Norðurland - 02.02.1983, Blaðsíða 3

Norðurland - 02.02.1983, Blaðsíða 3
Húnn, flugumferðarstjórí, Akureyri, Hólmsteinn, húsa- smiður, Akureyri, Aðalgunnur Gígja, húsfreyja Dagverðareyri, Þórgunnur Harpa, starfar við Norrænu þjóðfræðastofnunína í Stokkhólmi við rúnalestur, Magnús Hreinn, háskólanemi, Reykjavík, Guðni Bragi, iðn- aðarmaður, Akureyrí, í>ó að Rósberg ætti við ýmsa örðugleika að stríða í lífsbarátt- unni og ekki gengi ævinlega ailt að óskum, máttí hann teljast mikill gæfumaður, Hann átti margt til að miðla öðrum, og því verður hans sak.nað lengi, Hann var maður, sem ekki gleymist fyrst um sinn. Einar Kristjánsson, (Greinin birtist hér stytt úr Þjóðviljanum 18. janúar 1983.) Margra glaðra og góðra stunda minnist ég og mitt fólk í návist Rósberg G. Snædal, sem nú er kvaddur með söknuði af þeim, sem hann þekktu, nutu sam- fylgdar hans og vináttu. Hans er gott að minnast, og nú þegar hann er allur er mér efst í huga þökk fyrir framlag hans allt í þágu stjórnmálasamtaka sósíalista þar sem leiðir okkai lágu saman um langt skeið, Ég minnist þess þakklátum huga hvern stuðning og uppörv- un hann veitti mér, þegar að mér var lagt að taka efsta sæti á fram- boðslista Alþýðubandalagsins á Akureyri við bæjarstjórnar- kosningarnar vorið 1970, en sá slagur allur þótti engum, sem til þekkti, árennilegur, Þá átti Alþýðubandalagið sannarlega í vök að verjast hér á staðnum, Harðvítug innan- flokksátök voru nýafstaðin, og hart var að því sótt úr öllum átt- um, Þá var hans liðveisla þung á metum, og Rósberg dró ekki af sér. Hann var gæddur glögg- skyggni á málefnin hverju sinni og þeirri ratvisi, að ævinlega stóð hann þeim megin víglín- unnar sem réttlátur málstaður og framsækinn átti á brattann að sækja. Rósberg átti um áratuga skeið drjúgan hlut að blaðaútgáfu sós- íalista hér um slóðir, og hún hefði verið snauðari að líflegu framlagi og ekki eins vakandi hefði hans ekki notið við. Þar Vftr skarð fyrir skildi, þegar hann fluttist héðan fyrir nokkr- um árum. Af löngum kynnum er mér minnisstæð sú samræmðulist, sem honum varlagin ogef til vill er sem óðast að hverfa í hringiðu nútímans, Hann var hvort- tveggja í senn listfengur sögu- maður og íhugull áheyrandi. Alltaf var hann sama prúð- mennið á hverju sem gekk, varkár í dómum og velviljaður í garð samferðamanna- Skop- skynið brást aldrei, heldur ekki þegar harðast blés. Margvísleg störf stundaði Rósberg um dagana. Af ritstörf- um er hann löngu þjóðkunnur bæði í bundnu og óbundnu máli, og kviðlingar hans urðu snemma fleygir, Hann vann algeng verkamannsstörf, og um árabil kenndi hann við Barna- skóla Akureyrar, Er mér vel kunnugt um að þar hafði Rósberg þau tök á ungviðinu, að þeir bekkir, sem ekki þóttu til þess fallnir að lúta hefðbundn- um aga í hvívetna, voru spakir og ljúfir þegar hann stóð að uppfræðslunni, Hann talaðiekki til barnanna á neinni tæpitungu, en tók þau alvarlega eins og hvert annað fullgilt fólk. Nú að leiðarlokum er mér þökk í huga fyrir vináttu og alla sameiginlega baráttu, og ég votta börnum hans og öðrum vandamönnum innilega samúð. Soffía GuðmHndsdóttir, Frá Pósti og síma Akureyri Þar sem stækkun sjálfvi.rku símstöðvarinnar á Akur- eyri verður lokið um miðjanfebrúar.eru þeirsemekki hafa látiðskrásig fyrirsíma, beðniraðhafasamband við skrifstofu stöðvarstjóra Hafnarstræti 102 áannari hæð, sem fyrst. Allar breytingar í næstu símaskrá þurfa að berast skrifstofunni fyrir næstu mánaðarmót Stöðvarstjóri. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar eftir að ráða RÖNTGENTÆKNL Upplýsingar um stöðuna gefurdeildarröntgentæknir F.S.A. í síma 96-22100. Umsóknum sé skilað til fulltrúa framkvæmdastjóra. