Norðurland - 08.02.1979, Side 4

Norðurland - 08.02.1979, Side 4
NORÐURLAND Málgagn sósíalista í Norðurlandskjördæmi eystra Ritnefnd: Erlingur Sigurðarson, Páll Hlöðvesson, Katrín Jónsdóttir, Guðrún Aðalsteinsdóttir og Kristin Á. Ólafsdóttir. Ritstjóri: Óskar Guðmundsson (ábm.). Dreifing og auglýsingar: Tryggvi Jakobsson. Ritstjórn, afgreiðsla, auglýsingar: Eiðsvallagata 18, sími 21875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiðja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins. Ný atvinnustefna - handa hverjum? I þeim umræðum sem nú standa um efnahagsmál hefur Alþýðubandalagið lagt fram hugmyndir sem byggja á því grundvallaratriði að raunveru- legum kjarabótum verði ekki komið á til lang- frama nema hver maður framleiði meira verð- mæti en áður. I sjálfu sér er engin ástæða til að gagnrýna þá grundvallarskoðun að aukin verð- mætasköpun eigi að leiða til bættra lífskjara. Á hinn bóginn verður hugmyndasmíð Alþýðubanda lagsins að ganga lengra, vegna þess að borgara- stéttin mun ekki láta aukna verðmætasköpun verkafólks koma því til góða möglunarlaust. þannig væri til lítils að gera margvíslegar ráðstaf- anir til að auka framleiðni og verðmætasköpun ef þess ætti ekki að sjást stað með öðrum hætti en þeim, að fyrirtækin stæðu betur rekstrarlega. Reynsla verkalýðshreyfíngarinnar sannar ótví- rætt að valdsmenn atvinnulífsins láta ekkert af hendi án átaka. Þannig myndi aukin verðmæta- sköpun engu síður leiða til stéttaátaka en verið hefur, atvinnurekendur ætla sér ágóðann eftir sem áður. Byggingariðnaðurinn er ein sú atvinnugrein, sem hvað harðast hefur leikið landsmenn vegna skipulagsleysis og verðbólgubrasks, en í þeirri starfsgrein hefur svo til ekkert verið reynt að koma á atvinnurekstri í félagslegri eigu. Afleið- ingin hefur ekki látið á sér standa. Á félagssvæði Trésmiðafélags Reykjavíkur eru yfír 300 félags- menn í Meistarafélagi húsasmiða á meðan starf- andi sveinar eru um 650. í Hafnarfirði er ástandið enn fráleitara því að þar munu meistarar og sveinar vera nálega jafn margir. Á þessu svæði hefur m.a. af þessum sökum þróast það fráleita ástand að ekki hefur tekist að byggja upp tteiil fyr- irtæki, sem geti beitt verulegri hagræðingu og sparnaði í rekstri, nema ef vera skyldismíði inn- réttinga. Til viðbótar við allt þetta hefur svö átt sér stað stórfellt brask með lóðir á Reykjavíkur- svæðinu sem hleypt hefur byggingakostnaði stór- lega upp. Á Akureyri hefur þróunin hins vegar orðið með nokkuð öðrum hætti. Þar hafa dafnað nokk- ur öflug byggingarfyrirtæki sem hafa komið sér upp miklu betri tækjakosti til byggingastarfsem- innar en annarsstaðar hefur þekkst og íbúðaverð hefur verið verulega lægra en á Reykjavíkursvæð- inu. Gallinn við fyrirkomulagið á Akureyri er hins vegar sá að fyrirtækin eru því nær alveg í einka- eigu, gagnstætt því sem er um flestan annan at- vinnurekstur í bænum. Hnginn vafí er á að húsnæðiskostnaður almennings í landinu er óheyrilega hár og ýtir mjög á eftir nauðsyn þess að knýja fram meiri launahækkanir til handa verka- fólki. Verkalýðssamtökin sjálf hafa athugasemda- lítið gengið inn á þá meginstefnu að hver fjöl- skylda eigi að eiga sitt íbúðarhúsnæði. Annað