Norðurland


Norðurland - 18.10.1979, Qupperneq 7

Norðurland - 18.10.1979, Qupperneq 7
Flokks- ráðsftindi frestað Ákveðið hefur verið að fresta flokksráðsfundi Alþýðubanda- lagsins sem fram átti að fara um miðjan nóvember. Ekki hefur verið ákveðið hvenær fundurinn verður haldin en hugmyndir eru uppi um að halda hann í desemberbyrjun. Vegna kosningaundirbúnings- ins þótti ekki fært að halda hann á áður ákveðnum tíma. Rauði kross íslands - Akur- eyrardeild. Skrifstofa deildar- innar er til húsa að Skólastíg 5, gengið inn að austanverðu. Síminn er 24803 og skrifstofan er opin fyrir hádegi alla virka daga. Almennir heimsóknartímar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyri erufrá kl. 15-16ogl9-20 alla daga. - Hjúkrunarforstjóri. Leikfélag Akureyrat Galdrakarlinn íOz Leikstjórl: Gestur E. Jónasson. Leikmynd: Ragnar Lár. 4. sýning laugardag kl. 17. 5. sýning sunnudag kl. 15. Aðgöngumiðasalan eropin föstudag kl. 17-19 og klukkutíma fyrir sýningu. Sfmi 24073. Leikfélag Akureyrar. Fundað um tónlistarmál Stjórn Tónlistarfélags Akureyr- ar hefur ákveðið að halda fund um tónleikahald og tónlistar- starf, að Hótel Varðborg sunnu daginn 28. október kl. 16. Stjórnum og formönnum kóra og hljómsveita hefur verið boðið á fundinn. Einnig tón- listarkennurum og öðrum þeim sem á einn eða annan hátt tengjast málinu. Af þessu tilefni hringdi NORÐURLAND í Jón Hlöðve Áskelsson skólastjóra Tónlistar skólans, til þess að fregna nánar um tildrög þessa fundar. Jón sagði að undanfarin ár hefðu verið haldnir sex til sjö tónleikar árlega, auk tónlistar- daga. Reynt hefði verið að hafa dagskrá tónleikanna fjölbreytta til að koma í veg fyrir sam- keppni þeirra sem að þessum málum vinna. Áhyggjuefni er hve fáir sækja tónleika. Það verður eitt aðal- efni fundarins að ræða hvernig auka megi tónlistaráhuga í bæn - um, og samvinnu þeirra sem að þessum málum vinna. Þeirri spurningu verður varp- að fram hvernig skólar, félögog einstaklingar geti sameinast um að tryggja áframhaldandi blóm- legt tónleikahald á Akureyri. Hvernig breyta megi vinnu- brögðum til að auka áhuga bæjarbúa fyrir starfseminni. Til dæmis hefur mönnum dottið í hug að tengja saman námskeiða og tónlistarhald, sagði Jón að lokum. Philip Jenkins, Einar Jóhannesson og Guðný Guðmundsdóttir. ZONTA Zontaklúbbur Akureyrar hefur látið gera veggspjald í tilefni Barnaárs S.Þ. Vilja Zontakon- ur vekja athygli á hættum þeim, sem börnum eru búnar í um- ferðinni, ekki síst í skammdeg- inu. Veggspjaldið er unnið af Teiknihönnun KG á Akureyri og verður því dreift víða um landið. Guðný, Philip, Einar Forvitnilegir tónleikar í Borgarbíói á Akureyri Einar Jóhannesson, klarinett- leikari, Guðný Guðmundsdótt- ir fiðluleikari og Philip Jenkis píanóleikari. flytja mjög for- vitnilega og skemmtilega tónlist á öðrum tónleikum Tónlistar- félags Akureyrar næstkomandi laugardag 20. okt. í Borgarbíói kl. 17. Öll hafa þau áður leikið á vegum Tónlistarfélagsins við góðar undirtektir og ágæta aðsókn. Á tónleikunum flytur Einar Jóhannesson sónötu fyrir klari- nett eftir Brahms, en Einar hefur nýverið hlotið Soning verðlaunin fyrir frábæra frammistöð''. á sitt hljóðfæri. Guðný Guðmundsdóttir leikur fiðlusónötu í a-moll eftur Schu- mann, en Guðný er sem kunn- ugt er konsertmeistari Sinfóníu- hljómsveitar fslands. Philip Jenkis leikur á píanó í