Norðurland - 18.10.1979, Síða 8

Norðurland - 18.10.1979, Síða 8
NORÐURLAND Fimmtudagur 18. október 1979 MÁLGAGN SÓSÍALISTA f NORÐURLANDSKJÖR- DÆMI EYSTRA GERIST ÁSKRIFENDUR - Síminn er 2-18-75 AUGLYSIÐ I' NORÐURLANDI - Síminn er 2-18-75 - m Enginn fulltrúi bæjarins í stjórn Þrátt fyrir þriðjung hluta^ár 1 Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar Ólafsfjarðar bær á 30-40% hlutaijár í Hraðfrystihúsi Ólafs- fjarðar. Bærinn á þó engan mann í 3 manna stjórn hlutafé- lagsins. Eftir þvi sem NORÐUR- LAND kemst næst eru fulltrúar bæjarins útilokaðir frá stjórn Hraðfrystihússins í krafti laga- greinar um hlutafélög þar sem segir að engin einn hluthafi geti farið með meira en 1/5 saman- lagðra atkvæða ífélaginu. Hinir hluthafarnir hafa tekið sig sam- an um að hindra kjör fulltrúa bæjarins í stjórnina. Þessi háttur var þó ekki hafður á meðan sjálfstæðis- menn höfðu meirihluta í bæjar- stjórn. Þá átti bærinn fulltrúa í stjórn Hraðfrystihúsins. Af þessu tilefni fletti blaða- maður upp í lagasafni frá 1965 en þar stendur á bls. 2404: „Afl atkvæða ræður á hluthafa fund- um nema öðruvísi sé kveðið á í samþykktum. Enginn hluthafi getur þó farið með meira en 1/5 samanlagðra atkvæða í félag- inu, nema eigendur hlutabréf- anna séu ríkið eða ríkisstofnan- ir, sveitafélög, stofnanir þeirra eða samvinnufélög.“ NORÐURLAND hafði sam- band við Pétur Má Jónsson bæjarstjóra um þetta mál. Hann vildi sem minnst gera úr því. Sagði að varafulltrúar (bærinn á einn) væru alltaf kallaðir á fundi stjórnarinnar. Hann kvað rétt vera að nokkur hiti hefði verið í mönnum um tíma út af þessu máli. Var á honum að heyra að kulnað væri í þeim glæðum. Þá talaði NORÐURLAND við Sigvalda Þorleifsson stjórn- arformann í Hraðfrystihúsi Ólafsfjarðar. Sigvaldi sagði að það væri rétt ða núverandi meiri hluti í bæjarstjórn ætti ekki full- trúa í aðalstjórn H.Ó. Að- spurður sagði hann að það væri kannski ekki eðlilegt en það stæði til að fjölga í stjórninni um tvo á næsta fundi, sem verð- ur væntanlega í nóvember. Fær bærinn þá sennilega fulltrúa í aðalstjórn. Sigvaldi tók við stjórn hlutafélagsins fyrir tveim árum og á þeim tíma hafa vara- fulltrúar alltaf setið fundi með sama rétti og aðalfulltrúar. „Svolítill hiti var í mönnum út af þessu máli fyrir kosningar ^en ekki lengur“, sagði Sigvaldi að lokum. Eftir sem áður stendur að bæjarfélagið sem á 30-40% hlutafjár, á ekki mann í aðal- stjórn félagsins. Blaðið hefur fregnað að annar af tveim full- trúum sem fjölgað verður um á næsta fundi - verði úr hópi verkafólks sem vinnur við hrað- frystihúsið. Þess má geta að Hraðfrysti- hús Ólafsfjarðar rekur einnig beinaverksmiðju og á þriðjung i togaranum Ólafi Bekk. Bærinn j /i og Magnús Gamalíasson síð- asta þriðjunginn. Hraðfrystihús Ólafsfjarðar. Frá Raufarhöfh Fram á þennan dag hefur verið ekið á niðurgröfnum troðning- ALÞÝÐUBANDALAGIÐ Starfið framundan Félagsfundur verður haldinn fimmtudaginn 18. október kl. 20.30 í Eiðsvallagötu 18. DAGSKRA: 1. Málefni Norðurlands. 2. Kynntar tillögur um forvalsreglur til framboðs. 3. önnur mál. Félagarl Mætið vell Stjórnin. Kjördæmisþing Alþýðubandalagsins i Norðurlandskjördæmi eystra verður haidið í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, Akureyri, laugardag og sunnu- dag 20. og 21. október n.k. DAGSKRA: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Forvalsmál. 3. Atvinnu- og verkalýðsmál. 4. Útgáfumál. 5. önnur mál. Þingið sett klukkan 14 á laugardag. Stjórnin. Bæjarmálaráðsfundur mánudaginn 22. október kl. 20.30 í Eiðsvallagötu 18 Aríðandi að allir nefndarmenn mæti. „ . Stjórnin. um um mestallt Norðaustur- landið. Samgöngur hafa oft ver- ið mjög slæmar á veturna og gert þá ófæra. Oft hefur verið fyrirkvíðanlegt að hristast í hol- um og aursvaði frá Raufarhöfn yfir Sléttu. En í sumar var byrj- uð uppbygging vegarins yfir Sléttu og víðar á Norðaustur- landi. Það verk mun verða okk- ur Raufarhafnarbúum minnis- varði um þá stjórn sem var að láta af völdum alveg eins og kaup togarans Rauðanúps er minnisvarði um vinstri stjórn- ina gömlu. Vegaframkvæmdirnar hafa gengið vel og er ætlunin að byggja upp veginn að Æðar- vatni í haust. Vegurinn verður hækkaður upp fyrir sunnan bæ- inn, fram á flugvöll og í svo- kallaða Ytri-Hálsa. í síldarverksmiðjunni er loðna brædd dag