fyr- irkomulag sé þeim einum ætlað sem ekki hafa fjár- hagslegt bolmagn til hins. Hér þarf að verða á grundvallarbreyting. Ríkj- andi fyrirkomulag er ein af höfuð ástæðunum fyr- ir því að verkafólk er fáanlegt til að vinna óheyri- legan vinnutíma árum saman með öllum þeim heilsufarslegu og félagslegu vandamálum sem það hefur í för með sér. Samband Byggingamanna hefur nú riðið á vað- ið og ákveðið að gera sérstakt átak meðal félags- manna til að vekja áhuga á störfum framleiðslu- samvinnufélaga í greininni. Jafnframt því hefur sambandsstjórn SBM vakið máls á því að verka- lýðshreyfíngin, ríkisvaldið og hugsanlegt sam- vinnufyrirtæki launafólks í byggingariðnaði hafí nána samvinnu um að hrinda í framkvæmd stór- átaki í byggingamálum á næstu árum. Hér er hreyft stórmáli sem núverandi ríkis- stjórn ætti að hafa samvinnu við verkalýðshreyf- inguna um að hrinda í framkvæmd. - hágé. Næsta klásúla hljóðar svo: „En hvert er næsta átakið? Það má sjá á fjölunum þessa dagana. Skugga-Sveinn. Með hliðsjón af því svo og áðurnefndri sýningu hlýtur glöggur maður að fá hug- boð um stefnuna. Sýna bara Skugga-Svein. Það er þjóðlegt. Það er Matthías. Hann var hér prestur og það er glermynd af honum í kirkjunni. Fólk hlýtur að koma. Enginn kann við ann- að en að sjá þetta fornfræga glansnúmer. Það má bóka góða aðsókn hvort sem gagnrýnendur skrifa hallelújagreinar fyrir kurteisissakir eða óþægir strákar fara að gagnrýna sýninguna, jafnvel segja frá því hvernig þetta er í raun og veru án þess að> breiða klút fyrir andlitið. “ I fyrsta lagi: hvaðan hefur þú umboð að slá föstu að sumir gagnrýnendur _ skrifi „fyrir kurteisissakir“ - eða áttu við að þeim sé mútað? Eg hélt að ann- aðhvort væri maður gagnrýn- andi eða ekki - þú þekkir kannski betur til þeirra hluta? - Og svo koma „óþægu strákarn- ir“ - og þú ert einn af þeim - sem leitast við að telja öðrum trú um að hafi bæði vitið og þekking- una á því hvað er gott leikhús. Þótt menn hafi einhverja for- stokkaða skoðun eða einhliða visku upp á vasann er ekki þar með sagt að þeir séu færir um að fjalla um leikhús, allra síst vinnubrögð og tækni. - Mér þykir það hart að þurfa að rökstyðja á Islandi hvers- vegna Skugga-Sveinn eigi meira en rétt á sér - það á að sýna hann meðan Islendingar vilja sjá hann. Oþægu strákarnir geta bara setið heima og rökrætt við sjálfa sig um þekkingu sína á leikhúsi. Eg læt þessa „rök- semd“ nægja í bili - og veit að sæmilega gefnir venjulegir Is- lendingar skilja hana. Aftur á móti þykir mér það skrítinn ís- lenskukennari í menntaskóla, sem skilur hana ekki. Honum virðist markið sett hærra með Galdralandi og Kallinum í kass- anum, svo vitnað sé til næstu leikára á undan, sem risu svo hátt fyrir syndafallið. Eg stend nú samt staðfastur í þeirri trú að Kamban og Matthías séu skárri fulltrúar fyrir gott leikhús á Is- landi. Þú talar um kassann og hvað fólk vilji sjá, og lái okkur hver sem vill þótt hvortveggja sé haft í huga við rekstur leikhúss- ins. Síðan megi eiga von á gamla dótinu, Nýársnóttinni, Eyvindi og Munkunum og hvað það heitir allt saman. Það mætti kannski í leiðinni upplýsa þig um það, að Fjalla-Eyvindur er mjög gott leikrit - áreiðanlega