Norðurland


Norðurland - 09.06.1978, Blaðsíða 7

Norðurland - 09.06.1978, Blaðsíða 7
ftstltt VBftjncar Að krafla Framhald af bls. 2. dómgreind þeirra væri ekki treyst. Hvað eru þá kjósendur að kvarta yfir að þeirra dóm- greind sé ekki virt, nema til að velja menn í „æðstu“ stofnun þjóðarinnar? Liggur nú ekki beint við að leggja til, til þess að virðing Alþingis megi vaxa, að For- stjórarnir sem hingað til hafa flokkað upplýsingar í hend- urnar á þingliðinu og þjóð- inni, velji þingmenn sem þola að fá yfir sig óflokkaðar upplýsingar og þá væntanlega treystandi til að dæma á grundvelli þeirra, verst að Forstjórarnir skuli ekki geta valið sér þjóð, en kannski finnst einhvern tíma lausn á þeim vanda. Hvað sagði nú ekki ísak við Jakob er hann blessaði hann í stað Esaú. „Þjóðir skulu þjóna þér og lýðir lúta þér.“ Hrafn Baldursson, Rjóðri. Húsavík Framhald af baksíðu. - Já, B-listinn er kominn út úr myndinni. Framsóknarmenn vildu ekki fallast á tillögu okk- ar um að starf bæjarstjóra yrði auglýst laust til umsóknar og ekki heldur á tillögur okkar um yfirstjórn verklegra fram- kvæmda. Á því strönduðu við- ræður svo nú er að sjá hvað Sjálfstæðisflokkurinn gerir, um það þori ég engu að spá, sagði Kristján. Siglufjörður Framhald af baksíðu. heldur ekki gott. Þá þarf að tryggja fjárhag hitaveitu og rafveitu en erfið lánakjör eru að sliga þessar stofnanir. Það verður reynt að breyta þeim kjörum til hins betra svo orkuverð verði ekki hærra hér Sakleysið - síst má án þess vera Landsmenn hafa fengið að kynnast stjórnmálabaráttu af næsta sérkennilegri gerð undanfarna daga. Kjósend- ur refsuðu sem kunnugt er stjórnarflokkunum fyrir fruntalega framkomu við launafólk með því einu sem skiljanlegt er. Þúsundum saman snéru þeir baki við afturhaldinu í landinu í sveitarstjórnarkosningunum með afleiðingum, sem í minnum verða hafðar um árabil. En forystumenn Framsóknar og íhalds skilja ekki neitt í þeim ósköpum sem hafa skeð. Þannig taldi fráfarandi borgarstjóri í Reykjavík að fall íhaldsins í borginni yrði ekki skýrt með öðru en því að kommunum hafi tekist að læða þeim undarlega skilningi inn hjá fólki að engin ástæða væri til að kjósa íhaldið, það myndi halda meirihlutanum samt. Vist eru kommarnir klókir, ekki ber að neita því. Samt sem áður má treysta því, að enginn i þeim herbúðum gerir því skóna að stjórnmálaflokkur haldi kjörfylgi sínu án þess að kjósendur kjósi við komandi flokk. Annað mál er það, að kommunum þykir yfir höfuð engin ástæða til þess að fólk kjósi íhaldið og síst af öllu eftir þau ósköp sem gengið hafa á í samskipt- um verkalýðshreyfingar og ríkisvalds undanfarið kjör- tímabil. Forsætisráðherrann var í kokkteilpartýi fyrir westan þegar ósköpin dundu yfir og skyldi engan undra þó að ráðherranum hafi svelgst á asnanum þegar honum bárust tíðindin. Ekki skilur hann neitt í þessu heldur, aumingja maðurinn. Helst var á honum að skilja að fullkominn misskilningur launafólks á lífskjörum sínum væri ástæðan fyrir falli íhaldsins. Fólk væri bara ekki búið að átta sig á því hversu óskaplega góður flokkur Sjálfstæðisflokkurinn væri, og hve dásamleg lífskjör almennings væru. Þetta er auðvitað vel skiljanlegt þegar þess er gætt að ráðherranum hefur tekist að draga fram lífið á arði nokkurra stórfyrirtækja, sem sífellt