Norðurland


Norðurland - 27.09.1979, Blaðsíða 5

Norðurland - 27.09.1979, Blaðsíða 5
jögur tíl fímm þúsund manns aði á næstu átta árum eðlilegt getur talist og þannig aðeins í fáum tilvikum tekist að hrinda af stað nýjum fram- leiðsluþáttum og fyrirtækjum. Við þessar aðstæður hefur svo bæst sá mikli óstöðugleiki i ís- lensku efnahagslífi, sem ein- kennist af gífurlegri verðbólgu og gerir hún iðnaðinum jafnvel enn örðugra fyrir en öðrum atvinnurekstri, ekki síst útflutn- ingsiðnaði, þar sem gera verður að jafna'ði bindandi sölusamn- inga heilt ár fram í tímann. Jafnframt hefur verðbólgan virkað letjandi á viðleitni til hagræðingar og endurbóta í rekstri, en hvatt iðnrekendur sem aðra til fjárfestinga í sum- part óarðbærum fasteignum svo sem húsbyggingum umfram það sem nýst hefur í framleiðslu- starfsemi. Ég ætla hér ekki að fara út í að rekja sambúðarvanda iðnaðar- ins við aðrar atvinnugreinar, svo sem sjávarútveg. Þar kemur margt við sögu og býsna um- deilt og viðkvæmt eins og geng- ur. Ég vil hins vegar leggja áherslu á nauðsyn þess að við leitumst við að stilla bjargræðis- vegi okkar saman og vinna að eflingu þeirra og uppbyggingu út-frá víðtæku mati, skynsam- legri nýtingu auðlinda og ann- arra landkosta með arðgæfni og öryggi í huga fyrir okkur sem eyþjóð. Ef við teljum að athug- uðu máli skynsamlegt að efla hér útflutningsiðnað að marki, hljótum við að búa honum þær aðstæður að hann standi ekki lakar að vígi en aðrar greinar út- flutnings og að tekið sé tillit til hans við ákvarðanir í efnahags- málum, svo sem varðandi geng- isskráningu. Ullar- og skinna- iðnaður vaxtar- broddur Þrátt fyrir þá erfiðleika sem hér hefur verið að vikið, er hlut- deild iðnaðar í vergri þjóðar- framleiðslu um 15% (er þá fisk- iðnaður og álframleiðsla ekki meðtalin), og um 16 þús. manns eru starfandi í almennum iðn- aði, eða um 16.5% af vinnuafli í landinu. Einstakar greinar iðn- aðar og þá öðru fremur ullar- og skinnaiðnaður hafa náð vaxandi fótfestu í útflutningi með verð- mæti milli 5 og 6 miljarða króna á síðasta ári og allt að 10 miljarða á þessu ári. Eru miklir möguleikar til aukningar á þessu sviði ef vel er að staðið og þessi vaxtarbroddur í útflutn- ingsiðnaði okkar skiptir nú þegar verulegu máli í atvinnu- lífi víða um land. Við marg- háttaða erfiðleika er þar hins vegar að etja, sem sigrast verð- ur á til að viðunandi öryggi og vaxtarmöguleikar séu tryggðir. Samstarfsnefnd um iðnþróun Við myndun ríkisstjórnarfyr- ir ári bundu stjórnarflokkarnir fastmælum í samstarfsyfirlýs- ingu eftirtalin meginatriði varð- andi iðnaðarmál: 1) Unnið verði að áætlun um ís- lenska iðnþróun. 2) Skipuleg rannsókn verði gerð á nýrri framleiðslu er hentað geti hérlendis. 3) Ekki verði stefnt að erlend- um stóriðjufyrirtækjum um- fram það sem orðið er. 4) Samkeppnisaðstaða íslensks iðnaðar verði endurskoðuð og styrkt með opinberum aðgerðum. 5) Iðnaðinum verði veitt aukin tækniaðstoð til hagræðingar og framleiðniaukningar. 