Norðurland - 18.10.1979, Blaðsíða 6
Nokkrar ályktanir 9. þings V.M.S.I.
Frá þingi V.M.S.Í. Guðmundur J. í ræðustól.
Eflum fræðslu-
starfsemina
9. Þing Verkamannasam-
bands íslands telur að ekkert sé
verkafólki nauðsynlegra til að
halda hlut sínum í harðri
lífsbaráttu, en skilningur á
auknum samtakamætti og stétt-
vfsi í verkalýðshreyfingunni.
Til þess að unnt sé að lyfta
félagslífi hreyfingarinnar og þar
með baráttumætti hennar, er
óhjákvæmilegt að auka fræðslu,
þjálfun og þar með áhuga
verkafólks á eigin hagsmuna-
málum. Ekkert verkalýðsfélag
er sterkt, sem ekki hefur virkt
trúnaðarmannakerfi. En til þess
að auka skilning á nauðsyn
þess, þarf aukna fræðslu bæði
trúnaðarmanna og félags-
manna almennt.
Þingið telur, að hægt hafi
miðað í uppfræðslu hins al-
menna félagsmanns um sín
hagsmuna- og réttindamáls.
Hinsvegar hefur margt áunnist í
fræðslu trúnaðarmanna sbr.
trúnaðarmannanámskeiðin skv.
ákvæðum gildandi kjarasamn-
inga, sem mörg verkalýðsfélög
hafa haldið. Þingið hvetur
félögin til að efla þetta starf sem
mest þau mega.
Þingið ákveður, að verja
einni milljón króna á árinu 1980
og hlutfallslega sömu upphæð
1981 til erindisreksturs, svo og
útgáfu fréttabréfs og annárar
upplýsingamiðlunar. Það sé
haft að leiðarljósi, að þjónusta
þessi nái til allra félagsmanna
VMSÍ.
Kjaramálaályktunin:
Kaupmátt Sólstöðusamn
inganna - Verðbætur
miðist við miðlungslaun
Ályktun vegna
bamaárs
Kjarasamingar þeir sem gerðir
voru sumarið 1977 gjörbreyttu
til hins betra launakjörum,
jafnframt því sem fylgt var fram
stefnu verkalýðssamtakanna
um aukinn launajöfnuð. Um-
talsvert skref var stigið í átt til
launajöfnunar innan Alþýðu-
sambands fslands, en þessi
markaða stefna ASÍ varð hins
vegar ekki ráðandi alls staðar í
þjóðfélaginu. Ýmsir tekjuháir
hópar utan Alþýðusambands-
ins náðu mun meiri launa-
hækkunum.
f byrjun árs 1978 gripu
stjórnvöld til ráðstafana sem
skertu þá samninga sem gerðir
höfðu verið. Samtöklaunafólks
í landinu boðuðu til alsherjar-
mótmælaverkfalls 1. og 2. mars
og Verkamannasamband ís-
lands snérist harkalegast gegn
þessum ráðstöfunum með út-
flutningsbanni og öðrum að-
gerðum. Óþarft er að rekja gang
þeirra mála, en vegna ráðstaf-
ana sinna gegn launafólki féll
ríkisstjórnin í síðustu kosning-
um.
Þegar ný ríkisstjórn hafði
verið mynduð með stuðningi
verkalýðshreyfmgarinnar, voru
miklar vonir bundnar við at-
vinnuöryggi, að kaupmáttur
yrði tryggður, launajafnrétti
aukið, félagslegar umbætur
auknar og sterk ítök verkalýðs-
hreyfingarinnar í ríkisvaldinu
tryggð. Skerðingarlög gömlu
ríkisstjórnarinnar voru afnum-
in og ýmsar mikilsverðarfélags-
legar umbætur settar í lög, og
enn fleiri undirbúnar. Þegar
líða tók á þetta ár fór hins vegar
að halla á kaupmátt verkafólks.
Fyrirsjáanlegt varð, að samn-
ingum yrði að segja upp um
næstu áramót.
Við brottför ríkisstjórnar-
innar eru margar blikur á lofti.
Vinnuveitendasambandið er
hatrammara en nokkru sinni
fyrr og vonast til að fá nýja
ríkisstjórn sér hliðholla. Stefna
Vinnuveitendasambandsins hef
ur legið skýr fyrir, - atvinnulífið
þoli ekki núverandi kaupmátt,
afnema beri að mestu vísitölu-
bætur á laun og gera enga þá
samninga sem bæti kjör verka-
fólks.