öllum verkefnum tónleikanna, en auk fyrrnefndra verka, flytja þau tríó eftir Vanhall, Charles Ives og Kachaturinan. Þeirri eindregnu áskorun er komið á framfæri, að fólk liggi ekki á liði sínu, og fjölmenni á tónleikana, því án áhuga og góðraraðsóknar er ekki unnt að halda reglulega tónleika á Akureyri. Forsala aðgöngumiða er í bókabúðinni Huld og við inn- ganginn 1. klst. fyrir tónleika. PISTILL VIKUNNAR Lummu- bakstur Flokksforingjarnir áttust við í sjónvarpinu á dögunum. Þar áttu eftirfarandi orðaskifti milli Geirs Hallgrímssonar og Helga Heigasonar fréttamanns sér stað. Norðurland telur að hér séu gamlar lummur bakaðar af svo mikilli leikni úr súrri soppu að ástæða sé til að gefa lesendum kost á að bragða á hinu gómsæta bakkelsi enn um sinn. - Er Sjálfstæðisflokkurinn með nýja efna- hagsstefnu á prjónunum í þeirri kosningabar- áttu sem fram undan er, eða verður kosið um sömu efnahagsstefnu og fylgt var í fyrrverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar- flokks. Geir: Sjálfstæðisflokkurinn hefur unnið að mótun nýrrar efnahagsstefnu og birtir hana undir fyrirsögninni Endurreísn i anda frjáls- hyggju. Um þessa stefnuskrá voru miklar blaðadeilur, ágætar blaðadeilur að því leyti til að þar var með rökum vegist á og þessar deilur upplýstu ýmsar hliðar í stefnumótun Sjálf- stæðisflokksins og voru jákvæðar fyrir Sjálf- sfæðisflokkinn. Með þessari stefnu vill Sjálf- stæðisflokkurinn brjóta blað. Það hefur sýnt sig, reynslan hefur sýnt að þau ráð sem ríkisstjórnir og þar á meðal játa ég líka ríkisstjórn sú er ég veitti forstöðu og ég ætla ekki endilega að kenna samstarfsflokkunum um það, þau ráð duga ekki. Og því meir sem ráðum eins og verðlagshöftum, eins og alls konar útþenslu á ríkisútgjöldum, aukin skatt- heimta á landsmenn, því minni líkur eru til þess að við náum tökum á verðbólgunni. Við Sjðlfstæðismenn viljum draga úr ríkis- afskiptum úr ríkisútgjöldum tíl þess að auka rððstöfunarfé borgaranna. Við viljum að frjðlsir kjarasamningar eigi sér stað, með þeim hætti að bððir aðilar vinnumarkaðarins beri ðbyrgð ð þeim en hlaupi ekki eftir gerð óraunhæfra samninga í faðm ríkisvaldsins til þess að ríkisvaldið með aukinni seðlaprent- un geri þessa samninga ð pappírnum í krónutölu framkvæmaníegra, en með þeim ðrangri að hver króna missir gildi sitt óðum eins og reynslan hefur sýnt. Þegar á þessum áratug að verðlag hefur hækkað um 900% eða eitthvað þar um bil og kaupmáttur kanski ekki aukist nema um 9%. Þetta er árangur sem er óviðunandi og þessi ríkisforsjárstefna hún hefur einmitt leítt til þess að hagvöxtur og hagur almennings hefur ekki batnað eins og vera ber og við höfum öll skilyrði til. Við eigum að marka stórhuga stefnu, við eigum að hef ja ný ðform í stóriðjufram- kvæmtfum, f beisiun okkar fallvatna, við eigum að nýta orkuna sem nú fer tii sjðvar óbeisluð og ónotuð og olían er hvað dýrust, við eigum að marka bjartsýna stefnu, treysta ð einstakling- inn og hugvit hans og framkvæmda- vilja. Þetta er auðvitað ekki fyllileg greinar- gerð varðandi stefnuskrá Sjálfstæðisflokksins. En Sjálfstæðfsflokkurinn hefur birt sína stefnu- skrá mun skýra hana betur og útfæra hana betur á þeim vikum sem eftir eru til kosninga. A UGL ÝSIÐ í NORÐ URLANDI — SKRIFIÐ í NORÐ URLAND NORÐURLAND - 7

x

Norðurland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.