Norðurland


Norðurland - 01.11.1979, Blaðsíða 7

Norðurland - 01.11.1979, Blaðsíða 7
Leikfélag Akureyrar Fyrsta öngstræti til hægri Höfundur: ÖRN BJARNASON Leikstjóri: Þórunn Sigurðardóttir Leikmynd: Sigurjón Jóhannsson Frumsýning föstudaginn 2. nóv. kl. 20.30. Uppselt. 2. sýning laugardaginn 3. nóv. Gul kort gilda. 3. sýning 4. nóv. kl. 20.30. Sýningin er ekki viö hæfi barna. Galdrakarlinn í Oz Sýning sunnudaginn 4. nóvember kl. 3 e.h. Sýning þriðjudaginn 6. nóv. kl. 6 e.h. Aðgöngumiðasalan er opin frá miðvikudegi kl. 16-19 og kl. 16-20.30 sýningar- dagana, og á sunnudaginn frá kl. 13.00. Frumsýningargestir vitji korta á miðvikudaginn (á morgun). Munið afsláttarkortin. Sími 24073. Jóhann Bjömsson í Gallery Háhól Laugardaginn 27. okt. kl. 15.00 opnar Jóhann Björns son frá Húsavík sýningu á verkum sínum i Gallery Háhól. Jóhann er kunnur um allt land af verkum sínum einkanlega af útskornum munum gerðum af miklum hagleik. Jóhann var nem- andi Ásgríms Jónssonar og Ríkharðs Jónssonar og eins var hann nemandi í Handíðaskólanum og lauk þaðan prófi. Sýningin í Háhól er þriðja einkasýning lista- mannsins. Á sýningunni eru 43 verk unnin með vatnslit og nokkrir út- skornir munir. Sýningin er sölusýning og verði mjög stillt í hóf. Sýningin stend- ur dagana 27. okt - 4. nóv. opin virka daga kl. 20.00- 22.00 og um helgar 15.00- 22.00. Athugið! Brauð- basar Sjálfsbjörg og íþróttafélag fatlaðra á Akureyri halda góðan brauðbasar í Laxa- götu 5 sunnudaginn 4. nóv. kl. 15. Tekið á móti brauði frá kl. 12.30-14. Vinsamleg- ast styrkið gott málefni. Nefndirnar. Ný hljómsveil á Hótel KEA Auglýsið Norðurlandi Fyrir skömmu hóf nýtt tríó að leika á Hótel KEA. Nefnist það ASTRÓ-tríó og er skipað þeim Ingimar Eydal, Grétari Ingvars- syni og Rafni Sveinssyni. ASTRÓ-tríóið leikur fyrir dansi á laugardagskvöldum og einkasamkvæmum, sem haldin eru í salarkynnum Hótel KEA og hefur á skömmum tíma náð ágætum vinsældum. Á laugardagskvöldum, milli kl. 7 og 9, leikur Ingimar Eydal einn fyrir matargesti Hótel KEA á nýtt og mjög fullkomið hljóðfæri, rafmagnsorgel, sem hljómað getur eins og heil hljómsveit og likt eftir ýmsum ólíkum hljóðfærum. ZONTA Zontaklúbbur Akureyrar hefur látið gera veggspjald í tilefni Barnaárs S.Þ. Vilja Zontakon- ur vekja athygli á hættum þeim, sem börnum eru búnar í um- ferðinni, ekki síst í skammdeg- inu. Veggspjaldið er unnið af Teiknihönnun KG á Akureyri og verður því dreift víða um landið. Rauði krossinn - Akur- eyrardeild. Skrifstofa deildar- innar er til húsa að Skólastíg 5, gengið inn að austanverðu. Síminn er 24803 og skrifstofan er opin fyrir hádegi alla virka daga. Heimsóknartímar Almennir heimsóknartímar á Fjórðungssjúkrahúsinu á Ak- ureyrierufrá kl. 15-16 og 19-20 alla daga. - Hjúkrunarforstjóri. Neytendasamtökun á Akur- eyri og nágrenni: Skrifstofan er opin þriðju- daga og miðvikudaga kl. 4-6. Sími 24402. PISTILL VIKUNNAR Að taka mark á mönnum Það gerist ekki oft að þessi þjóð sé sammála um eitt eða annað. Þó hefur þetta nú skeð. Næstum allir eru á einu máli að framkoma og aðgerðir Alþýðuflokksins á þessum haustdægrum hafi verið langt undir því lágmarki að geta kallast mannsæmandi eða ábyrg. Ef einhverjir eiga örðugt með að kyngja þessu, hafa þeir hægt um sig, lúskrast með veggjum og segja sem minnst. Þó að fijótt kæmi í Ijós eftir kosningarnar, að kratar myndu ekki vera menn til að rísa undir kosningasigri, munu fáir hafa gert ráð fyrir því að þeiryfirgæfu þfngsætin með svo vesalmann- legum hætti. T stað þess að setja ákveðln skilyrði fyrir áframhaldandi