eru rekin með tapi auk þess að hafa ekki nema treikvart miljón á mánuði í laun fyrir það eitt að segja þessari guðsvoluðu þjóð að sitja þegjandi. Það er sosum ekki von að þjóðin skilji umhyggjuna sem fram kemur í stjórnarathöfnun- um þegar menn hafa það í huga að í verkalýð og bændur er mokað peningum fyrir svo sem ekki neitt. Þegar forsætisráðherrann verður að lifa af þeirri hungurlús sem áður er nefnd geta verkamenn velt sér í trylltum unaði og óhófslífi með heilar hundrað og tuttugu þúsund krónur á mánuði og ekki er sællífið minna á bændunum sem hafa hvorki meira né minna en sjö tíundu af þessari feikna upphæð. Hvernig eiga slíkir ofalningar að skilja lífskjör fátækrar þjóðar. Menn skulu líka minnast þess að hinn vellauðugi verkalýður hefur ekki bara hundrað og tuttugu þúsund krónur á mánuði heldur miklu meira. Þetta fólk vinnur nefnilega oft og iðulega fram á rauða nótt og þénar svo og svo mikið á því. Forsætisráðherrann verður hins vegar að sætta sig við að hafa tekjur af dagvinnu einni saman. Þetta er hróplegt ranglæti eins og allir sjá. Óli Jó. skilur ekki neitt í þessu heldur sem ekki er von og segist munu nota tímann fram að kosningum til þess að skýra út fyrir þjóðinni hvað hún hafi það afskaplega gott, einkum þó og sér í lagi eftir nýjustu bráðabirgða- lög ríkisstjórnarinnar. „Fólkið bara veit ekki enn hvað við höfum gert“ sagði ráðherrann. „Við Framsóknar- menn ætlum hins vegar að segja því það.“ Þeir ætla að útskýra það, sagði hann, og þá verður vist allt gott og blessað. Allur er málatilbúnaður stjórnarflokkanna þessa dagana til marks um ástand þess manns sem lemur hausnum við steininn eða lifir í fullkominni forheimskan og skilningsleysi á viðhorf annarra manna. Það sem gerst hefur verður ekki skýrt með ímynduðum veruleika eða orðaleikjum. Hin afturhalds- sama ríkisstjórn hefur einfaldlega gengið of langt. Hún hefur misboðið þolinmæði kjósenda. Hver stjórn- málamaður sem ber ábyrgð á slíku ástandi og neitar að viðurkenna mistök sín grefur sína eigin pólitísku gröf. Það vill svo heppilega til að við stjórnvölinn í iandinu eru núna menn, sem mundu halda áfram að grafa gröf sína og engin hætta virðist á að þeir láti ekki hendur standa fram úr ermum á næstu vikum, svo blásaklausir og engilblíðir sem þeir reyna að vera þegar þeir tala við háttvirt atkvæði. „Sakleysið, síst má án þess vera,“ segir einhversstaðar, „en of mikið af öllu má þó gera,“ segir einnig. Hið yfirdrifna sakleysi er réttilega skilið af kjósendum sem fláræði og allar athafnir stjórnmálaflokkanna núna þessar vikurnar sýnast bera svip þess lánleysis að ríkisstjórnin hafi efnað niður í hina huggulegustu útför. N.b. sína eigin. Klói. Gj afir Framhald af bls. 3. kr. 3.100. Áheit frá A. G. kr. Iðnskólanum slitið en annars staðar á landinu. Loks hljóta umhverfismálin að verða í brennidepli á kjör- tímabilinu. Hingað til hefur öll orka bæjarstjórnar farið í að halda bæjarfélaginu fljótandi í fjárhagslegum efnum en nú er kominn tími til að snúa sér að umhverfismálunum. Þar verður stærsta verkefnið að koma upp sorpeyðingarstöð ákjörtímabil- in. Atvinnuástand á Siglufirði er gott um þessar mundir og búum við enn við áhrif vinstri stjórn- arinnar á því sviði. Það ætti að auðvelda bæjarfélaginu að auka þjónustu sína við bæjarbúa sagði Gunnar