Organistablaðið - 02.05.1968, Síða 2

Organistablaðið - 02.05.1968, Síða 2
Félag íslenzkra organleikara var stofnað 1951, og þá eink- um með það fyrir augum að stuðla að því að við getum tekið þátt í samnorrænni kirkjutónlistarhátíð, sem haldin er á fjögurra ára fresti og svo til ætlast að hún væri haldin til skiptis í hinum norrænu löndum. Og nú var röðin komin að okkur, en enginn umtalsverður undirbúningur hafinn. Þessi samnorræna kirkjuhátíð var haldin hér í fyrsta sinn 1952 og þótti hún takast með ágætum, er mér óhætt að segja, og studd af opinberum aðilum. Nú stendur aftur líkt á bér. Aftur komin röðin að okkur og er nausðnylegt að þegar sé hafinn undirbúningur bátíðar- innar 1969. Og einn liður í þessum undirbúningi er stofnun málgagns organista landsins, sem að sjálfsögðu gegnir síðan víðtækara hlutverki. Kjör organista hafa verið bætt mjög verulega, en þau voru mjög bág lengi vel, og ekki óalgengt, allt fram á þennan dag, að organisti inni kauplaust, eða að svo mætti heita. Þeir hafa þjónað kirkju sinni af áhuga fremur en til þess að vinna fyrir launum. Með fjölgun pípuorgelanna breytist aðstaða mjög mikið, þau krefjast miklu meiri kunnáttu og stöðugrar vinnu. Það er hlutverk þessa tímarits að fylgjast með öllu sem við- kemur kirkjutónlist, efla hana og fullkomna með hverju ári, að kirkjan, þessi gamla og rótgróna stofnun megi standa af sér fárviðri tímans og alltaf verða í fararbroddi. 1. apríl 1968. Páll ísólfsson. ORGANISTABLAÐIÐ. Útgefandi: Fclag íslenzkra organlcikara. Ritnefnd: Gunnar Sigurgeirsson, Drápuhlí'5 34, R., Sími 12626, Páll Halldórsson, Drápuhlíð 10, R., Sími 17007, Ragnar Björnsson, Ljósheimum 12, R., Sími 31357. AfgreiÖslumaður: Gunnar Sigurgeirsson. 2 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.