Norðurland


Norðurland - 18.10.1979, Blaðsíða 4

Norðurland - 18.10.1979, Blaðsíða 4
NORÐURIANO NORÐLENSKT VIKUBLAÐ Ritnefnd: Böövar Guörnundsson, Erlingur Siguröarson, Helgi Guömundsson, Soffia Guömundsdóttir, Tryggvi Jakobsson. Ritstjóri: Jón Guöni Kristjánsson (ábm.). Framkvæmdastjóri: Loftur H. Jónsson. Ritstjórn og afgreiösla: Eiösvallagötu 18, sími 21875. Póstfang: Box 492, 602 Akureyri. Offsetprentun: Prentsmiöja Björns Jónssonar. Gefið út af kjördæmisráði Alþýðubandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Skríplastjóm Nú er sest að völdum ríkisstjórn krata og íhalds tilkomin fyrir sérstakan áhuga meirihluta krataþing- manna til að koma á nýrri viðreisnarstjórn. Kratar sitja nú einir og hafa það hlutverk eitt að þrauka fram yfír kosningar í veikri von um að niðurstaða þeirra verði sú að viðreisnarflokkarnir haldi meirihluta sínum í þinginu. Alþýðuflokkurinn mun með myndun þessarar skríplastjórnar hafa orðið fyrstur íslenskra stjórnmála- flokka til þess að mynda ríkisstjórn með því skilyrði að gera nákvæmlega ekki neitt á meðan hún situr. Umgengnismáti Sjálfstæðisflokksins við kratana nú eru umgengnishættir gæslumannsins sem iítur eftir fanganum í gapastokknum. fhaldinu hefur tekist að koma málum svo fyrir að kratarnir sitja í ríkisstjórninni múlbundnir í bak og fyrir en þess utan leikur íhaldið nú þann leik að hengja stjórnarsetuna á Alþýðuflokkinn sem hvern annan kross; best fari á því að þeir menn sem bera ábyrgð á öllu þessu sukki hangi yfír óreiðunni til síðasta dags. Æðsti strumpur ríkisstjórnarinnar er því ekki Benedikt Gröndal heldur Geir Hallgrímsson, hinn fyrr nefndi ástundar nú þann lítilmótlega verknað að vinna verkin fyrir hinn síðarnefnda og þola pólitíska húðstrýkingu fyrir. Það er með ólíkindum hve íhaldinu hefur tekist vel upp í samningunum við kratana og íhaldið fær með öllu frjálsar hendur í áróðursstríðinu sem nú er að komast í fullan gang og beinist ekki síst að Alþýðuflokknum. Svo langt gengur Sjálfstæðisflokkurinn í því að niðurlægja kratana að talsmenn hans hika ekki við að fullyrða í fjölmiðlum að skríplastjórnin hafl ekki annað hlutverk en að tryggja Sjálfstæðisflokknum hreinan meirihluta á Alþingi og þar með alla ráðherrana ínæstu ríkisstjórn. fhaldið gerir sér nú vonir um að fá hreinan meirihluta á Alþingi og kveður mjög við þann tón í málflutningi þeirra og þeir eigi að fá tækifæri til að reyna að stjórna íandinu einir. Landsmenn þurfl „eitthvað nýtt“, sterka forystu eins flokks sem hafí kjark og getu til að framkvæma þá „sársaukafullu lækningu“ sem nauð- synleg er á þjóðarlíkamanum. Af málflutningi afturhaldsins er ekkert nýjabrum nú frekar en fyrri daginn. Skera skera, er mottó þeirra manna sem tala fyrir þess hönd. Á það hefur verið bent hér í blaðinu oftar en einu sinni að tillöguflutningur kratanna í efnahagsmálum væri því marki brenndur að bandamenn til að framkvæma þær, væri helst að finna meðal íhaldsins. Meiri hluti þingliðs kratanna hefur komist að þessari sömu niðurstöðu og knúið flokkinn til að fallast á hana. Það er því nokkurn veginn augljóst mál að kratarnir hugsa sér að leiða íhaldið til valda með sinn niðurskurðarsöng eina ferðina enn, annað hvort eitt eða með stuðningi leyfanna af Alþýðuflokknum. Bæði Alþýðuflokkur og Sjálfstæðisflokkur skamm- ast blóðugum skömmum yfír því að Alþýðubandalagið sé þenslu- og skattpíningarflokkur að ekki sé nú minnst á þá fjarstæðu að vilja taka lán. íslenskir sósíalistar hafa alla tíð verið einarðir talsmenn margvíslegra framkvæmda og atvinnuupp- byggingar í landinu. Þeir hafa barist fyrir aukinni félagslegri þjónustu og aukinni samneyslu. Þeir eru ekki nú frekar en fyrri daginn haldnir þeirri fírru að þetta sé mögulegt að gera án skattlagningar og lántöku. Af hálfu íhaldsaflanna verður kjósendum nú sem oft áður lofað lækkun skatta og minnkandi lántökum og jafnframt margvíslegum framkvæmdum. Það er svo önnur saga að ekki kemur venjulegt fólk auga á hvernig þessu hvorutveggju verður komið heim og saman. Þarf áreiðanlega fjármálalega kraftaverka- menn á borð við Jón Sólnes til að hrinda slíku í framkvæmd. Þegar ýmsir frambjóðendur íhalds og krata fara nú að lofa kraftaverkum af þessu tagi er gott fyrir kjósendur að muna það að í báðum flokkunum ráða þeir nú ferðinni sem vilja lifa eftir kenningunni: Skerum. skerum. hágé. Rætt við fulltrúa á 4 Guðmundur J. Guðmundsson. Níunda þingi Verkamannasam- bands íslands lauk á sunnudags kvöld með kosningum og af- greiðslu ályktana. Nokkur spenna ríkti á þinginu undir lokin er ljóst varð að mótfram- boð kæmi gegn Karli Steinari Guðnasyni