Norðurland - 25.01.1979, Side 3
Sverrir Páll Erlendsson menntaskólakennari:
LÍF EÐA DA VÐI
Stattu gleiður, svolítið hokinn í hnjánum en þó
reistur, brjóstkassann fram, horfðu fram í salinn,
þó ögn upp. Vertu stífur. Talaðu hátt með hásum
rómi, láttu ekki eins og þú sért að tala við einhvern
heldur eins og þú sért að halda ræðu í roki og
rigningu á 17da júní og magnarakerfið sé bilað. Ef
þú hreyfir þig skaltu arka í sífellu og reglulega þr jú
skref fram og þrjú skref aftur. Þetta er galdurinn.
- nokkrar hugleiðingar
um leikhús hér og nú
Þegar ég kom frá því að sjá
leikrit Guðmundar Kambans,
Þess vegna skiljum vér, hjá
Leikfélagi Akureyrar i haust var
ég niðurbrotinn maður. Það eina
sem mér varð til svars þegar ég
var spurður hvernig verið hefði
var að nú hefði verið stigið stórt
skref aftur á bak, árafjöld aftur í
tímann i öllu er viðvék tækni,
leik og sviðsetningu. Stirðleg og
vandræðaleg stofusýning þar
sem jafnvel var áberandi það
viðvaningsbragð að leikendur
virtust einbeita sér að því að
standa á réttum punkti á sviðinu
þegar þeir sögðu setninguna
sína. Það var allt og sumt. Ekkert
virtist gert til að gæða efnið lífi
eða færa það skaplega upp fyrir
áhorfandann. Þetta var mikil
afturför frá þvi sem ég hafði áður
séð reynt á þessum stað.
Þetta var fyrsta framtak nýrrar
stjórnar Leikfélagsins, stjórnar
sem þóttist koma sem bjarg-
vættur eða „slysavarnarlið“
(P.G.) og ætla að bjarga félag-
inu úr einhverjum ímynduðum
klóm. Hugsanlega klóm þess
fólks sem hafði lagt nótt við dag
til að byggja upp ALVÖRU-
atvinnuleikhús. Fólksins sem
byrjaði á því að reyna að treysta
fjárhagsgrundvöllinn og aflaði
þeirra styrkja sem nú er moðað
úr.
En hvert er næsta átakið?
Það má sjá á fjölunum þessa
dagana. Skugga-Sveinn. Með
hliðsjón af því svo og áður-
nefndri sýningu hlýtur glöggur
maður að fá hugboð um stefn-
una. Sýna bara Skugga-Svein.
Það er þjóðlegt. Það er Matthías.
Hann var hér prestur og það er
glermynd af honum í kirkjunni.
Fólk hlýtur að koma. Enginn
kann við annað en að sjá þetta
fornfræga glansnúmer. Það má
bóka góða aðsókn hvort sem
gagnrýnendur skrifa hallelúja-
greinar fyrir kurteisissakir eða
óþægir strákar fara að gagnrýna
sýninguna, jafnvel segja frá því
hvemig þetta er í raun og veru án
þess að breiða klút fyrir andlitið.
Já, aðsóknin verður örugglega
mikil. „Maður kann ekki við
annað en að sjá Skugga-Svein þó
að sagt sé að þetta sé léleg
sýning", sagði kona við mig um
daginn. Og í skjóli aðsóknar-
innar gæti stjórnin hæglega
hampað pappírum og sagt:
„Þarna sjáið þið, þetta er það
sem fólkið vill sjá“. Það er töfra-
setning íhaldssamra leikhúsa^
þetta „það sem fólkið vill sjá“.
I versta falli er framhaldið á þá
leið að nú skuli bara drífa upp
hitt gamla dótið, Nýársnóttina,
Eyvind, Munkana og hvað það
heitir allt saman og stinga svo
inn á milli einstöku kassastykkj-
um eftir Arnold og Bach. Þá er
takmarkinu náð. Þá er búið að
brjóta niður þann anga af leik-
listarsmekk sem smám saman
hefur verið að vaxa síðustu fimm
til tíu árin. Gjörið svo vel, lágkúr
an lifi.
Ekki er að undra þótt slíkar
hugleiðingar verði þegar sjást
afurðir leikársins- hingað til.
Sýningin á Skugga-Sveini er því
miður hláleg. Ymislegt hjálpar
þar til, ekki sist leikstjórnin en
auk þess sviðið svo og leikurinn.
Nú eru 117 ár síðan Þjóðólfur
dásamaði fegurð hins þjóðlega
efnis Útilegumannanna og hið
ljósa og lipra málfar. Árið 1979
erum við varla slík forneskju-
viðundur að geta tekið í sama
streng. Málið hefur á þessum
árum tekið breytingum og ýmis-
legt sem þá hefur þótt ljóst og
lipurt kemst illa til skila nú. Og
þótt Útilegumennirnir hafi þótt
gott verk 1862 og Skugga-
Sveinn hafi fullmótast með
einhverjum breytingum 1898,
þá er þetta verk frumraun í
leikritun, byggir ekki á neinni
hefð og er auk þess með ógrynni
byrjendagalla. Leikritið er raun-
ar svo mikið barn síns tíma að
það á harla lítið erindi til okkar
nú nema með lagfæringum og
svo náttúrulega boðlegri upp-
setningu. Stytta þyrfti leikritið
og liðka textann og gera hann
eðlilegri og skiljanlegri. Hvað
sem annars má um Matthías
segja verður því seint neitað að
hann var fremur maður magns-
ins en gæðanna.