eitt það besta sem skrifað hefur verið á Islandi. Eg get að minnsta kosti ekki skilið að hann ætti að skaða leiklistarsmekk þinn. - Jú - Matthías var hér prest- ur og það er glermynd af honum í kirkjunni, og nú geysist fram einmana riddari sannleikans og þekkingarinnar - einn af óþægu strákunum, sem „jafnvel segja frá því hvernig þetta er í raun og veru án þess að breiða klút fyrir andlitið." Enn virðist mér lýs- ingin eiga betur við þig en okk- ur í leikhúsinu - þetta með klút- inn. Eða heldur þú kannski að hægt sé að teyma þessa ágætu listamenn í leikhúsinu, sem eru kannski ekki síður gefnir en þú og hafa eftilvill bæði skýrari og hærri hugmyndir um gott leik- hús, á asnaeyrunum og út í hvað sem er? Þeir vita að minnsta kosti hvað er leikhús; og þótt þú spyrjir hvar sjálfsvirðing þeirra sé stödd þá veistu auðvitað ósköp vel að þetta fólk hefur ekki minni sjálfsvirðingu en þú sjálfur, að- eins dálítið meiri þekkingu og reynslu og þar af leiðandi frjáls- Oddur Bjömsson leikhússtjóri: Stattu gleiður vegna þess að eins og oft vill verða, þegar reitt er hærra til höggs en efni standa til þá sjást menn ekki fyrir - og koma m.a. jafnvel upp um eitthvað sem flokkast undir persónulegt hug- arfar og verður ekki rætt nánar, þess vegna. En snúum okkur að greininni og skoðum röksemdir nánar. „Stattu glelður, svolítið hok- Inn I hnjánum en þó reistur, brjóstkassanh fram, horfðu fram i sallnn, þó ögn upp. Vertu stlfur. Talaðu hátt með hásum rómi, láttu ekki eins og þú sért að tala við ein- hvern heldur elns og þú sért að halda r æðu I roki og rigningu á 17da júní og magnarakerfið sé bilað.“ Fyrirgefðu, Sverrir Páll, - en þáð hvarflar Itklega ekki að þér að þessi feitletruðu Inngangsorð að skrifi þínu í Norðurlandi 25. 1. sl. undir þeim dramatfska titli „Líf eða dauði“ eigi betur við þig en starfsemi Leikfélags Akur- eyrar það sem af er vetrar? Að minnsta kosti hef ég sjaldan heyrt láta jafn hátt í einum manni á prenti og þér í téðrl greln - en litum á rit- smíðina ögn nánar. Þú heldur áfram: „Þegar ég kom frá því að sjá leikrit Guð- mundar Kambans Þess vegna skíljum vér, hjá Leikfélagi Akur-. eyrar {haust var ég niðurbrotinn maður. Það eina sem mér varð tii svars þegar ég var spurður hvernig verið hefði var að nú hefði verið stigið stórt skref aftur á bak, árafjöld aftur í tlmann í öllu er viðvék tækni, Íeik ogsvið- setnihgu" o.s.frv. Eftir þennan titil, eftir þessi inngangsorð, eftir þessa byrjun - - ja - þá er oss vandi á höndum: Á maður að reyna að samhryggj- ast þér? - Erfitt reynist að taka þátt í sorgum þínum - eða hvern þremilinn veist þú um tækni og sviðsetningu í alvöruleikhúsi? Sérð ekki einusinni mun á stíl- Oddur Björnsson. færðum leikbrögðum til að und- irstrika ákveðna períódu, sem sannarlega virðist ekki þér að skapi, og því sem heyrir undir viðvaningshátt! (Öðrum til glöggvunar er hér átt við sýninguna á leikriti Kambans í haust.) Nú verður að játa strax að ekki er mér alveg Ijós raunveru- legur tilgangur þinn með téðri ritsmíð, sem þú Ieitast við að dul- búa sem almenna gagnrýni á starfsemi L.A. fram að Stalín . .. Ég segi „leitast við að dulbúa“ 4 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.