Norðurland


Norðurland - 08.02.1979, Qupperneq 7

Norðurland - 08.02.1979, Qupperneq 7
IÞROTTIR Nú er það trimmið íþróttasamband íslands hef- ur falið Skíðasambandi ís- lands að vinna að aukinni þátttöku almennings í skíða- íþróttinni. Hefur SKÍ nú ákveðið hvernig unnið verð- ur að bessu máli. í því tilefni var boðað til blaðamannafundar þar sem kynntar voru fyrirhugaðar að- gerðir og þátt einstakra aðila í þeim. Ákveðið var, að í fyrstu yrði áhersla einkum lögð á skíðagöngu og svig. í tengslum við skíðatrimmið hefur SKÍ gefið út þrennskonar merki: 1. SKÍ stjörnu, sem sá sem hafið hefur skíðatrimm hefur rétt til að kaupa. 2. Áfangamerki, sem menn vinna til með því að safna kílómetrum í sinni grein. 3. SKÍ merkið sem menn vinna til með þátttöku í trimm-mótum, ef þeir ná ákveðnum lámarks- árangri. Hvort sem mönnum líst svo betur að safna kílómetr- um, eða taka þátt í keppnum, AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Útboð Hitaveita Akureyrar óskar eftir tilboðum í þenslu- barka þenslustykki og loka í dreifikerfislagnir. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu Hitaveitunn- ar gegn 5000 kr. skilatryggingu. Tilboðum skal skilað til Hitaveitu Akureyrar, Hafnarstræti 88b, fyrir 28. febrúar 1979. HITAVEITA AKUREYRAR. PISTILL VIKUNNAR Þak á tölu ,,í morgun stóð Mogganum í að menn séu að kvarta undan því, að verðbótaþakið sé brunnið, og brakið sé brúkað í kaupránslög á ný." Svo er mér tjáð að nafni minn Sigtryggsson frá Svalbarði hafi ort á haustdögum, um það þak sem nú er orðið allra þaka frægast. Ýmsir vilja ekkertþak. Þaðeru þeir sem vel eru fæddir og skæddir og því best færir að ganga úti með hrossum í haga. Hinir eru þó fleiri og eiga skemmra á verganginn, sem vilja hafa þök alls staðar - líka yfir verðbólgunni. Óskir þessara manna í kafaldsbyl verðhækkana um skjól í formi verðbóta á laun hafa nú um langa hríð verið að setja samfélagið á annan endann, ríkisstjórnin riðað til falls, og fellur kannski áður en þessi mánuður er allur. „Samningana í gildi" hafa menn hrópað í varnar- stríði sínu. En hvaða samninga, og hvernig samninga? Hafa samningar um kaup og kjör á íslandi aldrei farið úr böndunum, og þeir borið mest úr býtum sem meira höfðu fyrir? Hvers virði er hinn „frjálsi samnings- réttur" þegar þvílíkur leikur er leikinn? En nú er best að snúa sér aftur að þakinu sem varð kveikjan að þessum skrifum mínum, og ástæðum þess að ég vil ekki búa í þaklausu þjóðfélagi. Fyrir nokkru barst nér fagnaðarerindi í formi fréttabréfs BHB. Það er nú einn krossínn sem á mann er lagður að lenda inni í þess háttar félagsskap, og geta ekki fengið sig lausan. - Allir verða að vera í „Verka- lýðsfélagi". Hér er líka komið að „samningunum í gildi". Eins og menn væntanlega muna var Reykjavíkur- íhaldið ekki fyrr fallið en það snerist gegn verðbóta- þakinu títtnefnda og taldi hin örqustu svik við eiga þeir svo möguleika á að vinna til afreksbikars SKÍ á 25 árum. Er þetta kerfi sniðið að norskri fyrirmynd. Þá verður fötluðum gefinn kostur á að taka þátt í skíða- trimminu og verða vegalengdir sem þeir leggja að baki marg- faldaðar með 2. Ef um það mikla fötlun er að ræða að hinn fatlaði verður að notast við sleða má margfalda vega- lengdina með 5. Annars lúta þeir sömu reglum og aðrir. Tilgangurinn með þessu skíðatrimmi er að hvetja fólk til aukinnar útivistar og væntan- lega þá að uppskera meira heilbrigði. í þessum tilgangi verður efnt til útivistardags, eða trimmdags, sunnudaginn 18. febrúar. Þá mun Skíðaráð Akureyrar ásamt ýmsum öðr- um aðilum, svo sem skátum, Skíðamiðstöðinni í Hlíðarfjalli, Skógræktinni og Ferðafél. Ak- ureyrar, gangast fyrir ýmsu því sem verða má til að hvetja fólk til útiveru og landskoðunar. Hermannsmótið verður haldið í Hlíðarfjalli, gönguferðir skipu lagðar og margt fleira. Svo er bara að halda áfram trimminu sér til heilsubótar og hressingar. í Hlíðarfjálli verður