Norðurland - 09.06.1978, Blaðsíða 2
Rauður húmor
Brandarasmíð er mikil og fjölskrúðug listgrein. Húmor getur
verið af ýmsu tagi, grár, svartur - og rauður. Það er síðast-
nefnda tegundin sem við ætlum að kynna hér að neðan en
brandararnir eru fengnir úr safnbók sem tveir Bretar tóku
saman og nefnist „Bfg Fed Joke Book“. I bókinni er ma. að
finna mikið safn af bröndurum frá sósíalísku ríkjunum og
voru nokkur sýnishorn af því kynnt í Þjóðviljanum í fyrra.
Hér að neðan eru hins vegar sagðar sögur af vinnustöðum og
samskiptum verkamanna og atvinnurekenda. Góða skemmt-
un!
Engir kommúnistar.
Sendinefnd frá sovésku
verkalýðshreyfingunni var í
heimsókn í Bretlandi og var
ma. farið með hana í stóra
bílaverksmiðju. Eftir að
sovétmennirnir höfðu fræðst
um starfsemi fyrirtækisins
spurði forstjórinn hvernig
þeim litist á bresk iðnfyrir-
tæki.
- Þið eigið margt ólært,
svaraði formaður sendi-
nefndarinnar. Þið ættuð að
taka okkur til fyrirmyndar.
Hjá okkur leggja verkamenn
hart að sér. Þar er ekki verið
að tefja fyrir með öllum
þessum kaffitímum og okkar
verkamenn gera ekki verk-
föll eða fara sér hægt.
Kjaradeildur eru óþekkt fyr-
irbæri því sérhver sovéskur
verkamaður gerir sitt besta
án þess að reyna að maka
krókinn á kostnað ríkisins.
- Það er auðheyrt, svaraði
for.'tiórinn, að það eru engir
kc nmúnistar, sem skapa
vandamál hjá ykkur.
★
Laun heimsins
Byggingameistarinn var á
eftirlitsferð um byggingar-
svæðið þegar kádiljákurinn
hans varð bensínlaus. Nú
voru góð ráð dýr, ekki minna
en kílómetri í næstu bensín-
stöð og allt á brattann.
Hann kallaði þá til iðn-
nema sem sat þar skammt frá
og var að drekka kaffi úr
brúsa:
- Heyrðu, nennirðu ekki
að skjótast eftir bensíndropa
fyrir mig. Það er brúsi í
skottinu.
Iðnneminn sem var ungur
og óreyndur hafði betri
hugmynd:
- Farðu inn í bílinn, ég
skal ýta þér.
Byggingameistarinn féllst
á þetta.
Hálftíma seinna komu
þeir á bensínstöðina. Iðn-
neminn var skiljanlega eld-
rauður í framan og lafmóður
eftir að hafa ýtt drekanum
rúman kílómetra upp í móti.
Hann reyndi þó að sýnast
borubrattur og bjóst við því
að sér yrði launaður greiðinn
ríkulega.
Meistarinn teygði sig út
um gluggann og spurði:
- Reykirðu?
- Já, herra, það geri ég,
svaraði iðnneminn og sá
fyrir sér skrautlegan vindla-
kassa.
- Já, þetta hélt ég. Þú
virðist ekki vera beint góður
til heilsunnar.
★
Erfiðir samningar
Eftir nokkurra mánaða
harðar samningaviðræður
kom formaður verkalýðsfél-
agsins á fund þar sem mættir
voru fjölmargir reiðir og
herskáir verkamenn.
- Staðan er ekki góð, hóf
hann máls, atvinnurekendur
segjast ekki fá nógu mikil
verkefni, bankarnir eru
tregir á að lána og skattarnir
eru alveg að drepa þá. En ég
held að okkur hafi gengið vel
miðað við aðstæður. Okkur
tókst að herja út 3% hækk-
un. Eruð þið ekki ánægðir
með það?
- Nei!
- En með fimm mínútna
lengingu á kaffitímann?
- NEI!
- En hvað um tveggja daga
viðbót við orlofið?
- Nei, nei, og aftur nei!
Formaðurinn yppti öxl-
um í uppgjöf og spurði:
- Nú, hvað viljið þið þá?
- Við viljum byltingu,
hrópaði einn fundarmanna.
- Það held ég að við fáum
atvinnurekendur aldrei til að
samþykkja, því miður.
★
Eftir byltingu
Nokkur mannfjöldi hafði
safnast saman til að hlýða á
ræðumann á Ráðhústorgi.
- Eftir byltingu, sagði
ræðumaður, munu allir aka
um í stórum og fínum bílum.
Efitr byltingu munu allir
reykja stóra vindla. Eftir
byltingu munu allir eignast
ljóshærða þokkadís fyrir
konu.
Einn úr hópnum mót-
mælti:
- Mig langar ekkert í fínan
bíl, vindla og fagra ljósklu.
- Eftir byltingu, svaraði
ræðumaður, heldur þú kjafti
og gerir það sem þér er sagt!
★
Hárvöxtur
Verkamaður einn var að
reyna að laumast óséður inn
á vinnustað sinn en verk-
stjórinn kom auga á hann og
spurði byrstur á svip:
- Hvaða flakk er á þér?
- Ég var að láta klippa
mig.
- Láta klippa þig? I
vinnutímanum?
- Nú, hárið óx í vinnu-
tímanum.
★
Bölvun tóbaksins
Atvinnurekandinn var á
gangi um vinnusalinn til að
sjá hvort allt gengi ekki sinn
vanagang. Þá rekur hann
augun í sígarettustubb undir
stól og það þótt út um allt
væru skilti sem tilkynntu að
reykingar væru harðbann-
aðar.
