Norðurland - 29.09.1977, Page 3
Erfitt um mann-
skap í slátrun
Illa hefur gengið að manná
sláturhúsið á Húsavík þetta árið
og hefur einkum reynst erfitt að
fá fláningsmenn til starfa. Hef-
ur áætlun um slátrun því ekki
alveg staðist, amk. ekki framan
af.
Ástæðan til mannfæðarinn-
ar er að fólk flest er nú farið að
vera nokkurnveginn árið um
kring í fastri vinnu, sem það
hleypur ekki úr fyrir tíma-
bundin störf eins og slátrun-
ina á haustin.
Áætlað er að slátra um 47
þúsund fjár hjá Kaupfélagi
Þingeyinga á Húsavík þetta
haust og síðan tekur stór-
gripaslátrun við.
- Kristján.
Grenivík:
Bygging grunn-
skólans hafrn
Fyrsta skóflustunga að grunn-
skólabyggingunni á Grenivík
var loks tekin 13. sept., eftir að
fyrirhugaðar framkvæmdir
hafa tafist í allt sumar meðan
stóð á samþykkt teikninga frá
ríkisvaldinu, eins og sagt hefur
verið frá í NORÐURLANDI.
Nú er búið að grafa grunn-
inn og verið að slá upp fyrir
sökklunum og á að ganga frá
þeim í haust, að því er Jakob
Þórðarson sveitarstjóri sagði
blaðinu. Þetta er það eina sem
búið er að semja um við
verktaka, sagði hann, en haldið
verður opnum möguleikanum
að steypa upp ef veður leyfir í
haust.
Framkvæmdir munu annars
fara eftir fjárveitingum, en
vonast er til að hægt verði að
taka kennsluhúsnæðið sjálft í
notkun ekki síðar en haustið
1980. En auk þess er gert ráð
fyrir í byggingunni húsrými
fyrir bókasafn, félagsaðstöðu
og fleira að ógleymdum íþrótta-
sal í kjallara og sundlaug, en á
þeim framkvæmdum verður
ekki byrjað fyrst um sinn.
Húsið er teiknað á teikni-
stofu Hauks Haraldssonar á
Akureyri og er arkitekt Ágúst
Berg. Byggingameistari er Þor-
gils Jóhannesson á Svalbarðs-
eyri.
AFLI TREGUR
Afli á línu hefur verið fremur
tregur í haust hjá Grenivíkur-
bátum þótt gæftir hafi verið
góðar og nægur fiskur til
vinnslu í frystihúsinu. Hins-
vegar teljast aflabrögð yfir árið í
heild þokkaleg, sagði Jakob.
Á vegum sveitarfélagsins er
nú fulllokið við byggingu 4ra
leiguíbúða og flutt inn í þær,
sömuleiðis við ákveðinn áfanga
í holræsagerð og vatnsveitu-
framkvæmdir eru vel á veg
komnar.
Garðar á Lautum (til vinstri) og Éinar (t.h.) spila á sumarhátfð Alþýðubandalagsins á Breiðumýri. Með þeim
spilar þarna á gítar Angantýr, sonur Einars, skólastjóri á Raufarhöfn.
Hljómplata væntanleg
með Garðari og Einari
Innan skamms verður tekin upp
plata sem þeir spila inná saman,
Garðar Jakobsson bóndi og
fiðluleikari í Lautum í Reykja-
dal og Einar Kristjánsson rit-
höfundur og harmonikkuleik-
ari frá Hermundarfelli.
Þarf víst vart að fjölyrða um
að þessi plötuútgáfa mun gleðja
þá sem heyrt hafa til þeirra
félaga og er þess skemmst að
. minnset fyrir Alþýðubandalags
fólk er þeir léku á sumar-
hátíð flokksins við feikna vin-
sældir.
Það eru SG-hljómplötur sem
standa fyrir útgáfunni og er
þarmeð að varðveita bæði
gömul lög og gamla tækni, því
Garðar spilar á fiðluna eftir
eyranu einsog þeirgerðu nokkr-
ir í Þingeyjarsýslunni hér áður
fyrr og Einar á takkanikkuna
gömlu, sem sést ekki oft nú-
orðið, amk. ekki hér á landi.
