu til hennar. Brýnt er að ráða sjúkraþjálfara til Sólborgar og efla endurhœf- ingarmöguleika Sjálfsbjargar frá því sem nú er. f tengslum við sjúkraþjálfun verði þroska heftum einstaklingum, sem í þörf séu, tryggð afnot af hæfi legri sund- og leikfimiað- stöðu. Þá telur starfshópurinn, að tannlæknaþjónustu þurfi enn að auka. Framhald á bls. 6. Afmæliskveðja til IMagnúsar Ásmundssonar læknis Eftiir því sem rauðamyrkur frumstæðrar efnishyggju lagð ist með meiri þunga á brjóst manna hérlendis upp úr alda mótimum urðu þeir vantrúaðri á sálina og líf að loknu þessu. Útverðir annars heims meðal alþýðu á íslandi, prestar evang eliskrar lúterskrar kirkju, þokuðu um set í virðingar og autoritets þrepum mannfélags stigans. Sú embættismanna- stétt sem um margt erfði það áhrifavald og þá tiltrú er um aldir hafði fallið hinni geist- legu stétt í skaut með illu eða góðu var læknastéttin. Eilíf velferð sálarinnar varð trú- lausum lýð lítils virði — sál var engin til, líf var líf og dauði var dauði, búið, punkt- um basta. Mottó dagsins var og er: Lfkamanum allt. Þeir sem skrifuðu af viti um þjóð- félagsmál og gátu sér orð fyrir ritsnilld og gáfur voru aldrei •teknir alvarlega þegar úr penna þeirra laumaðist sann- færing þess að mannkindin væri etv. margslungnari vera en heimspeki aldamótanna vildi vera láta. Allt tal um hyl'kin tvö, það ytra og innra, hlaut að vera gamanmál og spaug hjá mönnum eins og Þórbergi Þórðarsyni. Líkam- inn var gerður að skurðgoði og prestar hans, læknarnir, voru hetjur dagsins — eink- um ef þeir gátu spengt og sag að og neglt, rist og skorið þetta arma hold án þess öndin hrykki úr því á meðan. Há- punkti vitleysunnar náði suð- urafrískur negrahatari er hann græddi dauðs manns hjarta í annan hálfdauðan og varð heimsfrægur fyrir á einni nóttu. Á sálarlausum og írúlausum tíma skolaðist vinur minn Magnús Ásmundsson inn í læknadeild Háskóla íslands og lauk þaðan námi eftir tilskil- inn tíma og fór út á sjúkdóms aíkurinn að gera gott og græða margan. Qft hef ég spurt sjálf an mig þess, hvers vegna þessi vinur minn sem kominn er af prestum og biskupum í allar ættir sikyldi ekki velja næst- um hefðbundið starf forfeðra sinna og leggja stund á teo- lógíu í stað þess að fara að hokra með hrumu og brost- feldugu holdinu. Efaðist hann um tilvist innra hylkisins? Var hann jafnblindur og hvers dagsmennirnir á hin dýpri rök mannlegrar tilveru? Eða var þetta kannski hans predestina tion — höfðu örlögin kjörið honum þetta starf? Þessu hef ég stundum velt fyrir mér síð ustu 25 árin, og nú þegar vin- ur minn stendur á fimmtugu þykist ég kunna svarið. — Á þessum árum hef ég kynnzt bæði læknum og sjúklingum víða um land og þótzt sjá að þeim mætti (þó á mjög óvís- indalegan máta) skipta í tvo hópa: lækna sem stunduðu stórskammtalækningar, voru en þar sem þetta er ekki jafn- útbreiddur mannkostur og skyldi hefur hann stundum vakið undrun manna. Skömmu eftir að Magnús tók við héraðslæknisstarfi gerðist það eitt sinn að maður kemur í lok viðtalstíma til hans og segist nú þurfa að leita hans aðstoðar. Hann seg ist vera í mestu vandræðum þar sem miðstöðin trekki ekki lengur vegna sóts. Lengra toomst maðurinn etoki í um- leitan sinni því Magnús segist þurfa að bregða sér frá og skiota um föt og er horfinn. /vð vörmu spori birtist hann aftur og þá toominn úr hvíta sloppnum í föt sem hæfðu bet ur sótarastarfinu. Maðurinn varð hvumsa við — því erind ið hafði alls ekki verið það sem læknirinn hélt, heldur hitt að fá lánaðan stiga sem geymdur var bak við læknis- bústaðinn. Ektoi minnkaði læknirinn í áliti við þetta, en