Norðurland - 23.05.1979, Síða 6

Norðurland - 23.05.1979, Síða 6
NORÐURLAND Miðvikudagur 23. maí 1979 MÁLGAGN SÓSÍALISTA GERIST I NORÐURLANDSKJÖR- ÁSKRIFENDUR DÆMI EYSTRA - Síminn er 2-18-75 - AUGLÝSIÐ í NORÐURLANDI - Síminn er 2-18-75 - Leikfélag Akureyrar: Skrítinn fugl - ég sjálfur Húsavík: Á föstudagskvöld frumsýnir Leik félag Akureyrar enskan gaman- leik, „Absurd Person singular“ sem í íslenskri þýðingu Kristrún- ar Eymundsdóttur hefur hlotið nafnið: Skrítinn fugl - ég sjálfur. Höfundurinn Alan Ayckbo- urn er velþekktur gamanleikja- höfundur og í vetur hefur Leikfélag Reykjavíkur sýnt eitt verka hans, ærslaleikinn Rúm- rusk, við góðar undirtektir áhorfenda. Margt er líkt með þessum leikritum, þau sýna okkur inn fyrir gættina hjá þremur fjölskyldum og draga fram smáborgaraleg viðhorf þeirra á hinn háðulegasta hátt. Að sögn þeirra sem að sýning- unni vinna var það misráðið að fela ekki Haga hf. að gera leikmyndina sem samanstend- ur að mestu úr þíemur eldhús- innréttingum. Þó slíkur hlýhug- ur gagnvart aðkrepptum iðn- aði bæjarins sé virðingarverður, þykir Hallmundur Kristinsson komast vel frá þessu verki. Leikstjórinn Jill Brooke Árna- son er leikhúsgestum hér að góðu kunn frá því að hún setti upp Hungangsilm hjá Leikfé- laginu í fyrra. Hún er Englend- ingur og má með sanni segja að enskur andi svífi yfir vötnum í þessari sýningu. Leikendur eru sex talsins, þau Theódor Júlíus- son, Sigurveig Jónsdóttir, Svan- hildur Jóhannesdóttir, Viðar Eggertsson, Gestur E. Jónasson 20 leiguíbúðir Hefðbundin hlutverk húsmæðra xpa framan í áhorfendur í ærslaleiknum. og Þórey Aðalsteinsdóttir. Fyr- irhugað er að sýna leikritið eitthvað fram yfir næstu mán- aðarmót. Þessi kvikindislega fyndni farsi á áreiðanlega eftir að laða leikhúsgesti að í þús- undatali, svo ekki er ólíklegt að Ljósm. T. J. hann verði tekin til sýninga aftur næsta haust. í júníbyrjun mun leikfélagið taka til æfinga barnaleikritið Galdrakarlinn frá Oz undir leikstjórn Gests Jónassonar. Sigurveig þjarmar að Viðari í Skrítna fuglinum. Hundruð milj. kr. fyrirtœki: Húseiningaverksmidja á Húsavík Húsavík 22/5. Atvinnumála- nefnd hefur frá í vetur til athugunar stofnun og rekstur húseiningaverksmiðju eftir hönn- un Hafsteins Olafssonar. Haf- steinn kom til furidar við Byggingarnefnd og Atvinnu- málanefnd staðarins og í fram- haldi af því var sett sérstök nefnd í málið. Niðurstaða þeirr- ar umfjöllunar var á þá lund, að Ásmundur Ásmundsson verk- fræðingur og stjórnunarfræð- ingur var fenginn til að skoða plön Hafsteins og gefa umsögn þar um. Skýrsla Ásmundar liggur nú frammi almenningi til sýnis. Verksmiðja sú sem um ræðir á að geta framleitt einingar í einbýlishús, raðhús og fjölbýl- ishús. Áætlaður stofnkostnaður er um 300 millj. og gert er ráð fyrir 75 millj. í hlutafé. Rekstr- aráætlun gerir ráð fyrir fram- leiðslu 70 húsa á fyrsta ári verksmiðjunnar og síðan 100 hús næstu ár miðað við 110 m2 hús. Rekstraráætlun miðuð við núverandi aðstæður sýnir já- kvæðar niðurstöður og er sann- arlega allrar athygli verð. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið borgi sig mikið til upp á fimm árum, sem telst tæplega langur tími miðað við það sem gerist og gengur. Atvinnumálanefnd hef- ur boðað til almenns fundar til undirbúnings að stofnun fyrir- tækis um húseiningarverk- smiðju á Húsavík innan skamms. Á þann /und munu mæta Ásmundur Ásmundsson höfundirr skýrslunnar og Haf- steinn Olafssonhönnuðurfram- leiðslunnar. Hvað gerist það er erfitt að sjá fyrir, en ólíklegt er að stofnun slíks fyrirtækis verði hafnað, þar sem hagkvæmni er mikil í verði og flýti samkvæmt framleiðsluáformum. Ben. Húsavík 22/5. Hafin er bygging 20 leiguíbúða og verður það verk unnið af Helga Valdimarssyni byggingarverktaka úr Garðabæ. Tilboð Helga hljóðaði upp á um 310 milljónir en það var um 45 millj. kr. lægra en eina tilboðið sem barst frá heimaaðila. Hvort verkið verður í megin- atriðum unnið af heimamönn- um er annað mál, en harkalegt verður að telja að stór verk á borð við þetta ganga þeim úr greipum, þegar litið er til þess að minni gróska verður í íbúðar- byggingum nú en undanfarin ár. I vetur var úthlutað lóðum undir 7 íbúðir en nokkrir sem hófu byggingar í fyrra virðast vera að bogna undan þeirri byrði. Hverju fram vindur, er of snemmt' að spá, - en líklegt má telja að hægt verði að fá iðnaðarmenn til þeirra starfa, sem þeir hafa ekki fengist til að sinna fyrir öðru feitara sem undanfarið hefur boðist. I gangi eru byggingar við dvalarheimili aldraðra, dagheimili og Fisk- iðjusamlagið. Auk þess verða nokkrar framkvæmdir hjá Kaupfélaginu svo ekki er um algjöra ördeyðu að ræða. Þær íbúðir, sem nú er hafin bygging á, eru 12 og eiga þær að afhendast 1. maí 1980. Þær 8 íbúðir sem eftir eru eiga síðan að afhendast ári síðar. Meðalverð á íbúð er ca. 17 millj. til skila en þær eru 2ggja, 3ggja og 4ra herbergja. Lán frá Byggingar- sjóði að 80% fylgja með 9,75% vöxtum og verðbindingu að 60% af byggingarvísitölu. Svo geta menn reiknað um hvílík kostakjör er að ræða. Ben. Akureyri: Hitaveituframhvcemdir Á sameiginlegumfundi vatns- veitu og hitaveitu í síðasliðinni viku var samþykkt að sækja sameiginlega lóð fyrir um starfsemi fyrirtækjanna. Var ákveðið að sækja um lóð sunnan spennistöðvar á Rang- árvöllum. Þetta má teljast merku áfangi í tilraun til samræmingar og sparnaðar í rekstri bæjarfyrir- tækjanna. Utboð hafa verið opnuð í fjóra dreifikerfisáfanga Lítil unglingavinna Á Húsavík horfir heldur illa með atvinnu unglinga í sumar, - eink- um stúlkna á aldrinum 15-16 ára. Verkalýðsfélagið stendur fyrir athugun á horfunum dagana 21.-23. maí og verður trúlega tekin ákvörðun um aðgerðir í framhaldi af því. Bærinn hefur á undanförnum árum skipulagt unglingavinnu að 16 ára aldri einkum við hreinsun gatna og opinna svæða. Einhvernveginn hefur skipulag þeirrar vinnu verið með þeim hætti, að krakkarnir líta ekki á hana sem alvöru vinnu, enda er hún greidd með færri krónum en önnur vinna sem jafnaldrar þeirra hafa stund að. Óviðunandi er fyrir alla aðila ef krakkarnir hafa ekkert fyrir stafni, slíkt verður aðeins til að skapa annan vanda og verður því að grípa til víðtækari skipulagningar, áður en skaðinn er skeður. Ben. á Eyrinni og neðra þorpinu og verktakar samþykktir að þess- um verkum. Útboð í miðlunar- geymi fyrir efra þrýstisvæði hefur verið opnað, en ákvörðun um verktaka ekki tekin ennþá (þriðjdaginn 22. maí), nema í jarðvinnu og undirstöðu. Borunarmál standa þannig sem stendur, að borinn Glaum- ur er á hægri niðurleið í holunni við Ytri-Tjarnir og von er á bornum Narfa frá Blönduósi á næstunni. Hvar hann fer að bora er ekki endanlega ákveðið. Til marks um bjartsýni í vatns- öflunarmálum er búið að ákveða að fresta framkæmdum við kyndistöð að minnsta kosti fram á næsta sumar. BIS. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Opið hús í Lárusarhúsi sunnudaginn 27. maí kl. 3.00. Sjá annars staðar í blaðinu. Aðalfundur ABA þriðjudaginn 29. maí kl. 20.00 í Lárusarhúsi. Opið hús Opið hús verður í Lárusar- húsi, Eiðsvallagötu 18, á sunnudaginn 27. maí kl. 15.00. Þar mun Steinar Þorsteinsson segja frá ný- stofnuðum Neytendasam- tökum á Akureyri. Að vanda verða kaffiveitingar og kræsingar á borðum. í takt við tóna Hrísey 21/5. Laugardaginn 19. maí var árshátíð starfs- fólks KEA í Hrísey. Sóttu samkomuna allt að 80 manns. Voru miklar kræs- ingar á borð bornar og meðan borðhald stóð yfir voru ýmis skemmtiatriði sem samkomugestir voru þátttakendur í. Að lokum fór hljómsveit Geirmundar Valtýssonar á kostum i nokkra klukkutíma. Iðkaði fólk margbreytilegar og flóknar líkamsæfingar í takt við tóna. Allir fóru glaðir heim og lifa nú sælir í endurminningunni. Guðjón. Netin á ný Dalvík 21/5.Netaveiðibátar héðan byrjuðu að leggja net sín í dag, en þeirra neta- veiðibann gilti frá 13.-20. maí. Bátarnir leggja netin á heimasjóðum og í Skaga- firði. Óttar Jakobsson út- gerðarstjóri sagði að útlitið væri ekki gott vegna slæmrar veðráttu og eins vegna íssins á Þistilfirði, þar sem bátarnir eru vanir að vera á þessum árstíma. I dag er verið að meta fisk á Ítalíumarkað. Brynja. Mœðublístur sl. mánudag Um hálfáttaleytið á mánudagskvöldið hrein í bíltíkum nokkurra Akur- eyringa í mótmælaskyni við hátt bensínverð. Bilablístur þetta var að tilstuðlan Félags ísl. Bifreiðaeigenda, sem vildi mótmæla „bensín- okri ríkisstjórnarinnar“. Hætt er við, að margir hafi látið glepjast af sam- hengislausu suði FÍB um okur ríkisstjórnarinnar. Þessi mótmæli minntu um margt á vörubílastjóramót- mælin í Chile á síðustu dögum Allendes, því þaðer mála sannast, að hlutur ríkisvaldsins hér af bensín- verði er síst meiri en í nágrannalöndunum. Hins vegar taka auðhringarnir, - olíufélögin meira en nokkru tali tekur af þessu verði. Hefði nú ekki verið nær að stinga á því kýli, - krefjast þjóðnýtingar oliu' og bensíndreifingar í stað þessa hríns á mánudaginn? Neytenda samtökin Neytendasamtökin Akur- eyri og nágrenni. Skrifstofan, Skipagötu 18, 2. hæð, er opin á þriðjudögum og miðviku- dögum kl. 4.00-6.00 e.h. Sími 24402. Ferðafélag Akureyrar Vaglaijall gönguferð sunnu- daginn 27. maí kl. 13.00. Þátttaka tilkynnist á laugar dag kl. 6-7 sími 22720.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.