Norðurland - 18.10.1979, Side 2

Norðurland - 18.10.1979, Side 2
Strákapör „Þeir skulduðu mér“, sagði Sólnes, „þeir skulduðu mér, helvítin þau arna.“ Það var því ekki að furða þó að hann léti borga sér bílkostnaðinn með því að framvísa ljósritum af símareikningunum sínum sem hann hafði látið Alþingi greiða áður, enda eiga þingmenn að hafa frían síma. En þá var eftir að huga að fleiru til að hafa upp í skuldirnar. Yfirvinna - já og hún ómæld - það var hægt að hagnýta sér. En taxtinn? Jú tvöfaldur taxti yfirverkfræðings svona til að styðjast við eitt- hvað. Jafnvel í kostningamán- uöinum í fyrra var yfirvinna innheimt og þá að sjálfsögðu líka þegar annir þingsins voru hvað mestar. Ætli það séu 30 stundir í sólarhringnum hjá Sólnesi? Eða kannski hann sé þar með 100% álagi? Svo segja illgjarnir að einka- bóllinn dýri standi oftast inni í skúr en í staðinn sé Sólnes á bíl frá þeim Kennedýjum. Samt er þörf að fá nokkuð fyrir bílinn í skúrnum, a.m.k. upp í fyrning- una. - Já það má nú segja að til einhverra ráða verður að grípa þegar á að hafa af mönnum gengishagnaðinn af innstæðun- um í Finansbanken. Þær eru náttúrulega uppétnar í verð- bólgunni á íslandi svo vissara er að láta bölvað ríkið (báknið) bæta sér tapið eftir því sem unnt er og þá er bara að láta bílinn brenna símareikningum í skúm- um. Hérergreinilegafundiðráð í orkukreppunni sem ætti að duga betur en gulrætur og grænar baunir hjá Denna forð- um. Þeir segja sumir að Sólnes hafi verið búinn að lofa Hall- dóri Blöndal því að standa upp úr þingsætinu fyrir honum síðast, en svo svikið það allt saman. Halldór hins vegar fékk bitling við að horfa á niður- stöðutölur ríkisreikninganna, hvar pottur reyndist brotinn. Og sjá hann fékk hugljómun og hyggst nú sigla inn á þing á símareikningum Sólness. Já til margra nota eru þessir sím- reikningar. En uppi í Dómsmálaráðu- neyti störðu gleraugu Vilmund- ar á brambolt þeirra hér norður frá. Það kom honum ekki við. Það var búið að gera samning um að ekkert mætti aðhafast í ríkisstjórninni nema með leyfi Sólness og félaga í Sjálfstæðis- flokknum. Nýtt möppudýr var fætt. Vilmundur ungi orðinn að kerfiskalli og ákvað að gefa Sólnes upp allar sakir áður en þær væru á hann sannaðar. En í hinu íslenska samfélagi frumskógakapítalismans var ólnes dáður og sendur enn á ing. Hann lætur sko ekki vaða yfir sig hann Sólnes sögðu menn. Peningavitið er alltaf hátt metið. Það kallast að koma sér fram. Já, - mikið er nú Sólnes duglegur að koma sér áfram. Strákur. Þar sem fréttaritarinn var full gáskafullur við samningu Hrís- eyjarpistils á dögunum varð svolítill misskilningur. Rústir Nýju sfldarstöðvarinnar eru ekki ætlaðar sem fiskhjalla- stæði fyrir fiskvinnslustöð KEA þótt viss hluti sfldarstöðvar- mannvirkjanna hafi verið not- aður þannig. Hríseyjarhreppur er hins vegar orðinn eigandi þessara gömlu mannvirkja. Og svo myndin af skáldinu, karl- manni sem fellur í sundlaugina. Það er kona sem tekur bakfall- ið. Bylta skáldsins var hins veg- ar í svipuðum dúr. Guðjón. MEÐ GRACE FROBUHREINSUN er leikur einn at$ þrífa frystihúsitS, sláturhúsií, 0g fiskibátinn. GRACE ÞRÍFUR ALLT. Hringdu og vit5 komum og sýnum hva<5 autS- veld öll þrif vería. -- Froðuhreinsun er framtíðin. « Einkaumboð á Islandi. -..I © 1 u i tw1 Mm=A m, j □ ) é f © - -1 II ©II (D K. JÓNSSON & CO. HF. HVERFISGATA 72 - R EYK) AVIK - ICELAND - PHONE 1 2452 - P.O. BOX 5189 Skinnaverksmiðjan Iðunn, sútun: Verkafólk óskast á dagvakt. Mikil vinna, ef óskað er. Upplýsingar gefa Sigfús Jónsson verkstjóri sími 21900 (65) og starfsmannastjóri sími 21900 (23). Skinnaverksmiðjan Iðunn, sútun. SÖLUBÖRN NORÐURLAND óskar eftir börnum til að selja blaðið á föstudögum. NORÐURLAND Gjalddagi fasteigna-, heimilis-, og lausafjár- trygginga var 15. október. Vegna fyrirhugaðra breytinga á gjalddaga féll nú aðeins til greiðslu iðgjald fyrir tímabilið 15/10 til 31/12 1979. Fellur því nýtt iðgjald í gjalddaga um áramót. Brunabótafélag íslands Akureyrarumboð — Glerárgötu 24 Símar 23812 — 23445. Sparið peninga Sana öl og Sana gos- drykkir er framleitt á Akureyri. Styöjiö norðlenska framleiðslu. KJORBUÐIR AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Starf heilbrigðisfulltrúa hjá Akureyrarbæ er laust til umsóknar. Áskilin ersér- menntun í heilbrigðiseftirliti sbr. 30. gr. heilbrigðis- reglugerðar frá 8. febrúar 1972. Laun og kjör verða í samræmi við kjarasamninga Akureyrarbæjar. Allar frekari upplýsingar um starfið veitir undirritaður, sem jafnframt veitir umsóknum viðtöku. Umsóknar- frestur er til 1. nóv. n.k. Akureyri 12. október 1979. Bæjarstjórinn á Akureyri. 2 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.