í stöðu varafor- manns sambandsins auk þess sem ýfingar urðu er fram kom tillaga um að lýsa andstöðu við hersetu á íslandi og aðildinni að Nató. Þegar upp var staðið var þó Karl Steinar varaformaður eins og fyrr og nýkjörin stjórn hélt af þinginu með ályktanir þess að veganesti í komandi baráttu. Þar ber auðvitað hæst kjaramálaályktun þar sem launajöfnunar stefna er ítrekuð og efld innan sambandsins. Norkkrar ályktanir þingsins eru birtar á bls. 6 en hér á eftir fara ummæli nokkurra fulltrúa á þinginu sem NORÐURLAND tók tali að því loknu. Jón Kjartansson formaður V erkalýðsfélagsins í Vestmanna eyjum: Þetta var að mörgu leyti mjög skemmtilegt þing þótt baráttan um brauðið kafnaði að nokkru leyti í þessu áfalli sem Alþýðu- flokksmenn telja sig hafa orðið fyrir við stjórnarslitin. Kjaramálaályktunin var nokkuðgóð. Maðurvonarbara að hún verði meira en orðin tóm og að Verkamannasambandið beri gæfu til að fylgja henni eftir til sigurs. Það hefur raunar aldrei verið samstaða um launa- jöfnunarstefnu innan A.S.f. Þar eigum við í höggi við ýmsa sem betur mega sín en okkar um- bjóðendur. Þetta getur orðið þungur róður. Sú stefna sem fram kemur í kjaramálaályktuninni núna var í raun borin fram til sigurs á 33. Þórir Daníelsson. þingi A.S.Í. en hún var í sól- stöðusamningunum aðeins lát- in ná til tveggja vísitölustiga. Það er raunar einum manni aðallega að þakka að þetta komst í gegn og það var Björn Jónsson. - Ef ályktuninni yrði fylgt fram þá fengju lægstu taxtarnir mjög verulegar lag- færingar og í heild þá fengjum við fram sama kaupmátt og reiknað var með í sólstöðu- samningnum. Hvað um þingið að öðru leyti? - Þingið einkenndist mjög af biturleika verkalýðssinna út í þá sem stukku út úr stjórnarsam- starfinu nú á dögunum. Þetta kom glöggt fram í kosningum. Mín skoðun er sú að varafor- maður Verkamannasambands- ins gæti frekar þakkað fram- boðsræðu formannsins endur- kosningu sína en eigin vinsæld- um. - Nú þar að auki virtist velj- ast til fundarstjórnar á þinginu fólk sem er algerlega einlit hjörð þar sem saman fór van- þekking á fundarstjórn og fundarsköpum og ólýðræðisleg vinnubrögð. En þegar okkar ágætu forustumenn vilja leggja hausinn að veði fyrir blandaðan pólitískan lit þá er eðlilegt að þessi verði niðurstaðan. Pétur Sigurðsson forseti Al- þýðusambands Vestíjarða: Þetta var mjög gott þing og þar ríkti mikil samstaða. Ég tel að sú kjaramálaályktun sem samþykkt var sé afar góð og að okkar mönnum í Verkamanna- sambandinu beri að berjast fyrir þeirri stefnu sem þar var mörk- uð innan A. S. í. en því er ekki að neita að þar er við að eiga marga sem eru andvígir launajöfnun- arstefnu eins og þeirri sem Verkamannasambandið hefur nú ítrekað. En við sem erum fulltrúar láglaunafólksins í landinu erum afar ánægðir með þetta þing. Nú þar fyrir utan þá vil ég segja það að aðbúnaður var góður og þingið haldið í fallegu umhverfi. Andinn á svona þingi ■verður öðruvísi þegar það er haldið utan Reykjavíkur. Menn eru ekki eins tvístraðir og ein- angraðir inni á hótelum og einkaheimilum og það takast betri og nánari kynni milli full- trúa þegar þingin eru haldin úti á landinu Frá 9. þingi Verkamannasambandsi Jón Karlsson Sauðárskróki: Ég tel þetta þing hafa verið mjög vel heppnað. Kjaramála- ályktunin var mjög mikilvæg stefnumörkun í málefnum launafólks. Hvað varðar aðrar ályktanir þingsins þá hef ég ekkert að segja um þær annað en það að ég lít svo á að með fjárhagsáætluninni hafi verið tryggð Qárhagsstaða sambands- ins sem er mjög mikilvægt. Viltu segja eitthvað um þann ágreining sem átti sér stað um varaformann? Nei, ég hef ekkert annað að segja um það annað en að það er aldrei að búast við því að allir verði sammála um hvaðeina og menn eiga rétt á því að berjast fyrir skoðunum sínum. Ég er hins vegar sannfærður um að það var gæfa Verkamannasam- bandsins að málum lyktaði á þann hátt sem raun varð á. Hvað um samningana sem framundan eru? Það er erfitt að segja en ég álít að þetta erfiða stjórnmála- ástand geri það að verkum að samningagerðin verði erfiðari nú en oft áður. Þorsteinn Þorsteinsson formað ur Jökuls Höfn Hornaflrði. Það var einkennandi fyrii þetta þing að það var haldið i skugga þeirrar stjórnarslita sem eru nýorðin, þetta fannst méi koma greinilega fram í máli flestra þingfulltrúa. Um niðurstöðurnar er það að segja að þær voru að mínu mati fremur hógværar og mjög i samræmi við það ástand sem haldið er á lofti í efnahagsmál- um. Nú er ályktað að reyna beri að halda þeim kaupmætti sem samið var um í sólstöðusamn- 4 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.