Organistablaðið - 02.05.1968, Side 13

Organistablaðið - 02.05.1968, Side 13
aðir flutt fjölbreyttar söngskrár og margsinnis verið í dagskráliðum varð- andi hátíðardaga sinna byggðarlaga. Þetta menningarstarf er eitt hið víð- tækasta tónlistarstarf, sem rekið hefur verið í landinu, bæði fyrr og síðar, og víðast hvar í dreifbýlinu bið ein- asta. Eftir lát Sigurðar Birkis var dr. Róbert A. Ottóson ráðinn söngmála- stjóri þjóðkirkjunnar. Hann hefur ferðazt um landið haldið námskeið fyrir kirkjuorganista og einnig leið- beint ýmsum kirkjukórum og örfað þá í starfi. I september s.l. kom út sönghefti „Tuttugu og tveir söngvar". Utgef- andinn er Bókaverzlun Sigfúsar Ey- mundssonar í Reykjavík. Heftið er tileinkað Kirkjukórasambandi íslands. 011 lögin eru valin og raddsett af söngmálastjóranum og fylgja þeim sérstakar skýringar. — Allir kirkju- kórar fá þetta sönghefti með 20% af- slætti, ef 10 eintök eða fleiri eru keypt í einu. Jón Isleifsson. Tónleikar í Reykjavík og nágrenni. Eins og heitið á dálki þessum ber með sér, er honum ætlað að segja frá tónleikum, sem farið hafa fram i höfuð- borginni eða nágrenni hennar, og einnig að minna á tónleika, sem fram undan eru og rétt þykir að benda á, hér á þessum vettvangi. Hér verða vitanlega fyrst og fremst hafðir í huga kirkjutónleikar og aðrir, sem í þá átt stefna, en þó mun farið út fyrir þann ramma, ef ástæða þykir til. Það skal tekið fram, að pistlum þessum er ekki ætlað gagnrýnenda-hlutverk nema að litlu leyti. Of lítið hefur verið um hreina kirkjutónleika (þ. e. tónleikar með kirkjulegum verkum eingöngu) í höf- uðborginni á yfirstandandi vetri, og þyrfti þar að verða á alger breyting. Líkt og með öðrum menningarþjóðum ættu að vera hér reglulegir kirkjutón- leikar, og efast ég ekki um, að tón- leikagestir boigarinnar mundu taka slikum tónleikum með þökkum, ef á kæmust. Martin Ilunger, organleikari í Vest- mannaeyjum, tók sér ferð á hendur seinni partinn í sumar, heimsótti nokkra kaupstaði á Norður- og Suður- landi og hélt orgeltónleika. Var það lofsvert framtak hjá Hunger, og þyrftu fleiri að leika eftir honum, þótt fjár- hagsvon sé ekki mikil til að byrja með a. m. k. Sliku samstarfi ætti þó að vera hægt að koma á milli sóknar- nefnda og organista, þar sem pípu- orgel eru fyrir hendi, að gagnkvæmar heimsóknir organista ættu sér stað og þannig, að organleikarar befðu fleiri tækifæri til að leika fyrir áheyrendur en nú er. Einnig er það virðingar- skortur fyrir þeim mörgu góðu orgel- um í kirkjum landsins að láta þau ónotuð nema við messugerðir. Martin Ilunger endaði sína hljómleikaferð í Hafnarfirði og náði því ekki alla leið til Reykjavikur að þessu sinni, en læt- ur vonandi verða af því áður en langt um liður. Norrænt tónlistarmót var haldið í Reykjavík dagana 17. til 22. september í haust. Voru þar mörg eftirminnileg, nútímaleg tónverk af ýmsu tagi flutt og sum þeirra í fyrsta sinn. Af íslenzk- um verkum nefni ég fyrst „Hlými” eftir Atla Heimi Sveinsson. „HIými“ var íslenzku verkanna nýtizkulegast en ORGANISTABLAÐIÐ 13

x

Organistablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.