margur átti etv. örlítið bágt með að átta sig á þessum nýja lækni, sem virtist jafnreiðubú inn að leysa vanda manna við sóthreinsun sem sótthreinsun. Einum duldum galdri býr Magnús Ásmundsson yfir, sem hver góður læknir verður að kunna nokkur skil á, eigi starf hans að bera lífvænlegan árangur, en sá er hængur á að þessi galdur verður vart num inn, hann er vöggugjöf manna, en þó allt of fárra. Hann er kallaður mana austur á Kyrra hafseyjum og merkir það að maður sem mána er gæddur geti með persónuleitoa sínum, með huldu innra afli, stýrt at- burðum til farsælla lykta. Þessi óáþreifanlega og illskýr greinanlega fylgja persónunn ar vinnur meginbluta af far- sælu starfi manna, hvort held ur er starfi læknis eða prests, án mana koma flest lyf fyrir lítið og bænir, hvort heldur er austur á Kyrrahafseyjum eða norður á Atoureyri. Ég veit það nú að Magnúsi Ásmundssyni voru af skapa- ntarnum kjörin þau örlög að verða læknir á þeim tíma er engin sál var lengur til, þegar ektoert stóð eftir nema ytra hylkið eitt, viðkvæmt og óvar ið — því að hvergi er meiri þörf á vitrum prestum en í þeim kirkjum þar sem enginn guð er fyrir. Um leið og ég færi Magnúsi Ásmundssyni 'heillaóskir á fimmtugsafmæli hans bið ég honum blessunar í starfi og lýsi yfir þeirri bjargföstu trú minni að draumur ökkar gam all muni í fylling tímans ræt- ast, að heimur frelsis, jafnrétt is og bræðralags muni rísa úr östou gærdagsins og verða veruleiki morgundagsins — „þar einskis manns velferð er volæði hins / né valdið er tak markið hæst“. — Með kveðju frá Staðastað. Rögnvaldur Finnbogason. Magnús Asmundsson, ósparir á lyf og gerðu atlögur sínar gegn sjúkdómnum sem stórfenglegastar. Þeir áttu sér sína aðdáendur, fólk sem vildi fá kröftug lyf, mikið af lyfjum og naut þess á sinn hátt að vera sjúklingar. í hinum hópn um voru yfirlætislausir menn, lætonar sem ekki höfðu oftrú á lyfjum eða skurðaðgerðum og sjúklingar sem höfðu and- styggð og leiða af að vera veitoir. Um einn lækni heyrði ég getið á Austurlandi forðum og mörgum þótti sem hann bæri af öðrum í sinni stétt, en sá gaf sjaldnast minni iskammta en er svaraði til hálfu pundi af asperíni væru m'enn slæmir af höfuðverk. Og annan þekikti ég sem brást jafnan reiður við ef menn fóru fram á lyfjagjafir við hann, að óg tali nú etoki um vítamín og þess háttar. Hann ráðlagði heilbrigt líferni og holla fæðu aftur á móti og þótti lítili læknir. Og þannig eru mennirnir, læknar og sjúklinigar, sjúkir og heilbrigð ir, ólíkir og sundurleitir. Og ég veit líka í hvorum flokkn- um Magnús Ásmundsson er. Þótt hann sé maður spreng- lærður í fræðum læknavisind anna og kunni flestum betur iskil .á náttúru og áhrifamætti hinna aðskiljanlegu lyfja hef- ur hann þó enga oftrú á lyfj- um, en því meiri trú á þeim lifnaðar- og samfélagsháttum er forða mönnum frá lyfja- töku og sjúkrahúsum. Magnús er sannur húmanisti og öll lífsskoðun hans einkennist af virðingu fyrir manninum og djúpstæðri réttlætiskennd. Fátt er Magnúsi meiri þyrnir í augum en þeir múrar sem reistir eru milli manna með misskiptingu auðs og valds, múrar er sundra samfélagi manna og eru undirrót þeirra meinsemda í mannkynslíkam- anum er okkur stafar mest hætta af nú á ofanverðri 20. öld. Magnús Ásmundsson læknir hefur aldrei múrað sig af frá öðrum mönnum í nafni stöðu sinnar eða lærdóms. Að vera góður læknir er fyrir hon um að vera sannur maður og deila kjörum með þeim er sam leið eiga með honum hverju sinni. Þet-ta hefur alla tíð ver- ið honum í blóð borið, jafn- sjálfsagt og að dr-a-ga and-ann,

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.