Norðurland


Norðurland - 18.10.1979, Qupperneq 5

Norðurland - 18.10.1979, Qupperneq 5
niðurstaðan varð í reyndinni. Sannleikurinn er sá að þegar allt kemur inn í myndina, krafan um að endurheimta kaupmátt sólstöðusamning- anna og þessi launajöfnunar- krafa, að þá eru þetta mjög háar kröfur hvað varðar lægstu laun. Ég fagna auðvitað þessari sam- þykkt og það er svo hlutverk okkar sem sátum þingið að kynna þessar tillögur og fylgja þeim eftir. Það er erfitt verkefni að fylgja þessum kröfum eftir og ég tel að það þurfi að leggja áherslu á það núna að búa stéttina sem best undir þau átök sem framundan eru. í þessu sambandi vil ég að það komi fram að ég endurflutti nokkrar tillögur í sambandi við skipulag kjarabaráttunnar. í fyrsta lagi um fundaherferð til að gera verkalýðsstéttina meðvitaða um það sem framundan er og í öðru lagi að V.M.S.Í. taki upp náið samstarf við aðildarfélögin og hvetji þau til að halda vinnustaðafundi og fálagsfundi til að tryggja að stefnan í samningunum verði lýðræðis- lega mörkuð og í þriðja lagi að unnin verði skýrslugerð um stöðu ýmissa láglauna hópa sem skapi grundvöll að raunhæfu áliti á almennri stöðu láglauna- fólks. Um kosningar vil ég segja það að ég er þeirrar skoðunar að verkalýðsflokkarnir eigi að vinna saman. Hins vegar þýðir ekkert að draga dul á það að Karl Steinar er fulltrúi hægri aflanna í Alþýðuflokknum og tæki þeirra innan verkalýðs- hreyfingarinnar. Baráttan stóð því ekki gegn honum persónu- lega heldur var verið að takast á um pólitík Verkamannasam- bandsins. Það var með það í huga - sem ég studdi mótfram- boðið gegn honum. Um aðrar ályktanir þingsins en kjaramálaályktunina er það að segja að ályktunin frá barnaársnefnd um dagvistunar- mál og réttindi foreldra í veikindum barna sinna. Nú og svo var mikilvægt að fá sam- þykkta ályktun varðandi Nato og herinn og fordæmingu á ofbeldi lögreglunnar í Sunda- höfn. ns. ingunum og mér fannst á máli þeirra sem þarna töluðu að þeir gerðu ekki ráð fyrir að hægt væri að ná fram öðru og meiru í komandi samningagerð. Nú, svo var rætt um að ekki mætti skerða verðbæturnar á launin en nú upp á síðkastið hefur heldur hallast á þau réttindi. Þetta finnst mér vera það sem einkenndi þingið og um þetta var raunar mikil samstaða. Að þessu öllu slepptu þá var eitt sem var til umræðu og ég tel mjög mikilvægt en það er í sambandi við þennan óskaplega vinnutíma sem nú viðgengst, sérstaklega í fiskvinnslunni. Þarna verða samtök eins og Verkamannasambandið að fara að beita sér því að það ástand sem nú ríkir í þessum efnum nær ekki nokkurri átt. Það eru auðvitað ýmsar ástæður fyrir þessum óhemjulega vinnutíma, ýmsar kjaralegar ástæður fyrir fólkið sem stafa af lágu kaupi í dagvinnu. Svo eru skipulags- legar ástæður fyrir þessu líka en ég hygg að mörgum hafi orðið það ljóst eftir yfirvinnubannið um árið að óhæflega langur vinnutími bitnar á afköstunum og að fram leiðni vex á tímaeiningu með styttum vinnu tímma. Bjarnfríður Leósdóttir Akranesi Ég verð að segja það að fyrir mér er þetta þing hneyksli frá upphafi til enda. Hér hefur formaður verkamannasam- bandsins lagt allt í sölumar til að tryggja Karl Steinar Guðna- son í sessi sem varaformann. Það kom í ljós strax í upphafi þingsins að hverju stefndi þegar tóninn var gefinn í vali forseta þingsins. Þeir voru allir kratar. Fundarstjórar og fundarritarar á þinginu. ákvæði um vinnuvernd barna og rétt foreldra til leyfis úr vinnu vegna veikinda barna sinna. Ennfremur er þar sam- þykkt að vinna beri að því á næstu sjö árum að hægt sé að uppfylla allar óskir varðandi dagvistun barna. Það var líka mjög sætur sigur að fá samþykkta tillögu um andstöðu við herinn og Nato og fordæmingu á því athæfi sem lögreglan gerði sig seka um hér á dögunum. Ég vil samt taka fram að framkoma fundarstjóra á því augnabliki sem tillagan var borin upp var stórlega vítaverð því að hann gerði hreinlega tilraun til stinga henni undir stól. Það verður erfiður