Norðurland - 01.11.1979, Blaðsíða 6
Hvers vegna?
.ullCM.,
GEGN
VÍMUEFNUM
Síðastlíðin vika var „vika gegn
vímuefnum“. Hvað skyldi nú
þetta eiga að boða? Hvers
skyldu nú vímuefnin eiga að
gjalda? Vímuefni hafa verið
þekkt og notuð frá alda öðli, og
þau sem slík gera engum manni
meín. Það þarf annað til, til þess
að vímuefni verði skaðsöm og
valdi böli. Það þarf að vera
manneskja sem neytir þeirra.
Vissulega er bölið mikið og
engin ástæða til að gera lítið úr
því, en hver er hin raunveru-
lega ástæða fyrir því að fólk
neytir vímuefna í óhófi? Hún er
ekki nema að litli leyti sú að efni
þessi eru á boðstólum og auð-
fengin. Bölið á rót sína að rekja
til þeirra þjóðfélagslegu • að-
stæðna og þess umhverfis sem
við búum við. Lífsgæðakapp-
hlaupið er orðið svo gegndar-
laust, að manneskjan sem til-
finningavera gleymist og menn
trúa því orðið í æ ríkara mæli að
gleðina og vellíðanina sé ein-
ungis hægt að kaupa fyrir pen-
inga.
Það verður sífellt stærri og
stærri sá hópur manna og
kvenna sem gefast upp á álaginu
sem smáborgaralegur hugsana-
háttur og mat á lifnaðarháttum
þvingar inn á fólk. Umhverfi
okkar er orðið svo gegnsósa af
gerfiþörfum að við erum hætt
að sjá hvers eðlis þær eru, þær
eru að verða fastur þáttur í okk-
ar daglega lífi. Hverjum er þetta
svo til góða? Þeim sem gerfi-
þarfirnar búa til og græða á
þeim. Við erum hætt að sjá hina
raunverulegu ástæðu fyrir löng-
un (og e.t.v. þörf) okkar til að
gleyma okkur og því umhverfi
sem við lifum í. Það er oft á tíð-
um eðlilegt að við sjáum ekki
ástæðurnar, vegna þess að þær
eru hluti umhverfis okkar, en
umhverfið gerir oft gífurlegar
kröfur sem við teljum okkur
þurfa að uppfylla, og ef okkur
mistekst það æ ofan í æ, viljum
við að lokum gleyma því.
Ég tel að hverjum manni
hvort heldur hann er háður
vímuefnum að meira eða minna
leyti eða ekki sé hollt að staldra
við og spyrja sjálfan sig spurn-
inga eins og t.d. Hverju vil ég
gleyma? Hver gerir til mín
kröfur? Eru þessar kröfur nauð-
syn? Þarf ég að uppfylla þær?
Hvað vil ég? Þetta er nú
kannske hægara sagt en gert en
tilraunin er þess virði að hún
verði gerð.
Nú þekki ég ekki þau samtök
sem vinna með fólki sem hefur
orðið t.d. ofneyslu áfengis að
bráð, enda hafa þau sig ekki
mikið í frammi opinberlega. Ég
tel hinsvegar, að það vanda-
mál sem ofneysla vimuefna
orsakar verði einungis leist með
því að ráðast að rótum þess er
veldur því, nefnilega neyslu-
þjóðfélaginu sjálfu. Kröfurnar
sem þetta þjóðfélag gerir til
þegna sinna eru svo óraunsæar
og ómanneskjulegar að á með-
an því verður ekki breytt
vinnum við ekki bug á neinum
þeim vandamálum sem eru fylgi
kvillar þess.
Hólmfríður Guðmundsdóttir.
SÖLUBÖRN
NORÐURLAND óskar eftir börnum til aö selja
blaðið á föstudögum.
NORÐURLAND
ATLAS SNJÓDEKK
í flestum stærðum.
Véladeild og Gúmmíviðgerð
- ____._______________________-)
MEÐ GRACE FROÐUHREINSUN
er leikur einn aí þrífa frystihúsitS, sláturhúsitS,
og fiskibátinn. GRACE ÞRÍFUR ALLT.
Hringdu og vií komum og sýnum hva$ autS-
veld öll þrif vertSa.
- Froðuhreinsun er framtíðin. »
Einkaumboð á íslandi.
K. JÓNSSON & CO. HF.
HVERFISCATA 72 - REYKIAVIK - ICELAND - PHONE 1 2452 - P.O- BOX 5189
NLF vörur
Nýkomið úrval af margskonar
hollustuefnum.
Komið og skoðið.
MATVORUDEILD
HAFNARSTRÆTI 91
Frá Iðnaðardeild SIS
Getum bætt við starfsfólki á dagvakt og kvöldvakt.
Upplýsingar gefur starfsmannastjóri sími 21900
(23)
Sýning Myndhópsins
NORÐLENSKT MYNDLISTARFÓLK
Móttaka verka á sýningu félagsins verður í Hlíðarbæ,
fimmtudaginn 15. nóvember nk. kl. 17 til 19. Þátt-
tökugjald greiðist við afhendingu verka.
Sýningarnefndin.
AKUREYRARBÆR
AUGLÝSIR
Félagsstarf aldraðra
Síðdegisskemmtanir verða í Sjálfstæðishúsinu kl. 3
eftirtalda sunnudaga til áramóta:
19. nóvember
9. desember
Þeir sem óska eftir að verða sóttir heim, hringi í síma
22770 kl. 13.00 - 14.00 samdægurs.
„Op/'ð hús“ hefur starfsemi sína að Hótel Varðborg
miðvikudaginn 31. október nk. kl. 15.00.
Geymið auglýsinguna.
Félagsmálastofnun Akureyrar
Frá Yfirkjörstjórn
Norðurlandskjördæmis
eystra
Framboðslistum vegna Alþingiskosninganna 2. og 3.
desember 1979 ber að skila til formanns Yfirkjör-
stjórnar Norðurlandskjördæmis eystra Ragnars
Steinbergssonar, hrl., Geislagötu 5, Akureyri, fyrirkl.
24.00 miðvikudaginn 7. nóvember 1979. Framboðs-
listunum skulu fylgja tilskilin gögn svo og nöfn um-
boðsmanna listans.
Yfirkjörstjórnin kemursaman að Geislagötu 5, Akur-
eyri, fimmtudaginn 8. nóvember 1979 kl. 13.00 til
þess að fjalla um listana.
í Yfirkjörstjórn Norðurlandskjördæmis eystra,
26. október 1979.
Ragnar Steinbergsson
Jóhann Sigurjónsson
Freyr Ófeigsson
Haukur Logason
Jóhannes Jósepsson
6 -NORÐURLAND