- Þetta verða eingöngu göm-
ul lög, sagði Einar í viðtali við
NORÐURLAND, dansmúsikk
frá 19. öldinni, sem gekk hér
eftir aldamótin. Sum þeirra
heyrast enn, en sum þekkja fáir
nema við.
Þeir spila lögin á plötunni
ýmist saman eða hvor í sínu
lagi.
Greinargerð frá Kópaskeri vegna rækjuveiða í Öxarfirði:
„Jákvæð byggðaþróun?
NORÐURLANDI barst rétt
fyrir helgi „greinargerð vegna
rækjuveiða f öxarfirði“ er runn
in er undan rifjum heimamanna
við Öxarfjörð en þeir telja
Matthías Bjarnason sjávarút-
vegsráðherra mjög hafa gengið
á þeirra hlut við úthlutun
veiðileyfa á rækju í firðinum á
komandi vertíð. 11
ar segir svo:
[ upphafi henn-
Vantar þig húsaskjól?
Til sölu 3ja herbergja íbúðir í fjölbýlishúsi í
Hlíðarhverfi, á milli Smárahlíðarog Sunnuhlíðar.
• Seljast tilbúnar undir tréverk með sameign
frágenginni samkvæmt byggingaskilmálum.
• Afhendast á árinu 1978.
• Teikningar liggja frammi á skrifstofu okkar að
Furuvöllum 5.
• Beðið eftir hluta Húsnæðismálastjórnarláns.
Raðhúsaíbúðir
Höfum til sölu íbúðir í raðhúsi að Heiðarlundi 2.
íbúðirnar seljast fokheldar með malbikuðum
bílastæðum og jafnaðri lóð.
Verða tilbúnar til afhendingar í nóvember 1977.
Fast verð
Upplýsingar í símum
21332 og 22333
LGEMIMi!
Byggingaverktakar — Akureyri.
„Tilefni þessarar greinargerð
ar er ákvörðun sjávarútvegsráð-
herra að hafa að engu kröfur
okkar, íbúa við Öxarfjörð, sem
er að við fáum að njóta sama
réttar til nýtingar rækjumið-
anna í firðinum og aðrir, en
allsstaðar þar sem rækjuveiðar
eru stundaðar innfjarðar við
landið, hefur ráðuneytið sett
reglur er tryggja íbúum við við-
komandi fjörð eða flóa forgang
um nýtingu miðanna.
Það er ekki aðeins að ákvörð-
un ráðherra bijóti þessa viður-
kenndu reglu, því um leið er
hann að varpa fyrir borð þeim
beittustu vopnum, sem dugðu
þjóðinni til sigurs í baráttu
hennar fyrir óskoruðum for-
gangsrétti til nýtingar fiskimið-
anna umhverfis landið þ.e. að
lífsafkoma þjóðarinnar byggð-
ist á viðurkenningu á þessum
forgangsrétti hennar, og að
þeim sem mestra hagsmuna
hefðu að gæta væri best treyst-
réttar til nýtingar rækjumið-
anna.
Ákvprðun tók ráðherra án
þess svo mikið sem ræða við
heimamenn, án þess að taka
nokkurt tillit til ályktana og
sjónarmiða okkar, án þess að
gera tilraun til þess að kanna
atvinnulegar, efnahagslðgar og
félagslegar aðstæður, án alls til-
lits til yfirlýstrar byggðastefnu
stjórnar sinnar."
Að inngangi loknum er rakin
að nokkru byggðaþróun við
öxarQörð undanfarin ár og
kemur þar ma. fram að íbúum
við fjörðinn fækkaði úr 737 í
629 á árunum 1955-73.4 Siðan
hefur dæmið snúist við, einkum
á Kópaskeri þar sem íbúum
hefur fjölgað um 56% á árunum
1970-76. En meðaltekjur fjarð-
arbúa voru aðeins 76% af meðal
tekjum landsmanna árið 1972.
