Norðurland - 27.09.1979, Blaðsíða 6
AKUREYRARBÆR
AUGLÝSIR
Félagsmálanámskeið
Félagsmálanámskeið hefst fimmtudaginn 4. okt. kl.
20.30 í Félagsmiðstöðinni í Lundarskóla. Námsefni
Æskulr. Ríkisins.
Kennslugreinar: Fundarstörf, ræðumennska, félög
og félagastjórn, stofnun félags, samkomuhald,
kynningarstarfsemi.
Námskeiðið er öllum opið.
Framhaldsnámskeið
Sérnámskeið í gjaldkerastörfum
Fyrir starfandi gjaldkera hjá félögum og þá sem vilja
kynnasér þettastarf. Hefst laugard. 13.okt. kl. 10f.h.
Sérnámskeið í störfum ritara
Fyrir starfandi ritara hjá félögum og þá sem vilja
kynna sér þetta starf. Hefst 20. okt. kl. 10 f.h.
FORMANNA FUNDUR allra æskulýðsfélaga á Akur-
eyri. Hefst laugardaginn 27. okt. kl. 10 f.h.
Námskeið í ræðumennsku
Ætlað öllum er áhuga hafa á ræðumennsku og kapp-
ræðutækni. Hefst laugardaginn 10. nóv. kl. 10 f.h.
Námskeiðin eru öli ÓKEYPIS og fara fram í Félags-
miðstöðinni í Lundarskóla.
Innritun og upplýsingar hjá Æskulýðsráði í símum
22722 og 22710.
ÆSKULÝÐSRÁÐ AKUREYRAR.
Auglýsið í
NORÐURLANDI
r
NORÐURIAND
MÁLGAGN SÓSÍALISTA
I NORÐURLANDS-
KJÖRDÆMI EYSTRA
Fréttir af Norð-
urlandi.
Hressileg póli-
tísk umræða.
Skrif um listir og
menningarmál.
Skákþáttur Helga
Ólafssonar.
Krossgátan.
íþróttir.
Norðurland
er 8 síður og
kemur út
vikulega.
Áskriftargjald inn-
heimtist tvisvar á ári.
Áskriftargjald fyrir
hálft árið er kr. 3.500.
Sími 21875
Eiðsvallagata 18
Pósthólf 492
Akureyri
Ég undirritaður óska eftir að gerast áskrifandi að
NORÐURLANDI:
Nafn:________________________________________________
Heimili:
Póstnúmer:
1111
6 - NORÐURLAND
Ræða Hjörleifs Guttormssonar
Framhald af opnu.
Ríkisstjórnin beitti sér fyrir
því á fyrri hluta þessa árs, að
bæta nokkuð samkeppnisað-
stöðu innlends iðnaðar með lög-
festingu tímabundins aðlögun-
argjalds á innfluttar iðnaðar-
vörur og um leið var ákveðið að
tekjum af því skuli varið til sér-
stakra iðnþróunaraðgerða. Um
álagningu gjalds þessa náðist
samkomulag við EFTA og er
gert ráð fyrir innheimtu þess á
tímabilinu frá 1. júlí sl. til árs-
loka 1980.
Málefni einstakra iðngreina
eru í sérstakri athugun á vegum
iðnaðarráðuneytisins í sam-
vinnu við fleiri aðila. Má þar til
nefna húsgagna- og innréttinga-
smíð, meðal annars m.t.t. út-
flutnings, og skipasmíðaiðnað
með hliðsjón af þróun hans og
verkefnum hér innanlands.
Varðandi skipaiðnaðinn er hug-
myndin að ná saman heildstæðri
áætlun um þau verkefni sem
eðlilegt getur talist að leysa hér
innanlands, bæði varðandi ný-
smíði og viðgerðir, og upp-
byggingu aðstöðu og aðbúnað
að skipaiðnaðarstöðvum í sam-
ræmi við markaða stefnu. Miklu
varðar að unnt reynist að ná sem
bestri samstöðu milli hags-
munaaðila, svo sem iðnaðar og
sjávarútvegs um það hvernig að
þessum stóru verkefnum skuli
vinna, en staða skipaiðnaðarins
snertir með ýmsum hætti ýmsar
aðrar iðngreinar er honum
tengjast og þá öðru fremur
málmiðnað í landinu.
Hinar svonefndu þjónustu-
iðngreinar skipta einnig miklu
máli, aðstaða þeirra og skipu-
lagning, ekki síst fyrir lands-
byggðina og inn í þessa mynd
fellur einnig uppbygging iðnað-
ar í strjálbýli og sveitum, sem
síðasta Alþingi samþykkti þings
ályktunartillögu um.