Hann snéri sér að næsta
verkamanni og spurði:
- Átt þú þennan stubb?
- Nei, félagi, þú sást hann
fyrstur.
Hinn vopnaði friður
Heimspólitíkin er stundum nokkuð kaldhæðin. Svo vildi til nú á dögunum að svo til sam-
tímis var haldin afvopnunarráðstefna á vegum Sameinuðu þjóðanna og leiðtogafundur
NATÓ þar sem ma. kom fram að bandalagið ætlar að stórauka vígbúnað sinn og leggur nú
hart að aðildarríkjum sínum að verja meira fé til hermála. Hér hefur danski teiknarinn
Herluf Bidstrup teiknað þá Jimmy Carter forseta Bandaríkjanna og Josep Luns frkvstj.
NATÓ sem íslendingar þekkja fyrir allsérstæða aðstoð í landhelgismálum. Carter segir við
vin sinn Luns: - Kæri Luns. Nú hefur NATÓ ákveðið að verja stjarnfræðilegum upphæðum
til kaupa á nýjum vopnum, sprengjum oþh. Nú er um að gera að pakka frásögn af þeirri
ákvörðun inn í fallegu ræðurnar sem við erum alltaf að halda um frið og afvopnun.
Að krafla yfir
botnlaus Sigöldulón
Þeir einu sem enn bera virð-
ingu fyrir Alþingi eru líklega
þingmenn, en sjálfsvirðing er
líka virðing, og það er furðu-
legt að þingmönnum skuli
ekki hafa þótt henni misboðið
þegar orkumálastjóri sagðist, í
Kastljósþættinum 28. apríl
síðastliðinn, flokka í þá upp-
lýsingar frá stofnuninni.
Af hverju ætli skáldið hafi
ekki sagt, ,,guð gaf mér
dómgreind"? Ekki var það
þingmaður sem gat látið em-
bættismenn velja úr upplýs-
ingum fyrir sig, það sem hollt
væri fyrir það að sjá og heyra.
Ef Alþingi er (væri) æðsta
stofnun þjóðarinnar hvað eru
IÐJA
leggst í
ferðalög
Félagar í Iðju á Akureyri verða
á faraldsfæti á næstunni því
framundan er kvöldferð til
Ólafsfjarðar næsta fimmtudag
og fimm daga orlofsferð til
Suðurlands um miðjan júlí. Er
nú tekið á móti farpöntunum á
skrifstofu Iðju.
Lagt verður upp í kvöldferð-
ina frá Varðborg kl. 19:30 á
fimmtudagskvöldið 15. júní. Er
ætlunin að reyna að fanga
pokkra geisla miðnætursólar í
þá þær stofnanir og þeir
forstjórar sem flokka upplýs-
ingar í hendur henni?
Sælir eru fátækir í anda, því
þeirra er himnaríki. Ætli þetta
eigi við hér?
Og svo eyðum við tíma og
prentsvertu í að rífast um
kvikmyndaeftirlit. Tæplega
yrðu hér veruleg efnahags-
skakkaföll þó ekki fengjust
sýndar hér einhverjar kvik-
myndir. Ætli þetta sé kannski
bölvað klám sem stendur í
skýrslum sérfræðinga Orku-
stofnunar?
Hugsum okkur ísmeygilega
rödd segja „Jæja, hverjir
segja já, suss suss, aðeins tveir,
Ólafsfirði ef vel viðrar. Einnig
verður boðið upp á kaffi. Verð
þessarar ferðar er kr. 1.000 á
mann og verður fólk að til-
kynna þátttöku ekki síðar en á
mánudag.
Dagana 16. - 20. júlí verður
svo farið í orlofsferð til Suður-
lands. Verður gist í hótelinu á
Laugarvatni en þaðan farið í 1 -
2 skoðunarferðir á dag, m.a. til
Reykjavíkur, Selfoss og Stokks
eyrar. Verð þessarar ferðar er
kr. 25. þúsund en innifalið í því
er gisting í 2ja manna herbergj-
um, morgunverður, kvöldverð-
ur og allar skoðunarferðir.
Þátttaka er takmörkuð við 37
manns og er nauðsynlegt að
tilkynna þátttöku til skrifstofu
Iðju í síma 23621 í síðasta lagi
16. júní.
nei það er ekki nógu gott, við
segjum þá ekki hvað margir
sögðu já og ekkert um nei-in.“
Og síðan: „Það er ég, sem
stjórna, það er ég, sem ber
ábyrgðina og sem kynni álit
stofnunarinnar út á við, eða
kynni það ekki.“
Ætli skattborgararnir hafi
ekki orðið að sjá af peningum í
álit sérfræðinganna og ætli
þeim sé þá of gott að fá þau öll,
eða ætli þeim sé ekki hollt að
frétta af öllu sem í þeim
stendur?
En sem sagt, þingmennirnir
allir með tölu, fóru heim án
þess að kvarta undan því að
Framhald á bls. 7.
Söngfólk
Passíukórinn á Akureyri er nú
að hefja nýtt starfsár, með
æfingum á Oratoríunni Árs-
tíðunum eftir Haydn, sem er eitt
af þekktustu verkum hans.
Haydn lauk við Árstíðirnar
1801 og var verkið frumílutt í
Vín sama ár.
Kórinn þarf nú að
auka lið sitt nokkuð, einkum í
karlaröddum og er þeim sem
áhuga hafa á að syngja með
næsta vetur bent á auglýsingu á
öðrum stað í blaðinu. Kórinn
óskar að koma á framfæri þakk
læti til allra þeirra fjölmörgu,
sem veittu kórnum stuðning við
nýafstaðið tónleikahald.
Fréttatilkynning.
2 -NORÐURLAND