Norðurland


Norðurland - 07.12.1978, Page 6

Norðurland - 07.12.1978, Page 6
Skrifstofustarf Laust er til umsóknar skrifstofustarf á bæjarskrif- stofunum. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi til að bera góða vélritunar- og réttritunarkunnáttu. Upplýsingar um starfið veitir undirritaður í síma 21000. Umsóknir ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf sendist undirrituðum fyrir 12. desember næst- komandi. Akureyri, 4. desember 1978. Bæjarritari. Frá bæjarskrifstofunni Þeir, sem reikninga eiga á Akureyrarkaupstað, eru vinsamlega beðnir að framvísa þeim á bæjarskrif- stofuna fyrir 15. desember næstkomandi til þess að tryggja sér greisðlu þeirra fyrir áramót og auðvelda reikningsuppgjör. Akureyri, 4. desember 1978. Bæjarritari. á allar stærðir bifreiða. Þverbönd, tangir, krókar o.m.fl. Hagstæðasta verðið í bænum n Silfurstálið frá okkur kannast allir við. Fæst nú með gullskreytingu Frá Sjúkrasamlagi Akureyrar Samkvæmt samningum fer læknaval fram í desem- ber. Þeir samlagsmenn, sem óska að skipta um heim- ilislækni snúi sér til afgreiðslunnar að Geislagötu 5 sem fyrst og hafi með sér samlagsskírteini sín. Hjón eiga að hafa sama heimilislækni. Sjúkrasamlag Akureyrar. Heiðursborgarar á Húsavík • - framhald af 3. síðu alltaf hvern einasta sunnudag“ en hún getur ekki skilgreint af hverju, - hún bara má til. Hún verður að vera þátttakandi í hræringum síns nánasta um- hverfis, en skynjar ekkert út fyrir það. Herdísi Birgisdóttur tekst á sannfærandi hátt að túlka þessa yfirþreyttu persónu, sem allt veltur á og er greinilega burðarás síns heimilis. Michel er atvinnulaus ungur og framagjarn maður, greinilega fulltrúi hinna betur settu, geng- ur í kvöldskóla og er augljóslega hræddur við að hann glati því sem hann þó hefur. Hann vill friðsamleg mótmæli og hlýðni við skipanir yfirvalda. Sum viðbrögð persónunnar eiga mjög skylt við þrælsóttaú en sumir trúa á vonina þrátt fyrir endalaus vonbrigði. Karl Hjartarson þreytir hér frumraun sína á leiksviði í vanþakklátu hlutverki og er hætt við að hann njóti ekki sannmælis fyrir bragðið. Að mati undirritaðs má Karí vel við una og er greinilegt að hann hefur notið handleiðslu vandvirks leik stjóra. Skinner, foreldralaus slæp- ingi, sem aldrei hefur fengið tækifæri, er fulltrúi hinna harð- ari. Honum er þvert um geð að þóknast valdhöfum, her eða lögreglu, treystir engum nema beim sem eru á sama báti. Skinner gerir sér grein fyrir því að harkan ein er það sem drottn- ararnir skilja. Jón Fr. Benónýs- son fer á kostum og sýnir á sér bestu hliðarnar og er ég fullkomega sáttur við persónu- sköpun hans. Samspil þessara þriggja per- sóna er stórkostlegt, tiltæki Skinners mörg hressileg og bráðsniðug. Má þar nefna notk- un viðhafnarbúninga embættis- manna borgarinnar og þegar hann útnefnir þau „heiðursborg ara.“ Orðræður þeirra þriggja spegla lífssýn fátæklingsins og undirstrika að ekki eru allir . jafnir heldur verður hver og einn fórnarlamb uppruna og að- stæðna. Dr. Dodds, er fram kemur inn í milli, virðist eiga að auðvelda áhorfendum að setja það sem fram fer á sviðinu í víðara samhengi. Doktorinn fjallarekki beint um þá atburði sem eru aðalviðfangsefni leiksins heldur miklu almennar. Bendir okkur á hliðstæður og þröngvar okkur til umhugsunar. Niðurstöður sínar er visindamaðurinn látinn flytja okkur af sviðinu, en að minni hyggju hefði hún ekki nálgast atburðarásina svo mikið sem raun er á ef hún hefði flutt mál sitt utan sviðs. Doktor- inn situr jú meðal áhorfenda sem við eigum ekki að venjast og undirstrikar þannig tengsl henn- ar við áhorfendur fremur en það sem fram fer á sviðinu. Hlutverk presta í kaþólskum sið er okkur tiltölulega framandi. Þannig er undirrituðum ekki ljóst hvað höfundur meinar með sálusorgaranum. Sálumessur hæfa vafalaust hörmungarat- burðum og þáttur slíkra í örbirgðarsamfélagi hins ka- þólska „menningarkima“ trú- lega stór.Innskot þessarar per- sónu fundust mér skemmtileg og sérlega hvernig klerkurinn snýst í síðara skiptið. Spurningarnar sem verkið' vekur hjá áhorfanda eru eigin- lega tvær. I fyrsta lagi, - er réttlætanlegt að drepa menn eða ekki? I öðru lagi, - hver er réttur fátæklingsins og hvernig verður honum náð? Hlutverk dómarans er að kanna „hvor byrjaði?” Niðurstaðan kemur því á óvart, þ.e. að her hennar hátignar hafi skotið „heiðursborgarana“ í sjálfsvörn. Líklega þykir engum leikhúsgesta það trúverðug nið- urstaða, ekkert benti til að þremenningarnir hefðu verið vopnuð, þó ekkert afsannaði það svo óyggjandi væri. (Ástæða þess að láta dómarann bera gullið parruk er e.t.v. að undirstrika, „að ekki er allt gull sem glóir.