6) Skipuleg markaðsleit og sölustarfsemi vegna útflutn- ings iðnaðarvara verði efld. Á vegum iðnaðarráðuneytis- ins hefur verið unnið í sam- ræmi við þessa stefnumörkun og ríkisstjórnin tekið afstöðu til mála og tillagna eftir því sem undirbúningi hefur miðað. Ráðuneytið setti á fót sérstaka Samstarfsnefnd um iðnþróun í fyrrahaust, skipaða mönnum með víðtæk tengsl við samtök iðnaðarins, opinberar stofnanir er vinna að iðnaðarmálum og fulltrúa frá samtökum iðn- verkafólks. Formaður þessarar nefndar er dr. Vilhjálmur Lúðvíksson, sem hér mun flytja erindi á eftir, en hann hefur um langt árabil unnið mikið að iðnaðarmálum og veitti m.a. forstöðu iðnþróunarnefnd, er starfaði á árunum 1973-75. Þessari Samstarfsnefnd um iðn- þróun er m.a. ætlað að vera ráð- gefandi um mótun heildar- stefnu í iðnaðarmálum og hún skilaði einróma viðamiklu áliti um iðnaðarstefnu í maí sl. Á grundvelli þess álits og með samþykki ríkisstjórnar flutti ég undir lok síðasta þings sérstaka tillögu til þingsályktunar um iðnaðarstefnu, þar sem nefndar- álitið var birt sem fylgiskjal. Verður tillaga þessi um iðnaðar- stefnu væntanlega endurflutt er Alþingi kemur saman í haust og skiptir miklu að mínum dómi að sem skýrust afstaða fáist fram um efni hennar, og hún myndi þannig stefnulegan bakhjarl fyrir sókn á sviði iðnþróunar. Nýiðnaður og stuðningur hins opinbera Bakgrunnur þeirrar áherslu sem þar er lögð á aukna iðnþró- un eru ekki síst þær horfur, sem taldar eru á að skapa þurfi a.m.k. 4000-6500 manns at- vinnu í iðnaði á næstu 8 árum til viðbótar þeim sem fyrir eru og því sem liklegt er talið að aðrar atvinnugreinar taki við. Að öðr- um kosti megi búast hér við at- vinnuleysi og að enn fleiri leiti atvinnu erlendis en nú gerist. Þetta þýðir að auk eflingar ýmissa iðngreina sem fyrir eru og áherslu á framleiðniaukn- ingu og bætt starfsskilyrði þarf að koma til samkeppnishæfur nýiðnaður er byggi á heima- markaði og í vaxandi mæli á út- , flutningi. Þar er af mörgu að taka, svo sem margháttaðri framleiðslu í tengslum við sjáv- arútveg og landbúnað í mun rík- ari mæli en nú er, hagnýtingu innlendra hráefna, m.a. jarð- efna af ýmsu tagi með stuðn- ingi af innlendri orku í fall- vötnum og jarðvarma. Af því tagi má nefna athuganir sem unnið er að á vegum ráðuneytis- ins og Iðntæknistofnunar varð- andi úrvinnslu einangrunarefna og fleiri afurða úr perlusteini svo og á steinull úr basalti hvort tveggja í samvinnu við innlenda áhugaaðila, en með útlendan markað m.a. í huga. Vert er á þessum vettvangi að minnast á framtak sunnlenskra sveitar- félaga í sambandi við athuganir á jarðefnaiðnaði á sínu svæði og undirbúningsfélag þeirra er vinnur að athugun þeirra mála, svo og forgöngu bæjarstjórnar Sauðárkróks og nú víðtækara undirbúningsfélags Skagfírð- inga vegna steinullarverk- smiðju. I þessu sambandi er rík ástæða til að slá varnagla varð- andi nýiðnaðarkosti og nauð- syn þess að menn skilji þann mikla og sumpart flókna undir- búning sem fram þarf að fara, áður en úr því fæst skorið, hvort um arðvænlega framleiðslu get- ur verið að ræða og ráðast eigi í framkvæmdir. Þar skilur á milli þeirra atvinnuvega sem við höf- um mesta reynslu af, þar sem eru sjávarútvegur og landbún- aður. í rauninni má teljast gott, ef þriðja til fimmta hver nýiðn- aðarhugmynd, sem kemur til al- varlegrar athugunar og sýnast kann álitleg í fyrstu, reynist framkvæmanleg við nánari skoð un. Undir þetta þurfa menn að vera búnir og það segir sig sjálft að hið opinbera hlýtur að koma við sögu á einn eða annan hátt sem stuðningsaðili við grein- ingu slíkra nýiðnaðarhug- mynda. Yramhald á bls. 6. nar iðnaðarráðherra á Fjórðungsþing'inu á Dalvík i NORÐURLAND - 5

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað: 21. tölublað (27.09.1979)
https://timarit.is/issue/335194

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

21. tölublað (27.09.1979)

Aðgerðir: