Norðurland


Norðurland - 01.11.1979, Blaðsíða 1

Norðurland - 01.11.1979, Blaðsíða 1
NORÐURLAND ALÞÝDUBANDALAGIÐ 4. árgangur Fimmtudagur 1. nóvember 1979 26. tölublað Frystihúsið á Raufarhöfti lokað til áramóta Þegar NORÐURLAND leitaði frétta af ástandi mála á Raufar- höfn var mönnum efst í huga að þar hefur frystihúsið verið lok- að síðan í september byrjun og togarinn Rauðinúpur hefur siglt með afla eða landað á Þórshöfn. Við spurðum Þor- stein Hallsson formann verka- lýðsfélagsins á staðnum um ástæður þessa. Sú ástæða sem. okkur er gefin er sú að það stendur yfir við- gerð á frystihúsinu en sannleik- urinn er sá að þetta er orðinn ár- viss atburður að húsinu sé lok- að frá hausti og fram yfir ára- mót. Hitt er svo annað mál að ýmsu er ábótavant í húsinu og framleiðslueftirlit sjávarafurða hefur krafist úrbóta. En það er eins og forráðamenn hafi mjög takmarkaðan áhuga á að gera frystihúsið að þeim trygga hlekk í atvinnulífinu hér sem því er ætlað að vera. Hvernig er eignarhaldinu háttað? Það er hlutafélagið „Jökull“ sem rekur frystihúsið og togar- anna Rauðanúp og þar ábæjar- félagið um 80% hlutaíjár. Hverjir mynda meirihluta í sveitarstjórninni? Það eru íhald, framsókn og kratar. Nú í framhaldi af þessu þá skal ég geta þess að ég fluttu til- lögu í sveitarstjórninni í fyrra sem var orðrétt á þessa leið: „Sveitarstjórn ályktar að Rauðinúpur sé eina atvinnu- tæki sem heimamenn hafa vald á sem getur afstýrt stórfelldu atvinnuleysi nú á næstu mánuð- um sé hann látinn landa afla sínum hér heima. Felur sveitar- stjórn oddvita sínum og sveitar- stjóra að freista þess að koma ályktun þessari á framfæri við ráðamenn Jökuls h.f. til eftir- breytni.“ Þessi tillaga kom til um- ræðu í sveitarstjórninni 1. des. í fyrra, 1978, og var samþykkt með semingi. Það greiddu fjórir henni atkvæði á endanum og einn sat hjá. Það sem gerðist svo í framhaldi af þessu var að til- lagan kom aldrei til fram- kvæmda og Rauðinúpur sigldi svo þann sjöunda desember með aflann. Þessi tillöguflutn- ingur bar því engan árangur, jafnvel þótt sveitarstjórnin sam- þykkti tillöguna. Þannig að fyrirtækið hlýðir ekki tilmælum sveitarstjórnar- innar þrátt fyrir 80% eignar- hlut sveitarfélagsins? Nei, auðvitað hefur hluta- félagið sína eigin stjórn og vilji sveitarstjórnar var einskis met- inn í þessu tilfelli að minnsta kosti. Hvað veldur þá áhugaleysi þeirra í þessu efni? Það er nú ekki gott að segja, en nokkuð var það að í fyrra þá var nákvæmlega það sama uppi á teningnum. Þá landaði Rauði- núpur tvisvar sinnum frá sept- emberbyrjun og fram að ára- mótum og þáeftirmisheppnaða túra, það voru sett rúm hundrað tonn á land. Það mátti líka heyra það á framkvæmdastjór- anum strax í sumar að hann vildi láta skipið sigla til ára- móta. Stendur yfir vinna núna í við- gerð á frystihúsinu? Já hún stendur yfir. Það eru um fimmtán manns í vinnu hjá þeim, reyndar ekki bara í við- gerðinni, það er verið að pakka saltfisk og skreið og skipa út afurðum. Missa margir vinnu út af þessu? Það er nú