og nótt og er enn fyrir höndum tíu sólar- hringa bræðsla. Þó að menn séu ánægðir yfir að hafa næga vinnu geta þeir þó ekki varist því að bölva yfir fnyknum sem leggur yfir bæinn frá verksmiðj- unni, en hann er oft svo mikill og reykurinn svo þéttur að um- ferðatöf hefur orðið, vegna þess að ekki sést handa skil. Stromp- urinn er alltof lágur en að sögn verksmiðjustjóra verður hann hækkaður næsta vor og sumar. Hins vegar hafa ekki verið ræddar neinar ráðstafanir til að koma í veg fyrir sjávarmengun við þorpið en hún er svo mikil að sjórinn virðist ládauður í roki og hinn alfriðaði æðarfugl liggur dauður unnvörpum um allar fjörur. Það má með sanni segja að við raufarhafnarbúar vöðum hér í drullu og grútarflekkjum. Götur eru allar sundurgrafnar vegna vatns- og rafmagnslagna svo að stundum er betra að keyra utan vega. Hins vegar horfir væntanlega allt til bóta varðandi vatnsmál því að sögn sveitarstjóra verður vatni hleypt á nýju vatnslögnina einhvern næstu dagana. Einnig verður byrjað á steypuvinnu við sund- laug á næstunni. Undanfarna daga hefur verið unnið að uppfyllingu í höfninni veýgna byggingar stálþils og verður væntanlega lokið við helming þess eða 50 metra í haust.^.^ AB-félag á Þórshöfh Þann 16. október s.l. var stofn- að Alþýðubandalagsfélag á Þórshöfn og nágrenni og voru stofnfélagar tólf. Fyrsti almenni fundur félagsins verður haldinn innan skamms og verður þar rætt um þær kosningar sem í hönd fara. Aðrar fréttir héðan eru þær helstar að það sem af er í haust verið slátrað 11500 fjár hér á Þórshöfn en áætlað er að slátrað verði um 17000 fjár. Nautgripaslátrun fer fram að sauðfjárslátrun lokinni en reyndar var öllum kúm á bæ einum á Langanesi slátrað snemma í haust. Mjólkurskort- ur er þó ekki talinn yfirvofandi. Búið er að landa um tvö þús- und tonnum af loðnu í haust og 500 tonn hafa þegar verið flutt út til Danmerkur. Afli hefur verið slæmur undanfarið hvort sem er á línu, snurvoð eða net og atvinna mætti að skaðlausu vera meiri. Raufarhafnartogar- inn hefur siglt að undanförnu og hafa menn haft við orð að nær væri að koma upp ein- hverri miðlun milli staðanna með aukna atvinnu í huga. Arnþór. STYÐJUM NORÐURLAND | „Stakstein- ar(( tóku til máls Mikið fát greip um sig á þingi Verkamannasam- bandsins á dögunum er undir lokin var borin upp tillaga þess efnis að þingið lýsti andstöðu sinni við her- setu og Natóaðild. Ekki bætti úr skák að aftan við tillöguna var hnýtt for- dæmingu á aðfarir lögregl- unnar við Sundahöfn á dögunum. f fyrstu reyndi forseti að mögla og jafnvel setjast á tillöguna og bar fyrir sig hve seint hún var fram komin. Bjarnfríður Leósdóttir frá Akranesi fór þá í pontu og var gust- mikil. Sagði hún að hver maður á þinginu hlyti að vera búinn að gera upp hug sinn til hersetunnar svo að ástæðulaust væri að hengja sig í formsatriði þess vegna. Sömuleiðis hlyti hver þing- fulltrúi að hafa gert upp hug sinn hvort hann teldi að lögreglan hefði leyfi til að ráðast á hans böm ef þau mótmæltu með friðsamleg- um hætti smán hersetunn- ar. Setti menn hljóða við ádrepu Bjarnfríðar nema Sigurð nokkurn Óskarsson lendan mann Ingólfs Hellu- jarls. Sá fór í pontu og var ræða hans líkust því að samanlögð ofstækisskrif Staksteina hefðu skyndi- lega holdgast í einum manni. Bauð hann að hann skyldi ræða um ástand mála á Volgubökkum heil- an dag á næsta þingi Verka- mannasambandsins ef menn hefðu áhuga en fáir létu áhuga í ljós. Var nú borin upp dagskrártillaga um að vísa ályktuninni frá og svall herstöðvaandstæð- ingum nú móður í brjósti. Frávísunartillagan var kol- felld og ályktunin síðan samþykkt með yfirgnæf- andi meirihluta atkvæða. Andskotinn genginn í Alþýðu- flokkinn Illæri, heyskorti, afurða- tjóni og landbúnaðarfas- isma krata og íhaldsafla hafa bændur norðanlands mætt með jafnaðargeði og æðruleysi. En þegar kratar rufu stjórnina sem alþýða batt ennþá vonir við þá varð einum bónda þessi vísa á munni: Drottinn er týndur sólin er sokkin, svört eru himinsins tjöld. Andskotinn genginn í Alþýðuflokkinn - hann á sér þar vina fjöld. Og þegar kratar höfðu myndað minnihlutastjórn undir vernd íhaldsins kvað annar bóndi: Margan beiskan bita má byggðafólkið tyggja þegar kratar ólmir á íhaldsspenann hyggja.

x

Norðurland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.