Norðurland - 30.06.1977, Qupperneq 7
36 sóttu um kennara-
stöður við
Þær eru í Haslev kórnum.
Haslev kórinn í heimsókn
Syngur í Ólafsfirði og Akureyri
Blandaður kór frá skólabæn-
um Haslev í Danmörku hefur
undanfarna daga verið á söng
ferðalagi um landið, þám. á
Norðausturlandi, og syngur á
Ólafsfirði í kvöld á Akureyri
annað kvöld.
Kórfélagar eru 34 á aldrin-
um 15—32 ára og stunda nám
eða hafa þegar lokið námi við
menntasfkólann í Haslev. Kór
inn hefuir farið víða, m.a. hald
ið tónleika í Austurríki, Pól-
landi og Sovétrí'kjunum. Kór-
inn tók þátt í alþjóðlegri kóra
keppni í Vín á síðasta sumri,
og hlaut þar mjög góða dóma.
Danska sjónvarpið fékk kór-
inn til að flytja nökkur lög í
sjónvarpsdagskrá á síðasta
gamJárSkvöldi vegna ágætrar
frammistöðu í söngkeppninni.
Söngskrá kórsins fyrir íslands
ferðina eru þjóðlög, negra-
söngvar, og lög eftir Bach,
Bellman, Mozart, Nielsen,
Gunnar R. Sveinsson o.fl.
Kórinn söng í Reykjavík og
Skálholti um síðustu helgi, á
BÆKUR
Slik var det da Ola fikk en
bror og Slik var det da
Ola flyttet
Pax Forlag, báðar bækum-
ar 28 síður
Með nýjustu bamabókunum
mánudag í Mývatnssveit og í
gær á Húsavík, en í kvöld kl.
9 verða tónleikar í Tjamar-
borg á Ólafsfirði og fimmtu-
dagákvöldið 30. júní kl. 20.30
í Akureyrarkirlkju. Félagar úr
Passíukómum og Tónlistar-
skólanum á Akureyri annast
móttöku og skipulagningu ferð
arinnar á Norðurlandi.
36 kennarar hafa sótt um stöð
ur við grunnskóla Akureyrar
og hefur skólanefnd bæjar-
ins mælt með ráðningu 28
þeirra og skipun þriggja að
auki. Um endurráðningu er að
ræða í margar af stöðunum.
Enn vantar kennara í nokkr
um greinum og var ákveðið
að auglýsa stöður við grunn-
skólann í tónmennt, mynd-
mennt (teikningu), dönsku
og stærðfræði. Umsóknarfrest
ur er til 1. júlí. Þá er laus
staða sérkennara við Barna-
skóla Akureyrar og þrjár
kennarastöður við Gagnfræða
skóla Akureyrar, í íslensku,
erlendum málum og samfé-
lagsgreinum.
Yfirkennari við Glerárskóla
Þrír sóttu um stöðu yfir-
kennara við Glerárskóla og
mælti meiriihluti skólanefndar
með Páli Bergssyni kennara
við skólann.
Reynt að gera skólann
og námið skemmtilegra
25 skólastjórar og kennarar
víðsvegar af Norðurlandi sátu
nýlega í Varmahlíð námskeið
í kennslufræði, sem nánast
fjallaði um hvernig gera má
skólann skemmtilegri og nám
ið aðgengilegra eftir að ncm-
endur eru farnir að eyða
meirihluta dagsins í skólan-
um.
Námskeiðið var haldið á
vegum Kennaraháskólans und
ir urnsjón Guðbjarts Gunnars
sonar, sem jafnframt var einn
fyrirlesara þess Fjallað var
um ma. fyrirbærið „opinn
skóli“, sem Áslaug Brynjólfs-
dóttir ’kennari við Fossvogs-
skóla sagði frá, og hópefli,
sem Guðrún Jónsdóttir stjórn
aði. Edda Ós’karsdóttir hafði
kynningu og sýningu á mynd-
list og föndri í sambandi við
kennslu annarra greina, Bryn
dis Gunnarsdóttir kenndi
dramik, leikbrúðugerð og leik
ræna tjáningu og Þóra Krist-
insdóttir fjallaði um samskip-
an almennrar kennslu og
stuðningskennslu og kynnti
spil og leilei til notkunar við
kennslu. Hjördís Guðbjörns-
dóttir sagði frá reynslu í Öldu
túnsskóla af vettvangsferðum
frá Páx eru tvær bækur í
bókaflokknum um Óla. Bækur
þessar fjalla um atvik er vald
ið geta áhyggjum og erfiðleik
um í lífi barna. Atvikunum
er lýst frá sjónarmiði barns-
ins sjálfs. Markmiðið er það
að auðvelda börnum skilning
á vandanum.
„Slik var det da Ola fikk
en bror“ lýsir eftirvænting-
unni eftir því, að eignast
systkini, sem oft er óraunveru
leg ósk um að eignast leikfé-
laga. Fjallað er um afbrýði-
semi og vonbrigðin sem brjót
ast fram, þegar í Ijós kemur,
að litli bróðir tekur mest allan
tíma og eftirtekt foreldranna.
„Slik var det da Ola flyttet“
segir frá flutnineum lítils
drengs úr þekktu umhverfi og
erfiðleikum hans með að sam
lagast ókunnu umhverfi og
nýjum leikfélögum. Óla-bæk-
urnar eru skrifaðar fyrir börn
á forskólaaldri og er reiknað
með, að þær séu notaðar til
upplestrar og geti verið góður
grundvöllur til umræðna. —
Bækurnar eru skemmtilega
myndskreyttar og báðar 28 síð
ur að stærð.
