Norðurland


Norðurland - 07.12.1978, Blaðsíða 1

Norðurland - 07.12.1978, Blaðsíða 1
NORÐURIAND 3. árgangur Fimmtudagur 7. desember 1978 43. tölublað Aðalsteinn Sig- valdason form. A1 þýðubandalags- ins Raufarhöfn Stjórn Alþýðubandalagsfé- lagsins á Raufarhöfn hefur nú skiþt með sér verkum og er Aðalsteinn Sigvaldason formaður. Gjaldkeri er Sigurveig Bjöms dóttir og ritari Jón Magnússon. Meðstjómendur em Stefán Hjaltason og Agnar Indriðason, en til vara Líney Helgadóttir og Jóhannes Bjömsson. 13u á árshátíðinni. Árshátíð félagsins var haldin laugardaginn 2. desember og var vel heppnuð og mjög vel sótt, þangað komu um 130 manns. Var borðaður kvöldmatur, síðan vom skemmtiatriði og hljóm- sveitin Stuðlar frá Húsavík lék fyrir dansi. - Líney. Borgarar ræðast við í heita pottinum. Úr revíu menntaskólanema á síðdegisstundinni. Síðdegisstund MA nema Nemendur Menntaskólans á Akureyri hafa ákveðið að bregða á það nýmæli þetta árið að bjóða bæjarbúum að sjá dagskrá sína frá 1. des- ember og skemmta sér síð- degisstund í skammdeginu nk. laugardag 9. desember í Samkomuhúsinu kl. 17.30. Á undanförnum árum h, ir mótast sú hefð að nemendur setja saman dagskrá til flutnings á árshátíð skólans 1. desember. Vikum saman vinnur stór hópur nemenda að því að semja efni, yrkja ljóð, semja og setja út tón- list, æfa leik, söng og dans. Ávöxtur þessa starfs hefur svo verið sýnur einu sinni, á árs- hátíðinni, þar sem jatnvel á sjötta hundrað áhorfendur koma sér fyrir í sal Möðruvalla sem með góðu móti rúmar tvö hundruð manns. Þessi dagskrá, sem nú verður flutt bæjarbúum í Samkomu- húsinu er mjög fjölbreytt, en meginþáttur hennar er eins konar revía þar sem horft er á ýmsa atburði líðandi stundar í gegnum brákuð gleraugu. Víst er að eitthvað er þar við allra hæfi, söngur, leikur og hljóð- færasláttur. Að því er fram kemur í frétta- tilkynningu hefur félagslíf ætíð verið mikið í M.A., en að mati kunnugra þó sjaldan eða aldrei meira eða fjölbreyttara en nú. Vááá... En sá munur! Hún er þarna að skoða bónusseðilinn sinn, hún Hafdís Sverris- dóttir á Dalvík, en þar hefur nýlega verið tekið upp bónuskerfi í frystihúsinu. Skoðanir verkafólks um ágæti þess eru reyndar skiptar, en frá þessari nýjung segir í OPNU. Borinn enn einu sinni fastur Besta holan og 52 miljónir í hættu! Rétt einn ganginn hefur hitaveituborinn fest að Laugalandi og hefur nú krónan ásamt 29 metrum af Almennur borgarafundur um miðbæjarskipulagiö Almennur borgarafundur um framtíðarskipulag mið- bæjarins á Akureyri verður haldinn á sunnudaginn kemur í lok sýningar skipu- lagsnefndar bæjarins á til- lögum arkitekta um svæðið. Sýningin verður haldin í kjallara Möðruvalla, húsi Menntaskólans á Akureyri og verður opnuð föstudaginn 8. des. kl. 16. Um er að ræða þrjár megin- tillögur að gerð miðbæjarskipu- ALÞYÐUBANDALAGIÐ Starfið framundan Alþýðubandalagið á Akureyri Félagsvist verður spiluð 10. desemberí stóra sainum, Lárusarhúsi. Eiðsvallagötu 18, oq.hefst kl. 20.30 stundvíslega. Erlingur Sigurðarson stjórnar vist- inni. Góð verðlaun. Kaffiveit- ingar í hléi. Félagar! Slakið á í jólaundirbúningnum við kerti og spil. Takið með ykkur Félagsfundur þriðjudaginn 12. desember kl. 20:30 í Lðrusarhúsi. Dag- skrá: Fréttir af flokksráðs- fundi. Sagt frá sveitastjórna- ráðstefnu