Norðurland - 27.09.1979, Blaðsíða 8
NORÐURLAND
Fimmtudagur 27. september 1979
MÁLGAGN SÓSÍALISTA GERIST
f NORÐURLANDSKJÖR- ,ÁSKRIFENDUR
DÆMI EYSTRA - Síminn er 2-18-75 -
AUGLYSIÐ I
NORDURLANDI
- Síminn er 2-18-75 -
Mývatnssveit:
Mikil hey úti og fé lélegt
í Mývatnssveit heilsaði septem-
ber með snjó og það sem af er
mánuðinum hafa fleiri dagar
verið með snjó á jörð en
snjólausir. Allir áttu eitthvað af
heyi úti um mánaðamót og eins
og að líkum lætur hefur því ekkert
miðað á rétta braut. Ástandið er
þó mjög mismunandi. Nokkrir
voru langt komnir með sinn
heyskap en aðrir eru mjög illa
staddir og hafa litlu sem engu
komið í hlöðu.
Þurrkdagarnir um síðustu
helgi komu örfáum að notum
þar sem snjórinn varð að taka
upp af túnum til að hægt væri að
eiga við hey og á sunnudags-
kvöldið voru túnin fyrst að
verða auð. Á mánudagsnóttina
ringdi svo og þar með var sá
draumur búinn. I gær vaar svo
aftur föl á jörð en tók upp og
birti, svo að nú vonast menn til
að einhverjir dagar fáist til
heyskapar. Annars er óhætt að
segja að menn eru hættir að
leyfa sér að vera bjartsýnir á
tíðarfarið á sumri þarsemaldrei
hafa fengist tveir heilir þurrk-
dagar saman. Þó er hey furðu
lítið skemmt eftir hinn lang-
vinna hrakning og kemur þar
kuldinn til.
Niður um dali gátu menn um
helgina aftur á móti bjargað
allmiklum heyjum i hlööu en
þar var jörð auð fyrir. Til dæmis
var hey eftir á túni grasköggla-
verksmiðjunnar á Laxamýrar-
leiti og náðist allt um helgina.
Votheysverkun er ekki nógu
almenn, en nokkrir hafa þó
bjargað miklu með tilstyrk
hennar og hirt þannig í gamlar
hlöður eða sett skilrúm í þær.
Sumarið ætti þó að kenna
mönnum að votheysgerð hlýtur
að vera eina framtíðarlausnin til
að tryggja nægt og gott fóður í
erfiðu árferði, þegar mönnum
vinnst ekki betur með allri
nútímatækninni. En súgþurrk-
unin hefur samt gert kraftaverk
eða hvar stæðu menn án hennar
í sumri sem þessu?
Menn trúa því enn að heyin
hljóti að nást þótt ekki verði fyrr
en um veturnætur eins og dæmi
eru til þótt aldrei hafi gengið
jafn bölvanlega og nú. En
jafnvel þótt allt næðist er þó
ljóst að veruleg skepnufækkun
verður hjá flestum bændum, og
er það hörð uppbót á hart og
fóðurfrekt vor.
Sökum tíðarfarsins og þess
hve hey eru víða úti á túnum
hafa göngur verið óreglulegar í
Mývatnssveit í haust og aðeins
farið á sum svæði. í dag eru
suðursveitungar í göngum á
framafrétt í fyrsta sinn á þessu
hausti, og á morgun verður farið
á Austurfjöll en austur fyrir
Nýjahraun hefur ekki verið
farið fyrr í haust og önnur þau
svæði sem eftir voru verða
gengin um leið. Fé er sem
annars staðar lélegt. Meðalvigt
dilka að jafnaði um þremur
kílóum minni en undanfarin ár
og það er hreint nettótap hjá
bændum auk aukins tilkostn-
aðar í vor.
Það er því ljóst að
afkoman þetta árið verður ekki
glæsileg. Ekki er þó vitað um
neinn sem hyggst hætta búskap i
haust, enda verða menn að hafa
eitthvað að snúa sér að en
enginn þolir mörg svona ár í
röð. - Erl.
Vonir glæddust en flestar dóu
Þurrkglæta um síðustu helgi
glæddi vonir margra bænda um
að betri tímar væru í vændum en
skaparanum þóknaðist ekki að
láta þær vonir rætast þó náðu
margir dýrmætum tuggum upp en
í heild má segja að ástandið sé
óbreytt. Nokkir dagar í viðbót
Laugardaginn 22. sept. var hald-
inn fundur um kjaramál hjá
F.A.T. að Þingvallastræti 14
Akureyri. F.A.T. er félag aðstoð-
arfólks tannlækna, stofnað 8.
apríl 1978. Aðalástæður fyrir
stofnun þess voru launamisræmi
og óljóst verksvið aðstoðarfólks
tannlækna. Fór þetta tvennt eftir
hverjum tannlækni og því hvaða
kröfur hann gerði til aðstoðar-
manns síns. Ákveðið var að
stofna stéttarfélag til að ráða bót
á þessum málum. Einnig er
markmið F.A.T. að koma á fót
fræðslu og starfsþjálfun og fá
þetta starf viðurkennt sem lið í
heilsugæslukerfi landsmanna.
Hingað til hefur sérmenntunar
ekki verið krafist af aðstoðar-
fólki tannlækna hér á Iandi. Erum
við þar eftirbátar nágrannaþjóða
okkar þar sem þetta er löngu
orðin viðurkennd starfsgrein með
tilheyrandi menntun.
Augljós munur er á stofum
hefðu nægt til að margir hefðu
náð öllu sínu en því var ekki að
heilsa og verða menn enn um sinn
að lifa í voninni.
Grímur ráðunautur í Ær-
lækjarseli sagði í samtali við
NORÐURLAND að helgin
hefði ekki nýtst bændum í
þar sem aðstoðarmaður sinnir
eingöngu símaþjónustu og
áhaldaþrifum, og hinsvegarþar
sem hann aðstoðar einnig við
stól, tekur röntgenmyndir o.fl.
til að létta undir með tannlækni.
í síðara tilvikinu sparast tími og
annar tannlæknir því fleiri
sjúklingum. Einnig gæti lærður
aðstoðarmaður séð um fræðslu
t.d. í skólum, varðandi fyrir-
byggjandi aðgerðir. Sá þáttur
tannlækninga er vanræktur á
Islandi og stafar í og með af
annríki tannlækna. Þó að tann-
læknir vildi sjálfur kenna að-
stoðarmanni sínum til veiga-
meiri verka hefur hann einnig til
þess takmarkaðan tíma.
Sú hugmynd hefur komið
fram innan F.A.T. að tann-
læknadeild Háskólans tæki að
sér kennslu aðstoðarfólks. Þetta
mál var lítillega rætt við land-
lækni og voru undirtektir hans
mjög jákvæðar.
Síðan F.A.T. var stofnað hef-
Norður-Þingeyjarsýslu til þess
hefði þurrkurinn orðið of
skammvirinur. Engin úttekt
hefur verið gerð á heyforða
bænda í sýslunni enda ekki enn
útséð um hvernig heyskap lykt-
ar. Töluvert hey hefur kverið
keypt í sýsluna frá Hornafirði.
ur það gengist fyrir námskeið-
um í Reykjavík og á Akureyri.
Félagar eru nú 186 talsins, þar
af um 20 á Norðurlandi. At-
hyglisvert er, að félagsmenn eru
eingöngu konur. Virðist þessi
starfsgrein vera af almenningi
álitin aæmigert kvennastarf, s.s.
hjúkrunarstörf og fleiri fram á
síðustu ár. Hugsanlega er megin
ástæða þess sú, að hingað til
hefur starfið ekki verið ýkja hátt
launað. Þetta álit er í takt við
það úrelta viðhorf að auðveld-
ara sé fyrir konur en karla að
sætta sig við lág laun.
Með tilkomu F.A.T. og auk-
inni stéttarkennd félaga hafa
launamál þó færst í viðunandi
horf og er stefnt að betri árangri
í þeim efnum jafnhliða meiri
starfsábyrgð.
Erla Ingólfsdóttir Reykjavík
hefur verið formaður F.Á.T. frá
upphafi og jafnframt einn aðal-
hvatamaður að stofnun félags-
ins. - Sólveig H.
Enn er mikið fé eftir í heiðunum
og vitað er til þess að eitthvað af
kindum hafi drepist. Ari Teits-
son í Hrísum ráðunautur í S-
Þingeyjarsýslu sagði að dálítið
hefði náðst af heyju'm um
helgina í sýslunni og væri nú
ekki lengur hægt að tala um
neyðarástand í lágsveitunum
þ.e. Aðaldal, Reykjadal, Reykja
hverfi, út-Kinn og hluta Tjör-
ness í Bárðardal, Mývatnssveit
upp-Kinn og stórum hluta af
Tjörnesi væri allt við sama.