Höfundar eru Gydal, And-
ersson, Danielsson.
Kvinne kjenn din kropp,
handbók
Pax Forlag 1976, 294 síður
Þetta er handbók, sem skrifuð
er af konum fyrir konur. Hún
nær til kvenna á öllum aldri,
sem áhuga hafa á að þekkja
starfsemi likama síns. Fáfræði
kvenna um sinn eigin líkama
og starf hans hefur löngum
Skapað hræðslu og óöryggi.
Þessvegna hafa 40 danskar
konur tekið sig saman um að
skrifa þessa handbók í sam-
vinnu við lækna, hópur
norskra kvenna hefur stað-
fært bókina. „Kvinne, kjenn
din kropp“ fjallar um hina
algengustu kvensjúkdóma og
einnig hvað valdið getur þess
um sjúkdómum, og sambandið
á mil'li félagslegra, sálrænna
og líkamlegra vandkvæða. En
bókin fjallar ekki eingöngu
Framhaldsdeildirnar
Skólanefnd hefur ákveðið
að starfræktar verði á Akur-
eyri eftirtaldar framhalds-
deildir skólaárið 1977—78 og
sótt um staðfestingu mennta-
málaráðuneytisins:
Viðskiptasvið, 1. og 2.
námsár.
Uppeldissvið, 1. og 2. náms-
ár.
Heilsugæslusvið, 1. og 2.
námsár og .fornám.
og hvernig nota má þær.
Mikill áhugi var ríkjandi
meðal kennaranna á námskeið
inu, sem þarna fengu ýmsar
nýjar hugmyndir og höfðu
tækifæri til nánari skoðana-
skipta.
Um þessar mundir stendur
yfir í Varmahlíð námskeið
fyrir íslenskukennara og nám
skeið fyrir kennara í stærð-
fræði verður haldið að Laug-
um á næstunni. Þá verður
fjórða kennaranámskeiðið á
Norðurlandi í á'gúst að Þela-
mörk og er það í samfélags-
fræði.
um sjúkdóma. Hún tekur til
meðferðar líffræði kvenlíkam
ans, fæðingu, kynlíf, kynvillu,
breytingaraldurinn, nauðgun,
sjálfShjálp, getnaðarvarnir og
fóstureyðingu. Bókin er yel
fram sett og skýr án flókins
fagmáls.
En bok om menn
Pax Forlag 1976, 112 síður
Hvert er markmið kvenrétt-
indabaráttu? Eru það einung-
is konurnar sem eiga að
breyta sér. Hvaða áhrif hefur
kvenréttindabaráttan á hlut-
verk karlmannsins. Hin síð-
ustu ár hefur barátta kvenna
fyrir rétti sínum bæði opin-
berlega og í einkalífi neytt
margan karlmanninn til að
taka hlutverk sitt til endur-
sfcoðunar.
Einnig er augljóst, áð hið
kapitaliska karlasamfélag
kemur hart niður á mönnun-
um sjálfum, sem lýsir sér með
aukinni stréitu, styttra lífi og
fleiri karlasjúkdómum.
Framhald á bls. 6.
UR
BLÓMA
BEÐIIMU
Tónlistarskrif hafa verið
með líflegasta móti á þessu
vori. Hér koma fáein dæmi
um hugrenningar manna í
því sambandi: „illgirni, ann
arleg blinda, mifcillæti, fyr
irlitning, lítur niður á, lítils
virðing, þetta ómenntaða
fólk, þvegið smánarblett af
bæ ofckar“.
Sr. Birgir Snæbjörnsson
í Norðurlandi 2. júní.
Um gagnrýni: „á að vera
ctröng og réttlát, hafin yfir
alla pólitík og persónulega
góðvild eða óvild“; „að jaðri
við mannvonzku að bjóða
fólki á að hlýða, öfund, af-
brýði, illvilji, hefnigirni,
hættulegt eitur, drepa með
þögninni“. (Latnesk spak-
mæli til bragðbætis.)
Sig. Dem. Franzson söng-
kennari í Degi 9. júní.
Tónlistargagnrýni, sem lét
ljúflega í eyrum Geysis-
manna: „var furðulegt að
heyra kórinn syngja dabba-
dabb texta við undirraddirn
ar, og er erfitt að trúa því,
að Sigursveinn eigi sök á
slíkri smekkleysu“, og um
lagið Sverri konung eftir
Sv. Sv., „sem var í alla
staði lítilfjörlegt í meðferð
kórsins“. „fáliðaður kvenna
kór, sem mátti sín lítils
gegn heilum karlakór“. Lag
eftir Karl O. Runólfsson
„var heldur linlega flutt“,
og tvö lög eftir Jón Leifs
„voru með einhverjum
hætti annarrar gerðar en
undirritaður þekkir þau og
ekki tónrétt að öllu leyti.“
,,f heild voru tónleikarnir
ánægjulegir, en efnisskráin
var ekki sérlega vönduð."
Jón Ásgeirsson tónskáld
í Morgunblaðinu 7. júní.
Starfsfólk
vantar strax
í dagvistunarstofnua.
Félagsmálaatofmm
Aknreyrar síml 2-10-00
NORÐURLAND — 7