“) Dómsrannsóknir, þar sem fjallað er um réttmæti aðgerða Auglýsing frá Skipulagsnefnd Akureyrar Sýning verður í Möðruvöllum, húsi Menntaskólans, dagana 8. til 10. desember næstkomandi átillögum arkítekta að miðbæjarskipulagi á Akureyri. Sýningin er opin frá klukkan 16 til 22. Henni lýkur sunnudag 10. desember með borgarafundi, sem hefst klukkan 16. Akureyringareru hvattirtil aðsækjaþesasýningu svo og borgarafundinn 10. desember, þarsem bæjar- stjórn og skipulagsnefnd verða ásamt bæjarstjóra og arkítektum. Skipulagsnefnd Akureyrar. Hús til sölu Tilboð óskast í gamalt íbúðarhús á jörðinni Hamri í Svarfaðardalshreppi. Réttur áskilinn ti! að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboðum skal skila til oddvita Svarfaðardalshrepps fyrir ármót og gefur hann upplýsingar um húsið ef óskaö er. Sími 61332. Fæði óskast Félagsmálastofnun Akureyrar óskar eftir að fá keypt fæði fyrir einn mann næstu tvo mánuði. Látið vita í síma 21000 f.h. Félagsmálastofnun Akureyrar. hers og lögreglu gegn óbreytt- um borgurum leiða undantekn- ingarlítið til hliðstæðrar niður- stöðu, og mega því kallast skrípaleikur. Dómstólar ríkjandi stéttar, hvarvetna í heiminum, dæma aðgerðir hers eða lög- reglu, sömu stéttar, gegn and- ófsmönnum gildar, ella fengi valdið skjótan endi. Svo þetta með fátæktina og misréttið. - Veit nokkur um óeirðir eða borgarastyrjaldir, að ekki sé deilt um skiptingu hinna efnislegu gæða oft samfara mis- munun vegna litarháttar og trúarbragða. Leikmynd Messíönu undir- strikar andstæður skrifstofu borgarstjóra og þeirra sem þar eru inni. Silfur á veggjum, - flottheit gegn fátækum. Búning- ar hæfa einkar vel þeirri jiersónu sköpun, sem framin er. I heild er ramminn smekklegur og leggur sitt af mörkum til að gæða sýninguna lífi. í sviðsetningu nýtir leikstjóri hæð sviðsins með hjálp ljósa og lætur dómarann, prestinn og hershöfðingjann uppi að baki stofu borgarstjóra, sem auðvitað undirstrikar stöðu þeirra. Þann- ig og því aðeins komast allir fyrir á litla sviðinu. Um frammistöðu einstakra leikara skyldu áhorfendur dæma en undirritaður efast um að þau Jón Fr. og Herdís hafi nokkru sinni gert betur. Bæði hafa margsinnis leikið áður og eru að líkindum mörgum minnisstæð úr fyrri átakahlutverkum. Þór- unn Pálsdóttir (Dodds) hefur stundað leiklistarnám, en hún er nýliði með L.H. Ingimundur Jónsson (dómari), Kristján Jón- asson (söngvari-prestur)), Atina Jeppesen (fréttamaður), Sigurð- ur Hallmarsson (þrjú vitni - harmónikkuleikari) og Þorkell Björnsson (Johnson-Hansbury ofl.) hafa öll leikið oft áður og eru laus vtö viðvaningsbrag. Jó- hanna Ásmundsdóttir, Bene- dikta Steingrímsdóttir og Jón Aðalsteinsson eru ný andlit sem bregður fyrir rétt í svip. Sýningin er í heild frábært afrek. Þótt efnið sé að sönnu átakanlegt er sýningin skemmti- leg, bæði textinn og uppfærslan. Hér er ekki um „þunga“ sýn- ingu að ræða, né heldur þrúg- andi spennu. Þetta er ádeila, sem höfðar til mín og þín og kemur víða við. Það er undirstrikað að við getum aldrei orðið „stikk- frí“ eða firrt okkur ábyrgð á vandamálum okkar samfélags né annarra þjóða. Enginn er með / öllu saklaus og þannig er ekki tekin afstaða með einum þó hlýtur áhorfandinn að taka afstöðu. Við getum hlegið í leikhúsinu og tekið með okkur umhugsunarefni heim. Undirritaður hvetur alla sem meta leikhús einhvers að sjá þessa sýningu, hún er þess virði og þeir sem að hafa unnið verðskulda góða aðsókn. Að- standendum sýningarinnar óska ég til hamingju með ávöxt hins mikla starfs og þakka fyrir góða stund. 27. nóv. 1978, Benedikt Sigurðarson. NÝKOMIÐ: • Flauelspils, stærðir 2-12. • Undirpils m/blúndum, stærðir 2-12. • Vestissett, - falauel - stærðir 1-6. Daglega eitthvað nýtt. Verslunin Ásbyrgi 6 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.