Verkamannasambandið gerir
sér grein fyrir að ekki virðist
möguleikar á stórfelldum kjara-
bótum, en stefnan í komandi
kjarasamningum hlýtur að
verða sú, að ná og treysta þann
kaupmátt sem samningarnir frá
1977, óskertir, gera ráð fyrir að
viðhalda fullri atvinnu.
Verkamannasamband ís-
lands telur brýnt að í komandi
samningum verði verðbótakerf-
ið notað til launajöfnunar,
þannig að á allt kaup verði
greidd sú krónutala sem verð-
tryggi miðlungskaup að fullu.
Jafnframt leggur Verka-
mannasambandið áherslu á að
tryggðar verði félagslegar um-
bætur sem leiði til aukins jafn-
aðar og þjóðfélagslegs réttlætis:
Sambandið ítrekar þá fyrri
stefnu sína, að kjarabætur er
hægt að tryggja með fleiru en
beinum kauphækkunum.
Verkamannasamband ís-
lands lýsir því yfir að ekki mun
verða þolað að gildandi laga-
ákvæði um aukna skerðingu
lægstu launa verði látin koma til
framkvæmda, en að óbreyttum
lögum er stefnt að því að lág-
tekjufólkfái 9%kauphækkun 1.
desember n.k. og hærra launað-
ir 11%. Verkamannasamband-
ið krefst þess að þessi skerð-
ingarákvæði laganna verði af-
numin.
Verkamannasamband fs-
lands skorar á öll aðildarfélög
sín að beita styrk sínum og sam-
heldni gegn öllum tilraunum til
að skerða kaupmátt og réttindi
verkafólks. Slíkri viðleitni
verða öll samtök launafólks að
mæta af fyllstu hörku. Verka-
mannasambandið minnir á, að
hlutverk þess er að bæta kjör
og þjóðfélagsstöðu láglauna-
fólks í landinu og herða verður
baráttuna fyrir auknu launa-
jafnrétti.
Verkamannasamband ís-
lands hvetur því til allsherjar
samstöðu innan Alþýðusam-
bands íslands um kjarabætur,
þar sem fyrsta boðorðið verður
að vera, að lægstu launin sitji í
algjöru fyrirrúmi.
9. þing Verkamannasambands
íslands lýsir yfir stuðningi sín-
um við tillögur barnaársnefnd-
ar ASÍ og hvetur til þess að
eftirtalin atriði verði tekin upp í
kröfugerð í komandi samn-
ingum:
1. Launagreiðslur til foreldra í
veikindum barna.
2. Þriggja mánaða fæðingar-
9. þing Verkamannasambands
ísland ítrekar fyrri samþykktir
varðandi brottför hersins og úr-
sögn íslands úr NATO. Jafn-
framt fordæmir þingið kylfu-
orlof á fullum launum, sem
greiðist af almannatrygg-
ingum.
3. Fullnægt verði þörf fyrir
dagvistunarþjónustu með
skipulögðu átaki, þannig að
markið náist innan sjö ára.
4. Settar verði strangar skorð-
ur við vinnutíma barna og
unglinga.
barsmíðar lögreglunnar á frið-
sömum mótmælendum í Sunda
höfn á dögunum.
(Samþ. með yfírgnæfandi
meirihluta.)
NORÐURLAND
óskar að ráða mann til að taka að sér aug-
lýsingaöflun fyrir blaðið, gegn prósentum.
Upplýsingar á skrifstofu NORÐURLANDS,
Eiðsvallagötu 18, sími 21875.
r
Landsráðstefna herstöðvaandstæðinga
| Samtök herstöðvaandstæðinga miðnefnd leggja fram skýrslu ir hádegi sunnudagsins 4. nóv. _
■ halda landsfund dagana þriðja um starfið á liðnu ári og rætt leggja starfshópar fram álit og Jj
| og fjórða nóvember n.k. og fer um starfsáætlun næsta árs. Að fara síðan fram umræður, af- ■
■ hann fram í Félagsstofnun kvöldi þriðja nóvember verður greiðsla ályktana og kosningar m
| stúdenta . við Hringbraut í haldin kvöldvaka en morgun- miðnefndar.
■ Reykjavík. Þar mun starfandi inn eftir funda starfshópar. Eft-
Island úr Nató!
Herinn burt!
6 - NORÐURLAND