Á síðasta Alþingi voru sett
lög um sérstaka lánadeild iðn-
garða innan Iðnlánasjóðs, og er
henni ætlað að veita lán m.a. til
sveitarfélaga og félagssamtaka,
sem reisa ætla iðnaðarmann-
virki í því skyni að efla íslenskan
iðnað eða skapa með öðrum
hætti starfsaðstöðu til handa
iðnfyrirtækjum. - í undirbún-
ingi er síðan sérstök löggjöf um
iðngarða til að skilgreina nánar
markmið með slíku húsnæði og
skilyrði, sem eðlilegt er að setja
um nýtingu þess, m.a. í sam-
bandi við lánveitingar. Hér er
um að ræða mál sem samtök
sveitarfélaga hafa sýnt áhuga og
er ekki að efa að ýmsir munu
hugsa sér til hreyfings i þessum
efnum. Þar mun fjármagn ekki
síst skammta af, hversu hratt
verður farið, en reynsla erlendis
frá bendir til að fyrirgreiðsla við
iðnfyrirtæki á þennan hátt hafi
orðið nokkur lyftistöng í iðn-
þróun til eflingar byggðaþróun.
Jafnvægi og
dreifing byggðar
í iðnaðaruppbyggingu í land-
inu þurfum við að hafa æskilega
dreifíngu og jafnvægi í þróun
byggðar vel í huga og á því sviði
reynir á val verkefna, sam-
vinnu og gott skipulag til að
vega upp á móti óhagræði, sem
rekja má til fámennis og smæð-
ar fyrirtækja sem því fylgja. Sú
umræða sem hér fer fram á
þessum fundi um iðnaðarmál og
sá undirbúningur sem kominn
er á góðan rekspöl við gerð
áætlunar fyrir Norðurland að
tilstuðlan Fjórðungssambands
Norðlendinga, er mér sérstakt
ánægjuefni. Hér hefur samband
ykkar verið brautryðjandi með
vissum hætti sem ekki er óeðli-
legt miðað við forystuhlutverk
norðlenskra byggðarlaga og þá
alveg sérstaklega Akureyrar
undir merki samvinnurekstrar á
sviði iðnaðar um langt skeið. Ég
vil hér heita stuðningi af hálfu
ráðuneytisins við vinnu að þess-
ari áætlunargerð, en stofnanir á
þess vegum svo sem Iðntækni-
stofnun hafa * ásamt Fram-
kvæmdastofnun ríkisins lagt
nokkurn skerf til hennar. Um-
ræður og ákvarðanir á þessum
fundi verða væntanlega til að.
glöggva fyrir okkur framhaldið
og áherslu og óskir af hálfu
ykkar heimamanna.
Iðnþróun og önnur uppbygg-
ing atvinnurekstrar kemur ekki
sem nein himnasending eða á
silfurbakka frá stjórnvöldum.
Þar er eðlilegast að frumkvæði
og forysta komi sem mest úr
héraði, en jafn sjálfsagt og skylt,
er að opinberir aðilar að þjón-
ustustofnunum iðnaðarins með-
töldum komi til liðs við áhuga
og frumkvæði, ekki síst er hlut
eiga að máli hinar dreifðu
byggðir, sem um margt eiga
örðugra um vik en þéttbýlið.
Uppbygging þjónustumið-
stöðva fyrir iðnrekstur í lands-
hlutunum í einhvelju formi, er
málefni, sem huga þarf að í
tengslum við framkvæmd iðn-
þróunaráætlana, en ég ætla ekki
að lengja mál mitt með hug-
renningu þar að lútandi.
Fundinum óska ég árangurs í
störfum og vænti þess að margt
eigi eftir að vaxa upp af þeirri
viðleitni sem hér er á ferðinni til
iðnaðaruppbyggingar á Norð-
urlandi, þar á meðal efling þess
blómlega iðnrelstrar og ein-
stakra iðnfyrirtækja sem fyrir
eru í norðlenskum byggðum.
Óskum að ráða
trésmiði og verkamenn strax
Mikil vinna.
Noröurverk h.f. - Sími 21777
Frá Pósti og síma, Akureyri
Staða
bréfbera
er laus til umsóknar.
Laun samkvæmt launakerfi ríkisins.
Stö&varstjóri.
Frá Mötuneyti
Menntaskólans á Akureyri
Vakin er athygli á því að allir nemendur sem nám
stunda á framhaldsskólastigi á Akureyri eiga þess
kost að kaupa mat í mötuneytinu á sömu kjörum og
nemendur skólans.
Upplýsingar á skrifstofu Menntaskólans á Akureyri á
skrifstofutíma kl. 8-12 og 13-16 mánudag til
föstudags, sími 2-24-22.
Skölameistari.
Framkvæmdastjóri
Staða framkvæmdastjóra við Fjórðungssjúkrahúsið á
Akureyri er laus til umsóknar. Umsóknir er greini aldur,
menntun og fyrri störf berist til stjórnar Fjórðungs-
sjúkrahússins fyrir 10. okt. n.k.
Staðan verður veitt frá 1. nóv. n.k. eða eftir
samkomulagi.
Umsækjendur skulu hafa menntun í viðskiptafræði eða
hliðstæðum greinum og/eða reynslu í stjórnum
fyrirtækja.
Laun samkvæmt kjarasamningi starfsmanna Akur-
eyrarbæjar.
Allar nánari upplýsingar veitir stjórnarformaður Stefán
Stefánsson bæjarverkfræðingur, sími 96-21000.
Stjórn F.S.A.