stjórnarsamstarfi og vera ábyrg- ir stjórnmálamenn, gólaði hver í kapp við annan: - Það er ekki tekið mark á okkur, það tekur enginn mark á okkur. Vfst mátti þetta til sanns vegar færa. Það má kallast örðugt að taka mark á mönnum, sem bjóða sig fram til þings sem vinstri menn og verkalýðsunnendur, en fara svo strax eftir að hafa náð kosningu, að ráðgera að leiða íhaldið, höfuðandstæðing vinnandi fólks, í valdastóla. Er ekki hæpið að taka mark á ráðherra, sem gefur út lög og tilskipanir, sem hann verður svo að draga tii baka eftir örfáa daga, vegna þess að þær ráðstafanir má kalla vanhugsaðar og þjóð- arskömm. Hvernig er hægt að taka mark á þingkjörnum forseta, sem allt í einu að tilefnislausu strunsar tii dyra og segir að það sé fyrir neðan sína virð- ingu að stjórna svona samkundu, og er þar með farinn. Er hægt að ætlast til að fólk taki mark á ný- bökuðum ráðherra, einskonar sætabrauðs- dreng íhaldsins, sem er að ræða við blaða- menn, og gefur svohljóðandi skýringu á stjórn- málaástandinu: „En í sjálfu sér er Lúðvík verð- bólguvaldur. Þess vegna fór sem fór.“ Nærtækari skýring hefði verið: Alþýðu- flokkurinn átti ekki ráð á forsvaranlegum þing- mannsefnum til að skipa þau sæti, sem hann hlaut svona óvænt, og enn síður átti hann sómasamlega menn í þrjú ráðherrasæti, og þess vegna fór sem fór, að við leystum allir niður um okkur þingmanna- og ráðherrabuxur, samkvæmt fyrirmælum íhaldsins, og bíðum nú eftir verðskuldaðri rassskellingu. Og það var sorglegt og hlálegt í senn þegar Geir Hallgrímsson sendi sex stykki kratagervi- ráðherra í þingsalinn, með þeim fyrirmælum að þeir ættu að hafa sig hæga og sitja í skamma- krók þangað til þeir yrðu sendir heim eftir kosn- ingar. Enginn forsætisráðherra á íslandi hefur tekið við stjórnartaumum tröllriðinn annari eins lágkúru, enda verður ræða hans við þetta tækifæri lengi talin það bágbornasta, sem kom- ið hefur fram við stjórnarskipti. Til þess að kóróna allt saman, var skipað í stöður þannig að þessir gerviráðherrar mættu verða sem átakan- legust háðsmerki aftan við gerðir sínar á liðnum mánuðum. Þegar maður talar við venjulegt fólk, sem hef- ur stutt Alþýðuflokkinn, kemur oftast í Ijós að þetta eru frjálslyndar og velviljaðar manneskj- ur og stjórnmálaskoðanir eru ekki í samræmi við það, sem fulltrúar þeirra segja og framkvæma. Það má telja víst, að þeir sem kusu krata við síðustu kosningar, haf i ekki látið sér til hugar koma að með atkvæði sínu væru þeir að styðja íhaldið til að fella sómasamlega vinstrl stjórn, sem var í flestum greinum jákvæð og kom ýmsu góðu til leiðar, þó að hún léti kratana komast upp með sKammastrik, eins og vaxta- hækkunina, sem kemur alvarlega við ungt fólk, sem er að koma sér upp húsnæði, að mestu fyrir lánsfé. Þessi ráðstöfun magnar beinlinis verðbólg- una, sem kratarnir þóttust þó vera að berjast gegn. Nú munu kratarnir eiga eftir að komast að raun um, að þó lítið mark hafi verið tekið á þeim í þingi og stjórn, verður miklu minna mark tekið á þeim í kosningunum, og allra minnst þegar þeim er lokið. Þeirra von verður þá sú ein, að einhverjar hræður úr Aljjýðuflokknum fái að gerast eins- konar gæludýr á íhaldsstjórnarheimillnu, og sitja þar i hlutverki kjölturakkans, heimflskatt- arins og ekki er nú vandfundinn einn í hlutverk páfagauksins. Eitt er víst, að eftir frammistöðu sína og atferli á þessum síðasta spotta stjórn- málaferils síns, munu kratar ekki fyrst um sinn eiga við það vandamál að stríða, að rísa undir kosningasigri. NORÐURLAND - 7

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.