Norðurland


Norðurland - 07.12.1978, Blaðsíða 7

Norðurland - 07.12.1978, Blaðsíða 7
OSIGRAR I BLAKINU IÞRÓTTIR Atján runnu full- veldishlaup UMFS milli Dalvíkur og Akureyrar Hér í blaðinu var fyrir skömmu sagt frá fyrirhug- uðu boðhlaupi UMFS til að vekja almenning og yfírvöld til umhugsunar um þörfína á bættri aðstöðu fyrir íþrótta- fólk á Dalvík. Þetta hlaup, svokallað full- veldishlaup UMFS, fór fram sunnudaginn 3. des. Átján ung- mennafélagar tóku þátt í því. Hlaupið hófst á Dalvíkkl. lOf.h. og var hlaupið að íþróttaskemm- unni á Akureyri og til baka aftur. Komið var að íþróttahúsinu á Dalvík kl. 17.30 og endað á að hlaupa hringinn í kringum hús- ið, en áður en lagt var af stað til Akureyrar um morguninn var hlaupinn stór hringur um bæ- inn. Þegar heim var komið af- hentu hlaupararnir Helga Jóns- syni, forseta bæjarstjórnar, bréf sem þeir höfðu hlaupið með. I því er lögð áhersla á uppbygg- ingu íþróttamannvirkja á Dal- vík, svo að viðunandi aðstaða fáist. Helgi lýsti yfir ánægju sinni með bréfið og kvaðst mundu kynna bæjarstjórnar- mönnum efni þess á næsta fundi. Blm. NORÐURLANDS var á endastöð þegar hlauparar komu í höfn, og þótti mönnum vel hafa tekist til. Voru þeir hinir hressustu og komu saman til kaffidrykkju í Víkurröst í lokin. Fyrir þá sem ekki þekkja vega- lengdina milli Dalvíkur og Ák- ureyrar má geta þess, að hún er um 45 km og munu hlauparar hafa farið alls um 100 km. - Stefán. U.M.S.E. háði tvo leiki í 1. deildarkeppninni í blaki hér fyrir norðan um helgina. Þeir voru gegn U.M.F.I. sem samanstendur af menntskæl ingum og nemendum Iþrótta kennaraskóla Islands að Laugarvatni. Báðir fóru leikirnir fram í íþróttahúsi Glerárskóla og þeim lyktaði einnig á sama hátt eða með 3-1 sigri Laugvetninganna. Það má með sanni segja að um tvísýna og spennandi keppni hafi verið að ræða í öllum hrin- unum í þessum leikjum. Oft á tíðum vantaði aðeins herslu- muninn hjá Eyfirðingunum og virtist skorta meiri ákveðni og djörfung í leik liðsins. KA-drengirnir léku í annarri deildinni gegn Breiðabliki úr Kópavogi og máttu þola ósigur í öllum þremur hrinunum. I.M.A. lék einnig gegn Breiða- bliki og hinir ungu sveinar úr menntaskólanum hlutu sömu örlög og Akureyrarliðið, en klóruðu aðeins í bakkann þ.e. náðu að vinna eina hrinu. I.M. A.-stúlkurnar hittu fyrir of- jarla sína þar sem Völsungur frá Húsavík var. Völsungar höfðu mikla yfirburði og unnu 3-0. Póstur og sími Akureyri Starf skrifstofumanns á umdæmisskrifstofu Pósts og símamálastofnunarinnar á Akureyri er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur er til 22. des. nk. Umsóknareyðublöð fást á skrifstofu Póst- og símamálastofnunarinnar í Hafnarstræti 102. Umdæmisstjóri. Ráðgjöf Leigjendasamtökin veita öllum leigjendum ókeypis ráðgjöf og upplýsingar. Eyðublöð fyrir húsai^ígusamninga fást á skrifstofunni sem er opin alla virka daga frá kl. 1-5 e.h. Leigjendasamtökin Bókhlöðustíg 7, Reykjavík. Sími 91-27609. um störf mmmr um mmmm i m W mm . . . '* .' i-Q- . . |f §; ■ ■ V ■ .. . ._. 'm. nna felur í sér féla^ x 14 t * ★ Sam ■ ........................................................................................: ' . . NORÐURLAND - 7

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.