Norðurland - 27.09.1979, Blaðsíða 1
NORÐURLAND
4. árgangur Fimmtudagur 27. september 1979 21. tölublað
Öfugsnúningur á Húsavík
Biðstaða er nú hjá
hitaveitunni
Á fundi á miðvikudaginn í síðustu
viku ákvað hitaveitustjórn að
stöðva tengingar við hitaveitu um
stundarsakir. Þetta var gert
vegna seinkunar á efni, einkum
dæium og búnaði í sambandi við
þær og einnig vegna óvæntra
óhappa.
Eitt óhappið varð þegar byrj-
að var að dæla úr nýjustu hol-
unni á Laugalandi fyrir rúmri
viku. Þá komst sandur í clæluna
og stórskemmdi hana. Aður en
önnur dæla verður látin niður
þarf að hreinsa holuna og er
verið að loftdæla úr henni þessa
dagana í þeim tilgangi. Einnig
hefur viðgerð á holu á Ytri-
Tjörnum dregist úr hömlu og er
ekki séð fyrir endann á því verki
ennþá. Reikna má með óbreyttu
ástandi að minnsta kosti út
októbermánuð. Ný hús sem
reiknuðu með hitaveitu verða
þó tengd. Þessar ráðstafanir eru
gerðar til að tryggja nægjanlegt
vatn handa þeim sem þegar hafa
það, hvernig svo sem viðgerðum
reiðir af. Hvað viðvíkur áfram-
haldandi vatnsöflun er unnið
við borholur í landi Reykhúsa
og Grýtu og ný hola áformuð á
Ytri-Tjörnum.
B.I.S.
Snurvoðarbátar uppi í fjöru-
steinum, en trillur úti á Flóa
Nú síðustu daga hafa sjö bátar
frá Húsavík verið að fiska í
sunurvoð á svæði sem hingað til
hefur verið lokað fyrir öðrum
bátum en trillum. Þetta er svæði
sem takmarkast af línu sem
hugsast dregin frá Skálavík að
vestan og Lundey í Héðinshöfða
að austan. Þessar veiðar eru
heimilaðar af sjávarútvegsráðu-
neytinu í níu daga. Þetta mun
varið með því að um kolaveiðar
sé að ræða og að kolann verði að
veiða í þetta veiðarfæri. Minna
mun hafa orðið úr veiði en ætlað
var og bátarnir farnir að færa sig
út aftur en þeir voru að fiska
uppundir landsteina í nokkra
daga, meðan trillurnar urðu að
sækja lengst út á flóa.
Þeir voru að skrapa hér
uppundir fjörusteinum, maður
sagði bara að það væri gott
meðan þeir strönduðu ekki upp
í fjöru sagði Hreiðar Jósteins-
son sjómaður á Húsavík þegar
blaðið bar þetta mál undir hann.
Hefur þetta verið leyft áður?
Mig minnir að þetta hafi líka
verið leyft í hitteðfyrra.
Hver tekur ákvörðun um þessa
leyfisvei tningu?
Það hlýtur að vera eitt af
afreksverkum sjávarútvegsráð-
herrans okkar.
Einhver þrýstingur hlýtur að
koma frá heimamönnum?
Jú, það er vitað mál, en það
vill nú helst enginn vita hvaðan
hann kemur.
Hafið þið þá verið aðgerðar-
lausir á tri/lunum?
Nei, menn hafa nú reyndar
farið út á flóa með hörkunni en
þegar snurvoðin er notið þá
útilokar hún öll önnur veiðar-
færi á því veiðisvæði. Og ekki
nóg með það þeir eru búnir að
eyðileggja fyrir okkur þetta
svæði sem þeir hafa verið að
skrapa alla vega næstu vikurnar
ef ekki lengur það er ekki
branda eftir handa okkur. Nú er
sá tími þegar fiskur er ekki á
göngu þannig að við hefðum
mátt búast við nokkuð jöfnum
afla.
Er það stór hluti sjómanna á
Húsavík sem hefur framfœri af
trilluútgerð?
Já, það er mikil trilluútgerð
héðan. Það eru fleiri menn sem
eru á trillum en á stórum
bátunum.
Þess skal getið að lokum að á
árunum 1954 til 1965 varSkjálf-
andaflóinn algjörlega lokaður
fyrir dragnót en síðan hafa
mörkin verið að færast inn. Ekki
mun leyfisveitingin nú hafa
verið borin undir sjómanna-
félagið á staðnum.
Hliðarfjall orðið alþjóðlegt keppnissvæði
Mjög góð aðstaða fyrir
allar alpagreinar segir
norðmaðurinn Sverre
Lasse-Urdal frá F.I.S.
Forsvarsmenn íþróttamála á
Akureyri hafa unnið að því að fá
Hlíðarfjall viðurkennt sem al-
þjóðlegan keppnisstað fyrir alpa-
greinar en svo nefnast einu nafni
svig stórsvig og brun. Það er
alþjóðaskíðasambandið F.I.S.
sem veitir þessa viðurkenningu
og hefur umsókn þar að lútandi
legið hjá sambandinu um hríð. Á
þriðjudaginn var norðmaðurinn
Svere Lasse-Urdal frá F.I.S.
í fjallinu og athugaði aðstæður.
Niðurstaða hans var sú að í
Hlíðarfjalli væri mjög góð
aðstaða fyrir alpagreinarnar og
þar með hefur Hlíðarfjall hlotið
víðurkenningu sem alþjóðlegur
keppnisstaður.
Lasse Urdal sagði frétta-
mönnum er þeir hittu hann í
gærmorgun að harðar reglur
giltu um þessi mál, skíðaíþrótt-
in væri hættulegt sport ef
aðstaðan væri léleg. Hann tók út
tvær brautir sem hann sagði
fullnægja mjög vel þeim kröfum
sem gerðar eru af F.I.S. til svig
og stórsvigsbrauta og einnig
sagði hann að gera mætti ágæta
brunbraut. Framkvæmdir eru á
döfinni í Hlíðarfjalli sem miðast
við að bæta aðstöðuna með
aukna keppni i huga einnig til
að bæta aðstöðu þeirra sem
stunda skíðaíþróttina sér fyrst
og fremst til heilsubótar. Verður
að vona að ekki verði gengið á
hlut þeirra þótt alþjóðlegar
keppnir haldi nú innreið sína í
Hlíðarfjall.
Helgi Fyrirburður í Sundahöfn Erindi Pistilinn skrifar
Guðmundsson eftir Hjörleifs Guttormssonar Erlingur
skrifar leiðarann Böðvar Guðmundsson á Fjórðungsþinginu Sigurðarson
Bls. 4 Bls. 3 í opnu BIs. 7
Gerist áskrifendur að Norðuriandi