Norðurland - 09.06.1978, Side 8
Föstudagur 9. júní 1978
MÁLGAGN SÓSÍALISTA
f NORÐURLANDSKJÖR-
DÆMI EYSTRA
GERIST
ÁSKRIFENDUR
- Síminn er 2-18-75 -
AUGLÝSIÐ í
NORÐURLANDI
- Síminn er 2-18-75
LAND tal af Ólafi Ásgeirssyni
lögregluvarðstjóra og spurði
hann álits.
- Þetta kom mjög vel út og
ég held að við lögreglumenn
séum almennt ánægðir með
þessa ráðstöfun, sagði Ólafur.
Þó held ég að ekki ríki áhugi á
því að loka götunni alveg fyrir
bílaumferð. Fólkið virtist
einnig vera ánægt með breyt-
inguna enda eru forrdæmi
fyrir þessu í lokun götunnar á
Þorláksmessu og álíka dög-
um.
- Fylgdu engin vandkvæði
annars staðar í miðbænum?
- Auðvitað jókst umferðin
við önnur götuhorn og vissir
erfiðleikar sköpuðust við
Torgið en þeir eru yfirstígan-
legir.
- Verður ekki skortur á
bílastæðum?
Hafnarstræti göngugata
- þó aÖeins tvo daga í viku hverri
Hver hefði trúað því að þessi
mynd væri tekin um sexleytið
á T'-tudegi í Hafnarstræti?
Þa .r hún nú samt. En hvar
eru allir bílarnir? Þeir hafa
verið gerðir útlægir úr þess-
ari fjölförnustu götu Akureyr-
ar á fimmtudögum og föstu-
dögum eftir kl. 13 og fram að
lokunartíma verslana.
Þessi lokun kom til fram-
kvæmda á fimmtudaginn var.
í fyrstu var eins og fótgang-
andi bæjarbúar kynnu ekki að
notfæra sér þetta aukna svig-
rúm, þeir héldu sig samvisku-
samlega á gangstéttunum og
voguðu sér ekki út á götuna
nema til að skjótast yfir á hina
gangstéttina. En þetta kom
smám saman eins og sést á
myndinni.
í tilefni af þessari umferð-
arbreytingu hafði NORÐUR-
- Þarna lokast um 20
bílastæði en þau eru til annars
staðar ef menn leita að þeim.
Það má t.d. benda á stæðin við
Stefni, hjá Ferðaskrifstofu
Akureyrar og fleiri. Þau eru að
vísu aðeins lengra frá en menn
verða að láta sig hafa það,
sagði Ólafur.
Siglufjörður
Allir nema Framsókn
mynduðu meirihluta
Á Siglufirði urðu úrslit bæjar-
stjórnarkosninga þau að AI-
þýðubandalagið vann einn
mann af Sjálfstæðisflokknum
og hefur það nú 3 fulltrúa en
Alþýðu-, Sjálfstæðis- og Fram-
sóknarflokkur 2 fulltrúa hver.
Síðasta kjörtímabil ríkti á Siglu
firði samstjórn allra flokka
nema Alþýðubandalagsins en
það hefur nú breyst. NORÐ-
URLAND hafði tal af Gunnari
Rafni Sigurbjörnssyni skóla-
stjóra en hann er einn þriggja
bæjarfulltrúa flokksins.
Hér hefur náðst samstaða
um meirihlutasamstarf Alþýðu-
flokks, Sjálfstæðisflokks og
okkar og gerum við ráð|fyrir að
fyrsti bæjarstjórnarfundur
verði á fimmtudag. Við höfum
nú verið í minnihluta í bæjar-
stjórn í uþb. 20 ár svo hér hefur
orðið mikil breyting enda unn-
um við mikinn sigur í kosning-
unum. Samningar flokkanna
eru á lokastigi og ekkert eftir
sem ætti að breyta niðurstöðu
þeirra. Hér er því að komast á
nokkurs konar nýsköpunar-
stjórn.
Við nefndum það fyrir kosn-
ingar að við teldum eðlilegt að
Alþýðubandalag og Alþýðu-
Hokkur ynnu saman að bæjar-
málum og í viðræðum flokk-
anna kom svo íljótlega í ljós
áhugi á að taka Sjálfstæðis-
flokkinn inn í dæmið. Við
settum fram þá kröfu að
bæjarfélagið féllist á tilboð
Verkamannasambandsins og
greiddi starfsmönnum sínum
laun samkvæmt því og það olli
engum erfiðleikum í samninga-
viðræðunum. Á ég því von á að
það verði samþykkt á fimmtu-
daginn eða mjög fljótlega eftir
það.
- Hver verða helstu viðfangs-
efni bæjarstjórnar á þessu ný-
byrjaða •kjörtímabili?