Þessar tölur eru fengnar úr
Byggðaþróunaráætlun Norður-
Þingeyjarsýslu sem Fram-
kvæmdastofnun ríkisins gaf út í
fyrra. í formála þeirrar áætlun-
ar segir ma.:
„Byggðaþróunaráætlun Norð
ur-Þingeyjarsýslu er ætlað að
vera stefnumarkandi um fram-
kvæmdir og þróun þeirra byggð
arlaga, er hún nær til. Hér er um
að ræða alhliða áætlun til efl-
ingar þessum byggðalögum,
sem þar með kallar á jákvæðan
skilning og atfylgi fjölmargra
aðila, opinberra sem einka-
aðila, til þess að fullur árangur
megi nást. Hinir einstöku mála-
flokkar eru óhjákvæmilega mis-
jafnlega staddir á vegi undir-
búnings og ákvarðana. Fram-
kvæmdastofnunin mun fyrir sitt
leyti reyna að fylgja fram þeim
þessara mála, sem eru í hennar
verkahring, og vill mega treysta
þvi, að aðrir aðilar bæði í hér-
aði og á landsmælikvarða leggi
lið sitt til þess að beina Norður-
Þingeyjarsýslu inn á braut var-
anlegrar, jákvæðrar byggðaþró
unar.“
Það tók fjögur ár frá því al-
þingi samþykkti að þessi áætlun
skyldi gerð þar til hún kom út
„og það verður ekki vart
nokkurs í þá átt að hér sé á ferð-
inni annað en söguritun og sýnd
armennska" eins og segir í grein
argerðinni.
Um svipað leyti og alþingi
samþykkti að ofangreind áætl-
un skyldi gerð var stofnað
hlutafélag um rækjuvinnslu á
Kópaskeri með þátttöku hrepp-
anna þriggja í firðinum, Kaup-
félags Norður-Þingeyinga,
verkalýðsfélags Presthóla-
hrepps og 80 einstaklinga.
Vinnslan hófst þó ekki fyrr en 1.
apríl í fyrra og hefur reksturinn
gengið fremur treglega vegna
lélegrar lánafyrirgreiðslu hins
opinbera og bankanna.
Og öxfirðingar spyrja:
„Það kann að vera að ein
rækjuverksmiðja eigi að geta
borið sig, eins og það er kallað,
með 325 tonna afla á ári, miðað
við verð á erlendum mörkuðum
í dag, en það er ekki stóra
spurningin fyrir okkur, hún er
hvað eigum við að gera þá níu
mánuði, sem rækjuveiðar verða
ekki stundaðar. Hvað eiga
bátar okkar og sjómenn að
gera, hvað á verkafólkið að
gera.
Stunda úthafsrækjuveiðar,
línu- eða netaveiðar hefur okk-
ur verið bent á af skarpskyggn-
um mönnum. Þessir menn
virðast álíta þetta ósköp ein-
falda lausn. En þeir gleyma t.d.
hafnaraðstöðu okkar sem úti-
lokar stærri báta og skip, hún er
slík að bátar okkar fást t.d. ekki
tryggðir í höfn. Aðstaðan í landi
til fiskverkunar er hjólbörur og
hnífar. í sumar höfum við verið
með saltfiskverkun í ófullnægj-
andi leiguhúsnæði.
Það kostar hundruð milljóna
að skapa okkur þá aðstöðu sem
með þarf. Aðstöðu sem við
höfum ekki á móti, síður en svo.
En telst slíkt til skynsamlegrar
og hagkvæmrar nýtingar við
yeiðar, vinnslu og verkun sjáv-
arafurða.“
Fyrir ári boðaði sjávarútvegs
ráðherra til fundar um rækju-
veiði i öxarfirði á Húsavík.
Hafði Hafrannsóknastofnun
lagt til að veidd yrðu 1.000 tonn
af rækju í firðinum það ár. Var
samþykkt á fundinum að skipta
þeim afla til helminga milli
öxfirðinga og Húsvíkinga. Þeir
fyrrnefndu tóku þó fram að þeir
teldu sig hafa forgangsrétt til
veiða á firðinum en þar sem þeir
Framhald á 6. síðu
NORÐURLAND- 3