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyíí. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri óskar að ráða sérfræðing í lyflækningum, með sérstöku tilliti til meltingarsjúkdóma og jnnspegl- unar, við lyflækningadeiJd sjúkrahússins. Staðan veitistfráOI. 04, 1983. Upplýsingar um stöðuna veitir yfírlæknír lyflækn- ingadeildar, sími 96-22100. Umsóknir sendist framkvæmdastjóra sjúkrahússins eigi síðaren 15. 03. 1983. Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Tilkynning frá Hitaveitu Akureyrar Mælingarmenn veröa að störfum í eftírtöldum götum þriðjudaginn 1, febrúartil þríðjudagsins 8. febrúar. Aðalstræti Bjarmastígur Bjarkarstígur Barðstún Brekkugata Eyrarlandsvegur Geislagata Gilsbakkavegur Grundargata Hafnarstræti Hjalteyrargata Hlíðargata Holtagata Hólabraut Hríseyjargata Kaupangsstræti Krabbastígur Laugargata Laxagata Lundargata Lækjargata Lögbergsgata Möðruvallastrætí Norðurgata Gddagata Oddeyrargata Ránargata Skipagata Skólastígur Sniðgata Spítalavegur Strandgata Ægisgata Hitaveita Akureyrar. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Viðtalstímar bæjarfulltrúa Miðvikudaginn 9. febrúar verða bæjar- fulltrúarnir Gísli Jónsson og Helgi Guðmundsson til viðtals í'fundarstofu bæjarráðs, Geislagötu 9, 2. hæð, kL 20^22,_______________B»|arstJ6rt. VO€>Wl /f. (Z< < >- NAMSKEIÐ Teiknun og máiun fyrir börn og unglinga: 1. fl. 5-6 ára. Einu sinni í viku. 2. fl. 6-7 ára. Einu sinni í viku. 3. fl. 8-9 ára. Einu sinni í viku. 4. fl. 10-11 ára. Tvisvar í viku. 5. fl. 12-14 ára. Tvisvar í viku. Teiknun og máiun fyrir fullorðna. 1. fl. Byrjendanámskeið I. Tvisvar í viku. 2. fl. Byrjendanámskeið II. Tvisvar í viku. 3. fl. Framhaldsnámskeið. Tvisvar í viku. 4. fl. Myndiistardeild. Tvisvar í viku. 5. fl. Myndlistardeild (framhald) Tvisvar í viku. Byggingarlist: 1. fl. Byggingarlist og hibýlafræði. Grafík: 1. fl. Dúk- og trérista. Tvisvar í viku. 2. fl. Dúk- og trérista (framhaid). Tvisvar í viku. Letrun: 1. fl. Skrift og leturgerð. Tvisvar í viku. 2. fl. Skrift og leturgerð (framhald). Tvisvar í viku. Listasaga: 1. fl. Listasaga. Einu sinni í viku. 2. fl. íslensk iistasaga. Einu sinni í viku. Módelteiknun: 1. fl. Teiknað eftir lifandi fyrirmynd. Einu sinni í viku. 2. fl. Teiknað eftir lifandi fyrirmynd (framhald). Einu sinni i viku. Textíl: 1. fl. Myndvefnaður. Tvisvar í viku. 2. fl. Quilting (búta- og vattsaumur). Einu sinni í viku. 3. fl. Quilting (búta- og vattsaumur). Einu sinni í viku. Innritun fer fram í skrifstofu skólans, Glerárgötu 34, alla virka daga kl. 10-18. Þeir sem ekki komust aö á haustönn vinsamlegast staðfesti umsókn sina. Allar nánari upplýsingar og innritun í síma 24958. Skólastjóri. Félagsstarfi aldraðra á vegum Félagsmálastofnunar Akureyrar verður hagað sem hér segir síðari hluta vetrar 1982/83. Skemmtanir í Sjallanum verða með sama hætti og verið hefur sunnudagana20. febr., 13. mars, 17. apríl, 15. maí. Þeír sem óska eftir akstri heiman og heim hringi í síma 22770 kl. 13-14 samdægurs. Starfserni leíkfimihópsins, sem verið hefur í Laxagötu 5, verður auglýst síðar. AKUREYRARBÆR AUGLÝSIR Fjölskyldunámskeið Þann 7. febrúar kl. 20 hefst að Hrísa- lundi fjögurra vikna námskeið. Það er um almenna mannrækt og er einkum miðað við þá sem búa við og hafa áfengisvandamál. Námskeiðið byggist á fyrirlestrum, kvikmyndum og hópumræðum. Nánari upplýsingar gefur Félagsmálastofnun í síma 25880 og Quðrún í síma 21177 á kvöldin. Einnig er tekið á móti þátttökutilkynningum á sömu stöðum. Samstarfshópur Félagsmálstof nunar og einstaklinga. NORÐURLAND- 3

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.