Norðurland


Norðurland - 27.09.1979, Blaðsíða 7

Norðurland - 27.09.1979, Blaðsíða 7
Fulltrúar ABA á kjördæmisþing og fulltrúaráðsfund Eftirtaldir félagar voru kjörnir fulltrúar ABA á kjör- dæmisþingið seinni hluta októ- ber. Aðalmenn: Páll Hlöðversson Höskuldur Stefánsson Brynjar Ingi Skaptason Tryggyi Jakobsson Gísli Ólafsson Steinar Þorsteinsson Erlingur Sigurðarson Böðvar Guðmundsson Helgi Guðmundsson Sigríður Stefánsdóttir Soffía Guðmundsdóttir Guðrún Aðalsteinsdóttir Haraldur Bogason Ruth Konráðsdóttir Ragnheiður Pálsdóttir Hilmir Helgason Guðjón E. Jónsson Varamenn: Jóhannes Jósefsson Loftur Meldal Gunnar Konráðsson Ingibjörg Jónasdóttir Jón Ingimarsson Katrín Jónsdóttir 3ja-4ra herb. íbúð óskast til leigu. Uppl. á skrifstofu Norðurlands, sími 21875. Hólmfríður Guðmundsdóttir Sigtryggur Jónsson Jóhannes Hermundarson Oddný Friðriksdóttir Bragi Skarphéðinsson Torfi Sigtryggsson Pétur Gunnlaugsson Haddur Júlíusson Óttar Einarsson Hreiðar Jónsson Eftirtaldir voru kjörnir fulltrúar ABA á flokkráðsfundinn í haust. Aðalmenn: Böðvar Guðmundsson Sigríður Stefánsdóttir Ingibjörg Jónasdóttir Tryggvi Jakobsson Brynjar Ingi Skaptason Bragi Skarphéðinsson Varamenn: Erlingur Sigurðarson Steinar Þorsteinsson Hólmfríður Guðmundsdóttir Hilmir Helgason Ragnheiður Pálsdóttir Höskuldur Stefápsson Tímaritíð RÉTTUR í rúmlega 60 ár hefur tímaritið Réttur verið baráttu og fræðirit sósíalista á íslandi. Nú er að fara í gang áskriftarherferð. Þeir sem gerast áskrifendur og greiða árgjald 1979fyriráramót, fáþrjá árganga í kaupbæti. Þau hefti er hægt að fá á ritstjórn Norður- lands að Eiðsvallagötu 18. / Z 3 7 s é> 7 Z 1 8 9 /o // /Z /3 ' z /7 /7 9 Ít Z is /S /á> 8 m é 3 /7 /3 /7 /<? 9 z » // / 9 to /9 // 7 /8 'n 5 /y 9 /o 7 // S /o Z m 9 /7 /7 9 8 9 m If /z /3 8 9 /7 /3 z m Zo S // Zo Z z/ S p 8 ZZ /8 /3 a 23 // /9 27 /3 Z ff /8 25 m *N /8 A7 m 27 /? /7 /3 // tf /3 u fo Z /7 i n /z 3 /? s 9 P /Z 3 8 9 Z /3 m Z3 /z m Z 9 27 27 p ZY /7 /9 V 'm. 8 // m 28 9 /7 ti Z7 Z9 2 9 m Krossgáta 27 /o Z 8 /3 Z 3 /z Rétt er að taka fram að í þessari krossgátu er gerður skýr greinar grönnum, t.d. getur a aldrei Lausnarorðið er nafn á munur á breiðum sérhljóða og komið í stað á, og öfugt. jurt. Hausavíxl á stéttar- andstæðingum Á tímum vaxandi óbilgirni atvinnurekenda sem m.a. birtist í tíðum verkbannshótunum og - framkvæmdum Vinnuveitendasambandsins gérist þess þörf að láglaunahópar þjóðfélags- ins standi saman en láti ekki etja sér hver gegn öðrum. Stéttarandstæðingur þeirra er hinn sami - auðvaldið í landinu - i hvaða skötulíki svo sem það birtist. Það hefur hins vegar engum blöðum verið um það að fletta á undanförnum árum að láglaunahópar þjóðfélagsins hafa einkum verið þeir sem stunda ýmis ósérhæfð störf (mörg þeirra þó býsna sérhæfð en án prófs), lífeyrisþegar og bændur. Því kemur það manni spánskt fyrir sjónir þegar ASÍ hefur nú loksins lært að þekkja sinn stéttarandstæðing í líki íslensks bónda. Lengi hafa bændur ekki fengið nema 70-80% af kjörum þeirra stétta sem laun þeirra eru miðuð við í verðlagsgrundvellí landbúnaðar- vöru. Þó að síðasta ár, þriðja góðærið í röð, hafi eitthvað megnað að breyta þessu er enn langt í land að þorri bænda nái réttmætum launum sínum. Þar breytir það engu um þó niðurstaða búreikninga frá 100-200 búum sýni mikla tekjuaukningu í krónum milli ára. Þau bú eru flest úr hópi hinna bestu og þá eru eftir 5000 þar sem niðurstaðan gæti oröið nokkuð önnur. Tekjuskipting er misjöfn innan bændastéttar- innar allt frá góðum tekjum örfárra til þess fjölda sem hefur sáralitlar og jafnvel engar tekjur nema skuldasöfnun. Vinnuveitendasambandið hefur allt sl. ár neitað um kauphækkanir á þeirri forsendu að slíkt samrýmist ekki launastefnu ríkisstjórnar- innar og