Hann sagði að þau hey sem úti
eru væru enn nýtilegt fóður, hey
hefði ekki ónýtst þótt það hefði
verið flatt lengi og stafaði það af
kuldanum. Varla er ennþá
nokkuð hægt að segja um
heimtur á fé vegna þess að ekki
hefur tekist að smala almenni-
lega vegna snjóa og illviðra,
Að sögn Gísla Kristjánssonar
hjá Búnaðarfélagi Islands hafa
þau tilmæli verið send til
forðagæslumanna alls staðar á
svæðinu frá A-Skaftafellssýslu
suður og vestur til V-Húna-
vatnssýslu að gera nákvæma
úttekt á heybirgðum á þessu
svæði með það fyrir augum að
gera kleyft að hefja svo fljótt
sem unnt er heymiðlun til þeirra
svæða sem eru þurfandi. Niður-
staðan af þessari könnun er ekki
að vænta fyrr en í fyrsta lagi um
miðjan október.
| STYÐJUM NORÐURLÁNDI
F.A.T. berst fyrir heilsuvemd
Allir í vöm
Floti Atlandshafsbanda-
lagsins og lögreglan í
Reykjavík hafa að undan-
förnu gegið fram fyrir
skjöldu og blásið lífi í
kulnandi glæður þjóðfrelsis
baráttunnar. Herstöðva-
andstæðingar hafa boðað
til útifundar við flugstöðv-
arbygginguna á Keflavíkur
flugvelli, væntanlega hafa
fréttir þaðan þegar spurst
þegar þetta blað kemur
fyrir sjónir lesenda. Á
laugardaginn verður mót-
mælaganga gegn her og
N.A.T.O. og verður gengið
frá Hvaleyrarholti til
Reykjávíkur. Vonandi
verða nýafstaðnir atburðir
til þess að herstöðvaand-
stæðingum takist að rjúfa
þann vítahring rútínu og
vonleysis sem barátta
þeirra hefur verið í að
undanförnu.
Allt tiltækt lögreglulið
fyrir sunnan er nú um
stundir upptekið við að
verja varnarliðið og varn-
arbandalagið fyrir íslend-
ingum svo að varnarbanda-
lagið og varnarliðið geti í
friði varið íslendinga. Er
yfirvofandi að kveðja þurfi
út sveitir sjálfboðaliða til
að verja lögregluna svo að
hún geti sinnt varnarstörf-
um sínum sómasamlega.
NORÐURLAND sendir
samherjum fyrir sunnan
kveðjur og vonar að senn
takist að rjúfa varnarmúr-
ana.
Jörðin er
hnöttótt
Albert Guðmundsson al-
þingismaður og bílainnflytj
andi með meiru hefur nú
boðist til að gefa upp
umboð sín og flytja til
Bessastaða á sumri kom-
anda til að gerast þar
sameiningartákn þessarar
sundurlyndu þjóðar. Er
ekki seinna vænna að
heildsalastéttin hefjist til
þeirrar viðurkenningar
meðal landsmanna sem
hún hefur unnið til fram að,
hefur hún ekki uppskorið
annað en vanþakklætið og
skattabyrðarnar.
Eins og mönnum mun í
fersku minni beið Albert
beiskan ósigur veturinn
sem leið fyrir Geir Hall-
grímssyni í keppninni um
formannssætið í Sjálfstæð-
isflokknum. En nú er bolt-
inn hjá Albert á nýjan leik
og gullið tækifæri runnið
upp til að stemma í eitt
skipti fyrir öll stigu við enn
frekari frama Geirs og
hefjast um leið skör hærra
en hann. Lágt verður risið á
Geir þegar tilkynnt verður
til þjóðarinnar: Forseti Is-
lands herra Albert Guð-
mundsson kvaddi í dag
Geir Hallgrímsson for-
mann Sjálfstæðisílokksins
á sinn fund og tjáði honum
að frestur sá er honum var
veittur til stjórnarmyndun-
ar væri útrunninn.
Skáldið sagði:
Þið vitið að jörðin er líkt
eins og hnöttur í laginu
og loksins kemst maður
aftan að fjandmanni sínum.