róður framundan því að við göngum ekki að því gruflandi að það verður erfitt að halda laununum óskertum þegar kratarnir eru teknir við stjórn- velinum. Og þeir munu leiða okkur inn í íhaldsstjórn og þá vitum við hverju við megum eiga von á. Kristján Ásgeirsson Húsavík. Það verður nú að segjast að það einkenndi þetta þingið mikil kratabragur og það er margt sem maður var undrandi yfir eins og t.d. það ofurkapp sem Guðmundur J. Guðmundsson formaður sambandsins lagði á kjör Karls Steinars. Ég er ánægður með kjara- málaályktunina hún beinist að því að rétta verulega hlut þeirra sem lægri laun hafa og það hlýtur að verða höfuðverkefnið að berjast fyrir þeim málstað á næstunni. Þeir atburðir sem hafa orðið að undanförnu á vettvangi þjóðmálanna gera það hins vegar auðvitað að verkum að það er hætt við að róðurinn'yerði þungur á næst- unni í kjarabaráttu verkafólks. Ég vil annars segja það að það var ánægjulegt að við skyldum fá í gegn samþykktina gegn hernum og Nato með miklum meirihluta atkvæða þrátt fyrir tilraunir fundarstjóra til að stinga þeirri tillögu undir stól. Guðmundur Hallvarðsson úr Verkamannafélaginu Dagsbrún Reykjavík. Eg vil fyrst segja það að und- irbúningur fyrir þingið var ákaflega illa afhendi leystur. Ég álit að öll þinggögn eigi að liggja fyrir með góðum fyrirvara svo að mönnum gefist kostur á að kynna sér þau fyrir þingið og ræða þau í sínum félögum. Þessu var ekki þannig varið núna og þau gögn sem menn fengu upp í hendurnar á þinginu voru illa unnin. Sjálf kjara- málaályktunin var ekki lögð fram fyrr en á öðrum degi þingsins og drögin sem þá komu voru mjög loðin og það setti að nokkru leyti mark sitt á þær umræður sem á eftir fóru. En um kjaramálaályktunina eins og hún var samþykkt er það að segja að þar er að finna einn talsvert mikið stefnumarkandi hlut og það er að verðbætur á laun verði notaðar til launa- jöfnunar, þannig að.krónutala sem kemur í verðbætur verði reiknaðar út frá miðlungslaun- um. Það er rétt að undirstrika það að þarna er um mjög mikla launajöfnunarstefnu að ræða, og þarna er verið að leiðrétta viss mistök frá því á 33. þingi A.S.Í. og eins úr kröfugerðinni fyrir síðustu kjarasamninga þar sem krónutalan var miðuð við lægstu laun. Eg er hins vegar hræddur um að allir þingfulltrúar hafi ekki gert sér fyllilega grein fyrir hver Nú svo þegar kosningar standa yfír þá stöðvar formaðurinn þær til að halda áróðursræðu fyrir Karl. Svona vinnubrögð eru hneyksli ef ég skil það orð. Ég er þeirrar skoðunar að við eigum að starfa með verkalýðs- armi Alþýðuflokksins og það er því rétt að ég skýri hvers vegna ég stóð að framboði gegn Karli Steinari. í fyrsta lagi er hann þingmaður krata og stóð sem slíkur að stjórnarslitunum á dögunum. í öðru lagi hefur hann verið baráttumaður fyrir hersetu á íslandi og það er ekki að ófyrirsynju að hann hefur verið kallaður fyrsti þingmaður Bandaríkjahers á íslandi. í þriðja lagi sýndi hann það þeg- ar útflutningsbannið stóð yfir hvert hald er í honum í harðri baráttu þegar hann sveikst þar algerlega undan merkjum. Við reyndum að fá krata til að benda á annan mann til fram- boðs en þeir voru ófáanlegir til þess og nutu í því formanns Verkamannasambandsins. En ég er þess fullviss að ef öllum leikreglum hefði verið fylgt þá væri Karl Steinar Guðnason ekki varaformaður Verka- mannasambands íslands. Ég verð þó að segja að þegar öllu var á botninn hvolft þá var sá minnihluti sem myndaðist í kosningunum ótrúlega stór þegar haft er í huga að for- maðurinn beitti öllu sínu afli gegn honum. Um samþykktir þingsins er það að segja að ég tel mikið happaspor vera stigið með kjaramálaályktuninni sem samþykkt var þar sem mörkuð var sú stefna að sama krónutala skyldi koma ofan á öll laun þegar verðbætur eru reiknaðar. I öðru lagi vil ég vekja sérstaka athygli á ályktun frá barnaársnefnd A.S.Í. sem þing- ið gerði að sinni en þar eru NORÐURLAND - 5

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.