Rafn. 10.000. Til minningar um Magnús Helga Sigurbjörnsson frá foreldrum hans kr. 100.000. Gjöf frá ónefndri konu kr. 5.000. Gjöf frá N. N. kr. 200. Gjöf frá Jónínu, Friðriku og Þóru kr. 2.000. Gjöf frá Ingi- björgu Bjarnadóttur kr. 15.000. Gjöf íVá Rósu Kristinsdóttur kr. 2.000. Áheit frá Önnu Ólafs- dóttur kr. 5.000. Bestu þakkir. Torfi Guðlaugsson. Sjúkrahótal RauAa kroaaina aru á Akurayri ogj Raykjavik. RAUOIKROSSiSLANOS Kosningaskrifstofa G-listans er í Eiðsvallagötu 18. Sími 21704. Sími Norðurlands er 21875. Aðsetur G-listans á kjördag verður í Alþýðuhúsinu. Símar: 21704 og 23595. Sími í Eiðsvallagötu 18: 21875. I I I I I I I I 1 Söngfólk Passíukórinn á Akureyri óskar eftir söngfólki, einkum í karlaraddir. Æft verður í sumar á mið- vikudagskvöldum. Upplýsingar gefnar í síma 21399, 22995 og 22052. Tvœr stúlkur felldu vígi karlmanna Iðnskóianum á Akureyri var slitið 30. maísl. ísal Iðnskólans. f upphafi máls síns gerði Jón Sigurgeirsson skólastjóri grein fyrir vetrarstarfinu í fáum drátt- um. Þar kom m.a. fram að nemendur voru alls 253 í 15 bekkjardeildum, þar af voru 9 konur. f fyrsta sinn voru þær nú meðal nema í tréiúðnadeild og bifvélavirkjun. Fastakennarar voru 12 auk skólastjóra og 15 stundakenn- arar. Kenntvarí 15 iðngreinum. 51 nemi var í húsasmíði. Næstir og jafnfjölmennir voru bifvéla- virkjar, ketil- og plötusmiðir og rafvirkjar, 21 í hverri grein. Fjórði bekkur var nú í skólanum í síðasta sinn og brautskráðust úr honum 58 nemendur og nokkrir eiga ólok- ið einstöku námsgreinum. Hæstu einkunn hlutu Vigfús Sigurðsson húsasmiður, 9.12, sem er ágætiseinkunn, og Skarp héðinn Sigtryggsson bifvéla- virki, 8.72. Einnig brautskráð- ust nú í fyrsta sinn 34 nemendur úr þriðja áfanga nýja kerfisins. Hæstu einkunn þar hlutu Hring ur Hreinsson húsasmiður og Kristján Jóhannesson vélvirki, báðir með 8.8. í vetur starfaði rafiðnadeild í fyrsta sinn í skólanum og eru því verknáms- deildirnar orðnar þrjár. Aðsókn að þeim fer stöðugt vaxandi en vegna skorts á húsnæði og tækjum til verklegrar kennslu Svavar Gunnarsson kennir ungum rafiðnanemum en sú námsbraut var kennd í fyrsta sinn við Iðnskólann á Akureyri sl. vetur. er ekki unnt að sinna nema hluta þeirra umsókna sem ber- ast. Einkum er brýnt að bæta slæma aðstöðu sem málmiðna- deildin býr við og hlýtur stærsta átakið á næstu árum að vera smíði á nýju málmsmíðahúsi. Einnig er nauðsyn að stofna fljótlega framhaldsleild í tré- iðnum. Skólastjóri gat þess að hann léti nú af störfum eftir 28 ára veru við skólann, þar af sem skólastjóri í 25 ár. Rakti hann í stuttu máli þá þróun sem orðið hefur í starfi skólans og minntist í fáum orðum þeirra sem stjórnað höfðu skólanum allt frá stofnun hans. Þá flutti Halldór Arason formaður skólanefndar Iðn- skólans stutt ávarp og þakkaði Jóni Sigurgeirssyni skólastjóra hans mikla starf í þágu skólans og sagðist vonast til að fá tækifæri til að minnast þess betur síðar. Einnig talaði Skúli Magnús- son fyrir hönd kennara og þakkaði skólastjóra ötula for- ystu og ánægjulegt samstarf og færði honum málverk að gjöf frá þeim. Að því loknu sleit skólastjóri skólanum og bauð nemendum, kennurum og gestum þeirra til kvöldvöku í Skíðahótejinu. (Fréttatilkynning.) NORÐURLAND - 7

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.