hafa þar lagt mikla áherslu á að setja eitt hjól undir rassa þeirra beggja. Nú hefur ASÍ tekið undir þessi rök um að kaupgjald skuli ekki hækka með því að mótmæla hækkun þeSs í verðlagsgrundvelli landbúnaðaafurða. Orðrétt segir í samþykkt miðstjórnar ASÍ: „Þessi mikla hækkun er í hróplegri mótsögn við þá launastefnu sem framfylgt hefur verið á öðrum sviðum." Mér er spurn til hvers sú launastefna hafi leitt og hvort miðstjórnin haldi að lágiaunafólk innan ASÍ búi við góð kjör f skjóli hennar. f framhaldi af því má einnig spyrja hvenær það hafi verið ákveðið á íslandi hver launamun- ur skuli vera og hvort ekki sé ástæða til að beina spjótum sínum að öðrum en annarri láglauna- stétt þegar sækja skal kjarabætur. Þegar bændur sem nú eiga við sérstaka erfiðleika að búa fá lítilsháttar leiðréttingu sinna mála hlýtur þeim að finnast helvíti hart að brjóstvörn alþýðunnar i þessu landi skuli fyrst snúast gegn þeim. En athugum nú hvað ASf forustan hefur áiyktað um hækkanir sem aðrir hafa fengið. Rétt sömu dagana og þetta var var söluskattur hækkaður um 2 prósentustig (þ.e. 10%) og vörugjald hækkaði einnig. Nú kemursöluskatt- ur þyngst við þá sem minna hafa, þeir verða að borga skatta af því einu að lifa. Mótmælti ASf þessari hækkun? Ekki minnist ég þess, en aftur á móti man ég eftir gamalli samþykkt frá ASf gegn tekjuskatti, sem að minum dómi er helsta tæki til tekjujöfnunar sé vilji fyrir hendi. Enn virðist eima eftir af þessu furðulega kjarabótar- viðhorfi að beita skuli neysiusköttum en ekki beinum sköttum. Lítum á fleira. Þegar bóndinn fékk sína kauphækkun um daginn fengu ýmsir aðrir hækkun um leið. Ef ég man rétt varð hækkunin til bænda um 10% en hækkunin út úr búð um 27% til jafnaðar. Niðurgreiðslur stóðu í stað. Hverjir hirða nú þessi 8% aðrir en þeir milliliðir sem varan kemur við hjá frá því hún fer úr fjósinu eða fjárhúsinu og þar til hún er komin í kæliborð kaupmannanna. Hversvegna mót- mælir miðstjórnin ekki þessum prósentum líka í stað þess að taka launaliðinn einan út? Hverju mótmælti miðstjórnin þegar kaup- menn fengu hækkun álagningar í fyrravetur? Hvers vegna heyrist ekkert frá henni heldur þegar verðlag ýmissar þjónustu hækkar eins og t.d. rafmagns og síma, flugfargjalda og farmgjalda o.s.frv.? Og að síðustu. Hversvegna minnist ég þess ekki að hafa heyrt um mótmæli ASÍ forustunnar gegn verðhækkunum á annarri neysluvöru en íslenskum landbúnaðarvörum? Stundum hækkar fiskurinn, stundum innfluttir ávextir og grænmeti og fleira gott og nauðsyn- legt frá útlöndum eins og sykur og kornmatur. Já og svo vill það brenna við að gosdrykkirnir hækki og jafnvel smjörlíkið líka. En þá eru viðbrögð ýmissa framámanna ASf önnur. Var það ekki í fyrrahaust sem þeir þvinguðu viðskiptaráðherrann til að leyfa slíkar hækkanir þegar um var beðið en hann ætlaði að þumbast við. En þar átti Davíð Scheving hagsmuna að gæta. Og svo fékk hann 15% hækkun á smjör- líkið sitt um daginn, en hann er nú í VSÍ en ekki Stéttarsambandi bænda. Mér sýnist að hér hafi ASÍ haft hausavíxl á hlutunum. Samþykkt miðstjórnarinnar er ekki til þess falin að efla samstöðu láglaunastétt- anna bænda og verkalýðs í baráttu þeirra við stéttarandstæðinginn, þá lélegu eftirlíkingu kapitalisma sem í landinu ríkir. Þvert á móti sundrar hún hinum tekjulægstu í sókn sinni til betra lífs. NORÐURLAND - 7

x

Norðurland

Gerð af titli:
Flokkur:
Gegnir:
ISSN:
2298-1551
Tungumál:
Árgangar:
23
Fjöldi tölublaða/hefta:
262
Gefið út:
1976-1998
Myndað til:
01.12.1998
Útgáfustaðir:
Efnisorð:
Lýsing:
Dagblað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað: 21. tölublað (27.09.1979)
https://timarit.is/issue/335194

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

21. tölublað (27.09.1979)

Aðgerðir: