Norðurland


Norðurland - 09.06.1978, Page 4

Norðurland - 09.06.1978, Page 4
1A m Málgagn sósíalista í Norðurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Böðvar Guðmundsson, Helgi Guðmundsson, Sofffa Guð- mundsdóttir, Þórir Steingrímsson og Þóra Þorsteinsdóttir. Ritstjóri: Þröstur Haraldsson (ábm.). Dreifing og auglýsingar: Kristín Ólafsdóttir. Ritstjórn, afgreiðsla. auglýsingar: Eiðsvallagata 18, sími 21875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins. Hvað gerir íslensk auðstétt I*að cr alkunna, að margt launafólk hefur um langan aldur stutt íhaldið með atkvæði sínu á kjördegi. Þótt þetta hljómi næstum því eins og skrýtla eða fjarstæða er það engu að síður satt. Þannig hefur þetta fólk stuðlað beinlínis að fátæktarbasli sínu og annarra og hjálpað fámennri auðstétt til að maka krókinn. En þessu fólki hefur þó ekki gengið neitt nema gott til. Gegndarlaus- um áróðri og lygasora hefur líka verið ausið yfir það, og allt kapp hefur verið lagt á að halda því fáfróðu um stéttlægt eðli lífsbaráttu sinnar. Því hefur auk þess verið sagt, að sá hataði og bölvaði Rússi bíði með opið gin og hlóöhlaupnar glyrnur við túngarðinn, tilbúinn til aö troða inn klónni hvar sem skarð komi í varnargarð vestrænna þjóða. Auk þess hefur svo allt kapp verið lagt á að telja þessu sama fólki trú um bágan hag fyrirtækja braskaranna, jafnvel þótt braskararnir sjálfir veltist um í Ivstisemdum heimsins, hvort heldur er í einkavillum sínum eða hjá viðskiptavinum austur í Japan. Eitt gott verður þó alltaf sagt um ríkisstjórn þeirra fieirs Hallgrímssonar og Ólafs Jóhannessonar, hún gekk of langt. Auk þess að halda uppteknum hætti við launafólk, að reyna að halda því ómeðvituðu um stöðu sína og stétt, var hún venju fremur fingralöng á laun þess. fádæma siðleysi þessarar ríkisstjórnar hefur öðru freniur upplýst launafólk um stéttaandstæður auð- hyggjuþjóðfélagsins. Virðingarleysi hennar fyrir gerð- um samningum hefur einnig sýnt fólki svo ekki verður véfengt, að lagagreinar og undirskriftir hafa því aðeins gildi, að þær séu í þágu auðstéttarinnar. Lögleysa og stjórnmálaleg spilling hefur auk þess verið einkenni síöastliðinna fjögurra ára, það svo, að stjórnmálaflokk- ur hikar jafnvel ekki við að bjóða fram til alþingis mann sem talið er að hafi komið hluta eigna sinna fyrir í erlendum bönkum og tíundað hvergi til skatts. Ekki fer mikið fyrir virðingu þeirra fyrir hinu háa alþingi. Sá rasskellur sem samningsbrjótar og reikningshafar í finansbanken fengu í bæjar- og sveitarstjórnarkosn- ingunum var vissulega mikill og sár. Hitt mun þó trúlega valda meiri sviða þegar lengra lætur, að launa- fólk hefur öðlast nýjan skilning á arðráni og valdníðslu þeirra manna, sem það í góðri trú veitti brautargengi með atkvæði sínu fyrir tjórum árum. Til að hindra þann skilning megnar ekkert örvæntingarklór eins og þegar er farið að sjást á síðum íhaldsblaðanna. Aftur er gamli Rússinn farinn að tvístíga við traðarhlið, rússneskir kafbátar virðast komnir inn á hverja vík og rússneskar flugiélar fljúga fyrir fjallsbrún með drunum þungum. Og hvað gerist þá, ef fólk verður nú svo „ósanngjarnt og ósvífið“ - eins og Davíð Oddsson mundi orða það, - að kjósa ekki yfir sig hremmingu þeirra Ólafs Jóhannessonar og Geirs Hallgrímssonar í komandi alþingiskosningum? Hvað gerir íslensk auðstétt ef hún stendur einn dag afhjúpuð framm fyrir launafólki sem veit og skilur? Viðurkennir hún glöp sín og lofar bót og betrun? Eða kallar hún kannski á verndara sinn sér til aðstoðar? B.G. 4 -NORÐLRLAND Samkomulag vin flokkanna í bæja stjórn Akureyrar Eins og fram kemur í frétt á forsíðu náðist um síðustu helgi sam- komulag um áframhaldandi samstarf vinstri flokkanna í bæjar- stjórn Akureyrar. Á sunnudag var undirritað samkomulag um til- högun samstarfsins og þau verkefni sem vinna skal að á kjörtíma- bilinu. Hér á eftir fer þetta samkomulag. Fulltrúar Alþýðubandalags, A1 þýðuflokks, Framsóknarflokks og Samtaka vinstri manna í bæjarstjórn Akureyrar eru sam- mála um að vinna saman að stjórn og skipan bæjarmála á Akureyri kjörtímabilið 1978/ 1982 á grundvelli stefnuyfirlýs- inga flokkanna og samkomu- lags þessa. I Forseta bæjarstjórnar tilnefnir B-listinn ár 1978, A-listi ár 1979, A-listi ár 1980 og B-listi ár 1981. 1. varaforseta tilnefnir G-listi ár 1978, 1979 og 1980 en F-listi 1981. 2. varaforseta tilnefnir F-listi ár 1978, 1979 og 1980 en G-listi 1981. Ritarar bæjarstjórnar eru til- nefndir af Á- og F-listum árin 1978 og 1981 og af B- og F-listum 1979 og 1980. Vararitarar eru tilnefndir af B- og G- listum ár 1978 og 1981 en af A- og G-listum ár 1979 og 1980. II Helgi M. Bergs verði kjörinn bæjarstjóri kjörtímabilið. III t þessu samstarfi skal að öðru leyti miðað við eftirfarandi: Tekjuöflun. Tekjustofnar verði nýttir með svipuðum hætti og verið hefur. Leitað verði lánsfjár til sér- stakra framkvæmda eftir nánari fyrirmælum bæjarstjórnar. Atvinnumál. Tryggja skal stöðuga atvinnu í bænum og skal atvinnumála- nefnd bæjarins fylgjast með og hafa áhrif á atvinnuþróun til þess að komast hjá áföllum. Lögð skal rík áhersla á að finna nýjar leiðir í atvinnumálum sem stuðla að eðlilegri þróun byggðarlagsins. Orkumál. Unnið skaleftirframkvæmda áætlun um hitaveitu Akureyrar sem miðast við að ljúka fram- kvæmdum á næstu þremur árum. I raforkumálum skal miða við að tryggja næga raforku og að endurskoða skipulag orku- mála í landinu þar sem stefnt verði að heildarstjórn á orku- öflun. Hafnarmál. Halda skal áfram hafnarfram kvæmdum eftir því sem fjár- magn fæst til, m.a. gerð vöru- hafnar, viðgerðaraðstöðu og smábátahafnar. Kannað verði hvort rétt sé að Akureyrarhöfn eigi og reki vöruskemmur. fþróttamál. Taka skal svæðisíþróttahús bæjarins í notkun á kjörtímabil- inu. Unnið skal að áframhald- andi uppbyggingu í Hlíðarfjalli og gerð áætlun um íþróttir og tómstundastarf í bænum þar sem lögð verði áhersla á að bæta aðstöðu fólks til íþróttalífs og Lokið verði við deiliskipulag miðbæjarins . . . Ljúka skal framkvæmdum við hitaveitu Akureyrar á næstu þremur Að tveimur árum liðnum skal liggja árum . . .

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.