Alþýðubandalags- ins. Umræður. Happdrættið Þeir sem eftir eru að gera skii í happdrætti Þjóðviljans og Norðurlands eru beðnir að drífa sig niður í Lárusarhús milli kl. 5 og 7 fimmtudag. föstudag eða laugardag. Borgarafundur-sýning Félagar ABA eru hvattir til að sækja borgarafund um mið- bæjarskipulag Akureyrar um helgina. Fundurinn hefstkl.4 á sunnudag í kjallara Möðru- valla, raunvísindadeild M.A. lags sem lagðar verða fyrir Skipulagsnefnd Akureyrar og síðan bæjarstjóm. Er ætlunin að bæjarstjóm samþykki nýtt deili- skipulag að miðbæ á Akureyri í upphafi næsta árs og farið verði að vinna að skipulaginu næsta vor. Sýningin á Möðruvöllumer síðansti liður í kynningu Skipu- lagsnefndar á miðbæjarskipu- laginu. Fundurinn hefst kl. 16 á sunnudaginn í sýningarsalnum. Verða þar arkitektarnir Harald- ur V. Haraldsson og Svanur Eiríksson, sem unnið hafa að gerð tillagnanna, fulltrúar í skipulagsnefnd og fulltrúar i bæjarstjórn Akureyrar ásamt bæjarstjóra, Helga M. Bergs. stöngum fallið niður í hol- una, að líkindum alveg niður í botn. Einsog áður hefur verið sagt frá í NORÐURLANDI voru miklar vonir bundnar við holu 12 að Laugalandi, en hún opnað- ist á 1585 m dýpi og tók við allri þeirri dælingu er í holuna var hægt að dæla. Gaf þetta þær vonir, að amk. 40 sek.lítrar gætu nýst úr henni. Holan var síðan dýpkuð niður í 1610 metra, en illa gekk að ná bornum upp og nú er hann fastur á 1080 metrum síðan fyrir helgi. Sérfræðingar frá Orkustofnun vom alla helgina á fundum með hitaveitunefnd Akureyrar og við störf inn á Laugalandi til að gera sér grein fyrir ástandi mála og leggja á ráðin með framhaldið. Af því sem helst er talið koma til greina verður byrjað á að steypa í skápa í holum og var það verk hafið á miðvikudag. Vonast er til að takast muni að bjarga holunni, því auk þess sem verkið hefur þegar kostað um 52 miljónir, þá var þetta hola, sem lofaði mjög góðu. Hitaveitan hefur tryggt sér bordælur fyrir næsta ár, en mjög langur afgreiðslutími er á þess- um dælum. Bæjarmálaráð AB Húsavík stofnað Miklar umræður urðu um ástand bæjarmála á aðal- fundi Alþýðubandalagsins á Tónleikar á Húsavík Aðventutónleikar voru haldnir sl. sunnudag í Húsavíkurkirkju. Kirkjukórinn söng undir stjórn Sigríðar Schiöth og Bamakórinn undir stjóm Hólmfríðar Bene- diktsdóttur skólastjóra Tónlist- arskólans. Tónleikamir voru vel sóttir og undirtektir góðar. - Ben. Benedikt Sigurðarson. Húsavík, sem haldinn var sl. sunnudag, 3. des., og var ákveðið að bæta vinnubrögð- in með stofnun bæjarmála- ráðs ásamt óháðum. Fjárhagsáætlun bæjarins verð ur til umfjöllunar á næstunni og verða haldnir fundir í bæjar- málaráðinu útaf því. Reyndar er fjárhagur bæjarins þannig, að fjármagni er að mestu leyti ráð- stafað fyrirfram. Formaður félagsins var kjör- inn Benedikt Sigurðarson og varaformaður María Kristjáns- dóttir, en með þeim í stjórn eru Sigurður Sigurðsson, Jón Er- lendsson og Leifur Baldursson og í varstjórn Snædís Gunn- laugsdóttir, Snær Karlsson og Helgi Bjarnason. - Ben. •K* Bólgur, og þó einkum sú nýjasta, eru viðfangsefni Starra í Garði. Sjá síðu 3. Leikdómur um Heiðurs- borgara á Húsavík. Sjá síðu 3. Rústir og flök - Einkafram- tak á Norðurlandi. Leiðari á síðu 4.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.