haldið opnum göngu- og svigbrautum og er væntanlegur aukinn tækja- kostur til þeirra hluta. Þar er og hægt að fá leigð skíði bæði til göngu og svigs og er sjálfsagt að benda þeim sem ekki hafa komið sér upp búnaði á þessa þjónustu. Skíðakennsla fer einn* ig fram í fjallinu, bæði einkatím ar og hópkennsla. Stólalyftan er opin til kl. 18.45 virka daga og til 17,30 um helgar. Aðrarlyftur eru opnar til 21,30 virka daga og til 17,30 um helgar. Stöðugt er unnið að gerð trimmbrautar í Kjarnalandi. Á veturna er þar áícjósanleg að- staða til skíðagöngu og verða þar > tvær göngubrautir mislangar, sem upplagt er að trimma í. Þá vetur og gefist vel, svo sem skautaunnendum hér í bæ er kunnugt. Ferðafélag Akureyrar mun .einnig taka virkan þátt í trimm- herferðinni. Á þess vegum hefur farið fram leiðsögn í skíða- göngu og notkun áburðar. Hefur áhugi á skíðagöngu vaxið mjög innan félagsins að undan- eru hér þrjú skautasvell og það fjórða væntanlegt á Þórsvell- inum í Glerárhverfi. Hefur Garðrækt Akureyrarbæjar ver- ið falin umsjón með svellunum í alþýðuna. Fyrir öllu því pusi beygði svo vor ástkæri meirihluti sig og svipti þakinu burt nú um áramótin. En hverra eru hagsbæturnar. Lítum aðeins á þær upplýsingar sem mitt hjartfólgna „verkalýðssam- band" hafði að flytja. Ef ég væri orðinn 32 ára og þar með kominn í efsta þrep 105. launaflokks BHM (sem ég er í) hefði ég á mánuði kr. 276.101 í laun. Væri ég starfsmaður Reykjavíkurborgar hefði ég 8 - átta - krónum meira. Væri ég hins vegar 11 launaflokkum ofar sem ríkisstarfsmaður hefði ég hins vegar í mánaðarlaun 377.333 kr. (rúmlega 100 þús. hærra) en félagi minn hjá Sigurjóni, öddu Báru o.Co. er þar kominn 30.000 kr. hærra (408.587). Og ef við förum svo í efsta flokk BHM þá er munurinn orðinn yfir 50.000 krónur á mánaðarlaununum. Ég spyr því: Hvaða samningar eru það sem áttu að fara í gildi? (Munurinn er sambærilegur BSRB töxtum). i hverra þágu er það að ekki sé margumrætt þak á verðbótum? Hvenær ætla menn að læra að hætta að fara jafnheimskulega með hinn margumtalaða frjálsa samningsrétt? Ég sagði heimskulega. Annað orð get ég ekki notað um það vísitölukerfi sem gefur félaga Jóni verkamanni 10.000 krónur í verðbætur þegar maturinn sem við þurfum að kaupa hækkar um 5-6%. Mér færir vísitalan hins vegar 15.000 krón- ur og þeim sem komnir eru 100 þúsundum hærra í kaupi 20.000 krónur í verðbætur. „Vont er þeirra ranglæti en verra er þeirra réttlæti." Nú er sótt mjög að vísitölunni og vilja sumir skera hana alveg af þjóðarflíkinni, sem hvort eð er hangir varla saman. Afnám vísitölukerfisins er síst láglauna- fólki til bóta í óðaverðbólgu. > ví hljótum við að leggja kapp á að halda því við. En'eigum við ekki að vera sammála um að þörf sé á að breyta verðmælingar- ákvæðum þess, eða a.m.k. að banna mönnum aðfara þannig með hinn „frjálsa samningsrétt" að útkoman verði í líkingu við það sem að framan greinir? förnu. Á trimmdaginn verður einnig boðið upp á gönguferðir, langar og stuttar, erfiðar og léttar. Hér á landi hafa almennings- íþróttir átt nokkuð erfitt upp- dráttar, a.m.k. ef borið er saman við önnur Norðurlönd. Vafalaust á hin mikla vinnu- þrælkun sem hér hefur við- gengist, alltof lengi, sinn þátt í þvi. Er vonandi að ef vinnutími verður manneskjulegri þá auk- ist áhugi á almenningsíþróttum. í þjóðfélagi okkar er öllum nauðsyn að viðhalda jafnt líkamlegu sem andlegu atgerfi í baráttunni. Þá er bara að hvetja alla unga sem aldna til að taka þátt í trimminu. - TJ. Húseigendur athugið! Kennara vantar íbúð nálægt Lundaskóla. Hafið samband strax í síma 24329 eftir kl. 17. Gísli Ingvarsson. Leikfélag Akureyrar Stalín Sýningar fimmtudag, föstudag, laugardag og þriðjudag kl. 20.30. Skugga-Sveinn Sýning sunnudag kl. 16. Aðgöngumiðaslan er op- in daglega kl. 17-19. Og kl. 17-20.30, kvöld- sýningardagana. NORÐURLAND - 7

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.