í inngangsorðum þessarar
greinar er sagt nóg um svið -
setningu og framsögn í Skugga-
Sveini Leikfélagsins. Seint trúi
ég því að leikstjóri gefi slíkar
fyrirskipanir en engu var þó
líkara að því er sjá mátti hjá
flestum þeim er á sviðinu voru.
Allt gekk hægt, var stirðbusa-
legt og líflaust. Fæstir virtust
hafa áhuga, - eða getu -, til að
gera neitt eðlilega. Leikrænir
tilburðir og túlkun manngerða,
sem tveir eða þrír brugðu fyrir
sig, verkaði sem ofleikur innan í
þessari trékarlasýningu.
Mikið misræmi kom fram í
samspili sviðs og búninga. Svið-
ið var einfalt, og það er í sjálfu
sér kostur, en betur hefði þurft
að vanda gerð þess. Það er til
dæmis verulega truflandi að
sífellt skuli snúið að áhorfend-
um handarhöldum á kössum
sem eiga að tákna kletta, björg og
grasbrekkur. Auk þess var eins
og skartbúið fólkið væri í vöru-
skemmu en ekki á fjöllum.
Skartið og finheitin í klæðaburði
átti ekki heima á sviði af þessari
gerð. Auk þess má benda á þá
hlægilegu framsetningu að fólk
skuli klífa fjöll og klöngrast um
kletta í sínum fínustu spariföt-
um og geta þetta án þess nokkurs
staðar sjáist blettur eða hrukka,
jafnvel ekki á glæsibúnu stúlk-
unni sem hrapar fyrir björg, eða
því sem næst. Eða það sem hlægi
legast er að klæða svartskítuga
útilegumenn í glænýjar, tandur-
hreinar og fagurlega sútaðar
túristagærur frá SÍS. (fóru úti-
legumennirnir kannski í spari-
fötin að gefnu tilefni?)
Þannig mætti endalaust tína
til smá og stór atriði sem eru í
hróplegri andstöðu við það sem
kalla má vandaða leiksýningu.
Hér veður allt uppi í fúski og
öðrum slíkum vinnubrögðum
sem ekki eru sæmandi leikhúsi
sem vill standa undir nafni, svo
ekki sé líka minnst á hugtakið
atvinnuleikhús. Svona lagað
gengur ekki lengur. Ein sýning
af þessu tagi á áratug er nóg en
hvað á maður að halda þegar
búið er að demba yfir mann
tveimur svona nauðaómerkileg-
um sýningum á einum vetri? Og
hvað tekur við?
Eftir að hafa séð þessi tvö
leikrit, sem minnst hefur verið á
hér, hljóta að vakna spurning-
ar um það hvað stjórn félags-
ins sé að gera, hvers vegna hún
láti það viðgangast að ekki sé
unnið betur en gert er. Og hvar í
ósköpunum er leikhússtjórinn,
hvert er hlutverk hans og hvers
vegna stoppar hann þetta ekki?
Hvers vegna láta leikararnir hafa
sig í að leika í hverju stykkinu á
fætur öðru sem ekki stendur
undir nafni? Hvar er sjálfs-
virðing þeirra? Hver og hvar er
virðing leikhússins sem stofn-
unar, eða er öllum sama þótt
siglt sé beinustu leið inn í lág-
kúruna og starfið þar með gert
marklaust og tilgangslaust?
Ekki kann ég svör við þessum
spurningum en eitt er víst að ef
ekki verður gripið í taumana og
snúið af þessari vonlausu braut
þá bíða leikhússins dimmir dag-
ar. Og í lokin má enn minna á að
það-sem-fólkið-vill-sjá- stefnan
er blekking og vísasti vegurinn
til að svæfa þessa starfsemi
svefninum langa.
IO.L’79.
Sverrir Páll.
vió brúum
bilió
ámilli íslands
og umheimsins
Skip á vegum Eimskips koma a annaó þúsund sinn-
um t meira en 100 hafnir i yfir 20 löndum á hverju ári.
Meó þviaóveitavióskiptavinum sinpm svo fjolbreytta
moguleika á öruggri og þægilegri þjónustu stuólar
Eimskip aó bættum tengslum íslands vió hinn vió- sjóleióín er Ódýrari
skiptalega umheim. J y
HF EIMSKIPAFÉLAG ÍSLANDS
Auglýsið í
Norðurlandi
Flugáhugamenn
Bóklegt námskeið fyrir einkaflugmannspróf hefst 1
febrúar. Upplýsingar og innritun í síma 21824.
Flugfélag Norðurlands hf.
x------------------------------------------------------.
Leikfélag
Akureyrar
Stalln
er ekki hér
Sýningar fimmtudag og
föstudag.
Skugga-
Sveinn
Sýningar laugardag og
sunnudag kl. 16.00.
Aðgöngumiðasalan er
opin kl. 17-19 daglega og
kl. 17-20,30
kvöldsýningardagana.
ALÞÝÐUBANDALAGIÐ
Starfið framundan
Alþýðubandalagið á Akureyri
Stjórnarfundur ABA mánudag kl. 20.30.
Málfundafélag ABA.
Fundur fimmtudaginn 1. febr. kl. 20.30.
Umræðuefni: Eldhúsmellur Guðlaugs Arasonar. Framsaga:
Ingibjörg Jónasdóttir.
Enn geta félagar bæst í hópinn.
Bæjarmðlaráð ABA.
Aukafundur föstudaginn 2. febr. kl. 20.30.
Fundarefni: Fjárhagsáætlun Akureyrar 1979.
Nefndarmenn ABA eru sérstaklega beðnir að mæta. - Allir
félagar ABA eiga rétt á setu í bæjarmálaráði.
Allír fundirnir eru I Lárusarhúsi.
NORÐURLAND - 3