misjafnt hvað margir vinna í frystihúsinu, það fer eftir ýmsu, en núna bitnar þetta auðvitað mest á konun- um, þær fá enga vinnu. Það er undir hælinn lagt hvort þær fá bætur, það fer eftir tekjum manna þeirra sem eru giftar. Fær félagið hærra verð fyrir aflann erlendis? Það skal ég ekki segja um en sennilega fá þeir hann greidd- an fyrr. Starfið framundan STJÓRNARFUNDUR föstudagskvöld 2. nóvember kl. 18.00. BÆJARMÁLARÁÐSFUNDUR mánudagskvöld 5. nóvember kl. 20.30. Stjórnin. Fjársöfnun - Happdrætti Á kjördcetnisþinginu um fyrri helgivar samþykkt að setja undir einn hatt alla fjáröflun til NORÐURLANDS og fela útgáfu- stjóm forgöngu um hana. Hagur blaðsins er bágur um þessar mundir og skuldafenið dýpkandi. Eins ogjafnan áður eiga mál- gögn vinstri stefnu ekki stuðnings von annars staðar enfrá lesend- um sínum. Þeir hafa þvílíf NORÐURLANDS í sínum höndum og brátt mun verða eftir þvt leitað hvernig með það skal fara. Útgáfustjóm mun eins og síðasta ár sjá um rekstur Happ- drœttis Þjóðviljans íNorðurlandskjördaemi eystra og verður arð- inum skipt í beggja hlut. Þetta eru þeir lesendur NORÐUR- LANDS sem nú fá happdrcettismiða senda beðmr að athuga. Útsending miða er hafin og um eða upp úr helginni cetti henni að verða lokið. Menn eru hvattir til að gera skil sem fyrst hjá um- boðsmönnum á hverjum stað en skrá um þá verður birt í nœsta blaði. Aðalskrifstofa happdrcettisins og aðsetur á Akureyri er í Lárusarhúsi, Eiðsvallagötu 18, sími 25875. í annan stað hefur verið ákveðtð að gangast fynr fjársöfnun meðal flokksfélaga í kjördaeminu og annarra stuðningsmanna blaðsins í líkingu viðþað sem var síðasta ár. Þá var henm vel tektð og vonum við að svo verði etnnig nú svo endar nái saman fyrtr áramót. Á það má benda aðyfirvofandi kosningar leggja blaðtnu nokkra byrði á herðar og brýnt að það ktknt ekkt undir hennt. Hlutverk þess sem tengiliðs vinstri tnanna i kjördcemtnu hefur aldrei verið mikilsverðara en í þetm skammdegtskosntngum sem framundan eru. Þá er og rétt að nefna að framlögum í kosningasjóð verður að sjálfsögðu veitt móttaka hvencer sem er á skrifstofu NORÐUR- LANDS eða hjá nýráðnum kosningastjóra sem kynntur er hér annars staðar á síðunni, Með baráttukveðjum. Útgáfustjórn. Kosninga- skrifstofa Kosningasjóður Kosningaskrifstofa Alþýðubandalagsins í Norð- urlandskjördæmi eystra, er í Eiðsvallagötu 18, Akureyri. Komið og skráið ykkur til starfa. Síminn er 25975. Kosningastjóri er Arnar Björnsson. Félagar og stuðningsmenn: Kosningabar- áttan er hafín og kosningasjóðurinn er tómur. Komið á kosningaskrifstofuna og leggið baráttunni lið. KOSNINGASTJÓRN. Bárðardalsbréf Rœtt við Frumsýning hjá L.A. Einar Kristjánsson frá Jóni í Soffíu á skrifar Hlíðskógum Guðmundsdóttur föstudagskvöld Pistilinn bls. 2 bls. 5 bls. 4 bls. 7 Gerist áskrifendur að Norðuriandi

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað: 26. tölublað (01.11.1979)
https://timarit.is/issue/335199

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

26. tölublað (01.11.1979)

Aðgerðir: