Organistablaðið - 02.05.1968, Blaðsíða 1

Organistablaðið - 02.05.1968, Blaðsíða 1
ORGANISTABLÁDIÐ 1. TBL. MAÍ 1968 1. ÁRG. INNGANGUR Nýtt tímarit hefur nú göngu sína, og hefur það hlotið nafn- ið „Organistablaðið“. „Organistablaðið“ á að sjálfsögðu fyrst og fremst að vera málgagn organista landsins, tengiliður milli þeirra og fólks- ins í landinu, aðallega þess hluta landsmanna, sem áhuga hefur á tónlist, einkum kirkjutónlist. Blaðinu er ætlað að flytja lesendum sínum margs konar fróðleik og fræðslu um orgelið, þetta margslungna hljóðfæri, sem stundum nálgast það að vera öll hljóðfæri í senn, um verk sem samin eru fyrir það, um hlutverk þess í kirkjulífinu og menningarlífi yfir- leitt, og ekki sízt um þróun þess. Þeim tilgangi verður meðal annars náð með því að opna glugga er snúa að hinum stóra heimi. Leyfa fólki að kynnast nýjungum í smíði þessa risa- hljóðfæris, nýjum verkum er samin eru fyrir það oe samhandi þess við önnur hljóðfæri, hljómsveitir og kóra. Allt er þetta svo nátengt að það verður aldrei aðskilið með öllu. Það er langt síðan að til tals kom að stofna hér tímarit er helgað væri að miklu leyti orgeltónlist og því sem tengdast er henni, en alltaf dregizt vegna margvíslegra örðugleika í fámennum borgum og sveitum. Er mér það sönn ánægja að fá nú tækifæri til að fylgja úr hlaði slíku riti.

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.