□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□
□ □ □ □ □ □ OPIB HÚS □ □ □ □ □ □ n
□ □ □ í Eiðsvallagötu 18 □ □ □
□ □ □ □ 17. júní □ □ □ □
□ □ n síðdegis, þegar hlé gefst frá öðrum hátíðarhöldum. □ □ n
□ □ Skemmtidagskrá - Kaffiveitingar LJ □ □
□ □ □ □ Nánar auglýst í næsta blaði. □ □ □ □
□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□□
- Þar er fyrst til að taka þörf- nægjanlegs og góðs drykkjar-
ina á varanlegu slitlagi á allar vatns en það er bæði af
götur bæjarins. Einnig er það skornum skammti núna og
brýnt verkefni að afla bænum Framhald á bls. 7,
Kosningaskrifstofa
Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra er í Eiðsvallagötu 18
á Akureyri og er hún opin frá kl. 10-22 alla daga. Síminn er
21704. Kosningastjóri er Angantýr Einarsson.
Á öðrum stöðum í kjördæminu eru umboðsmenn og skrifstofur sem hérsegir:
Úlafsfjörður: Agnar Víglundsson, Kirkjuvegi 18, sími 62297.
Dalvík: Úttar Proppé, Heimavist Gagnfræðaskólans, sími 61384.
Hrísey: Guðjón Björnsson, Sólvallagötu 3, sími 61739.
Húsavík: Kosningaskrifstofan, Snælandi, sími 41453. Starfsmaður er
Benedikt Sigurðarson. Utan skrifstofutímæ Kristján Pálsson, Upp-
salavegi 21, sími 41139.
Mývatnssveit: Sigurður Rúnar Ragnarsson, Helluhrauni 21, sími 44136.
Raufarhöfn: Þorsteinn Hallsson, Ásgötu 16, sími 51243.
Þórshöfn: Henrý Már Ásgrímsson, Lækjarvegi 7, sími 81217.
G-listann vantar
bíla á kjördag!
Skráið ykkur sem fyrst!
öllum kostnaði við kosningabaráttuna verður í hóf stillt eins og mögulegt er en
G-listinn þarf vægast sagt að njóta örlætis stuðningsmanna sinna þessa dag-
ana. Litið inn og styrkið kosningasjóðinn.
Trúlegt er að tiltölulega fleiri kjósendur G-listans en annarra lista verði ekki
heima á kjördag. Tiikynnið skrifstofunni um þá sem kjósa
þurfa utan kjörstaðar.
Afsakið,
kratar
Vegna viðtals við Angantý
Einarsson í NORÐUR-
LANDI um kosningaúr-
slitin 28. maí þar sem hann
segir að Lárus Jónsson sé í
fallhættu fyrir Soffíu Guð-
mundsdóttur vill hann
koma á framfæri afsökun-
arbeiðni til Alþýðuflokks-
ins.
Undanfarin kjörtímabil
hefur engin ástæða verið til
að reikna með Alþýðu-
flokk.num í skiptingu þing-
sæta hér í kjördæminu.
Þess vegna gleymdist þessi
flokkur í stuttu símtali þeg-
ar tölur voru ekki við hend-
ina.
Við nánari athugun kem-
ur hins vegar í Ijós, ef gert er
ráð fyrir svipuðum gangi
mála í þingkosningunum
og var í byggðakosningun-
um, að Alþýðuflokkurinn
tekur svo mikið fylgi frá
Ihaldinu að Lárus Jónsson
er kolfallinn fyrir Braga.
Aðrar breytingar í kjör-
dæminu eru ólíklegar en ef
um þær yrði að ræða
kemur aðeins eitt til greina:
Stórkostleg fylgisaukn-
ing Alþýðubandalagsins
gæti komið Soffíu á þing
sem uppbótarmanni og
jafnvel sem kjörnum þing-
manni, þá í stað Inga
Tryggvasonar.
Slíkt væri sannarlega
verðug ráðning á ríkis-
stjórnarflokkana.
52
atkvœði
Samtök frjálslyndra og
vinstri manna, Fylkingin
og Marx-leninistar gera út
lífbát fyrir Sjálfstæðisflokk
inn í aiþingiskosningunum
í Reykjavík.
Hefðu þessir aðilar boð-
ið fram í borgarstjórnar-
kosningunum verður að
ætla að þeir hefðu fengið
samtals 52 atkvæði frá Al-
þýðubandalaginu en ekkert
frá íhaldinu. Með þessum
atkvæðaijölda hefðu þessi
undarlegu stjórnmálasam-
tök tryggt Sjálfstæðis-
flokknum 8 borgarfulltrúa
og áframhaldandi meiri-
hluta í Reykjavík.
Hvert atkvæði greitt
þessum framboðslistum
jafngildir í raun stuðnings-
yfirlýsingu við Geir Hall-
grímsson og ríkisstjórn
íhaldsins.
Rauði
boli
Á sameiginlegum kosninga
fundi stjórnmálaflokkanna
s.l. föstudagskvöld bar það
til tíðinda að einn af
frambjóðendum Sjálfstæð-
isflokksins fór að ræða föt
eins mótframbjóðandans.
Eftir fundinn barst miði
með vísu þessari:
Rökþrota um rauðar flíkur
ræðir margt og þykist vitur.
Halldór Blöndal bola líkur
Báða ærir sami litur.