Organistablaðið - 02.05.1968, Blaðsíða 15

Organistablaðið - 02.05.1968, Blaðsíða 15
FRÁ RITNEFNDINNI Það er langt síðan það kom til tals í íelagi íslenzkra organleikara að gefa út tónlistarblað. Nú er þessi hugmynd að komast í framkvæmd. Eins og nafn blaðsins bendir til, mun það fyrst og fremst sinna málefnum organleikara og kirkjutónlist, en tónlistarmálum almennt mun það einnig sinna eftir því sem rúm og aðrar ástæður leyfa. Við munum reyna að láta blaðið verða jafnt fræðslurit og frdttablað. Margir organleikarar hafa heitið því stuðningi. Við nefnum fyrst dr. Pál ísólfsson. í næsta tölublaði mun birtast grein eftir hann um þýzka orgelsnillinginn Karl Straube. Ritari félagsins, Jón G. Þórarinsson, mun sjá um fréttir frá félaginu og væntum við að þann- ig geti blaðið orðið heppilegur tengiliður milli félagsins og organleikara er fjarri Reykjavík búa og eiga erfitt með fundarsókn að staðaldri. Jón ísleifsson, formaður Kirkjukórasambands Islands, hefur lofað að segja fréttir frá sambandinu og starfi kóranna innan þess. Ragnar Björnsson ætlar að sjá um fréttir af tónlistarlífi í höfuðborginni, en Gunnar Sigurgeirsson hefur tekið að sér að sjá um fréttir víðsvegar að af landinu. Formaður félagsins, Páll Kr. Pálsson, hefur umsjón með erlenda fréttadálknum og bókafregnum. Fleiri hafa heitið blaðinu liðsinni, en við heitum ó alla organleikara að leggja blaðinu lið, bæði með því að senda því pistla og líka með því að stuðla að útbreiðslu þess. Áformað er að á þessu ári komi út 3 tbl. af Organistablaðinu. NÓTUR Otvegum með stuttum fyrirvara allar tegundir af nótum. Hljóðíœraverzlun SIGRÍÐAR HELGADÓTTUR Vesturveri — Reykjavík S I M I 113 15 ORGANISTABLAÐIÐ 15

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.