Norðurland - 15.04.1983, Blaðsíða 4

Norðurland - 15.04.1983, Blaðsíða 4
Hvað þarf Alusuissie oft a til þess að álflokkamir fái I Nærri helmingur raforkunnar sem framleidd er í I þriðjung af framleiðslukostnaði hei Guðmundur Bjamason Alþingis- maður ritar grein í Dag þann 7. apríl sl. undir fyrirsögninni „Ó ábyrg vinnubrögð í álmálinu hafa orðið þjóðinni dýrt spaug“. Eins og að líkum lætur er þingmaðurinn ekki í vandræð- um með að finna hinn óábyrga sökudólg sem orðið hefur þjóð sinni dýr. Að sjálfsögðu heitir hann Hjörleifur Guttormsson og gegnir starfi iðnaðarráðherra. Guðmundur telur ráðheri^nn ekki hafa haft raunverulegan áhuga fyrir samningum við Alusuisse og slær því auk þess föstu að hann hafi lagt rangar áherslur með því að saka Alusuisse um „sviksamlegt" athæfi vegna verðlagningar á súráli, sem síðan hafi valdið því að öllum samningum hafi verið siglt í strand. Guðmundur segir að hinn 10. nóvember 1982 hafi orðið þátta- skil í deilunum við Alusuisse því þá hafi fyrirtækið boðist „til að leggja deilumálið um súrálsverð og fleira fyrir gerðardóm, sem verði að mestu skipaður íslensk- um mönnum og býðst til að hefja viðræður um breytingar á samningnum m.a. um hækkun á raforkuverði enda fái þeir leyfi til stækkunar og leyfi til að taka inn annan hluthafa“ Guðmund- ur telur að Hjörleifur hafi á þessu stigi endanlega siglt mál- inu í strand með því að senda Alusuisse úrslitakosti í stað þess að hlýta ráðum ráðherra Fram- sóknarflokksins og fallast á tillögur Alusuisse um umræðu- grundvöll í aðalatriðum. Að lok- um leggur Guðmundur áherslu á að hann vilji „samninga- viðræður strax - annars einhliöa aðgerðir.“ Hann telur skiljan- lega slíka leið þarfnast mikils undirbúnings og athugana áður en til hennar er gripið og bendir á að ekki sé fýsilegt að yfirtaka rekstur álversins ef Alusuisse gripi til þess ráðs að loka verksmiðjunni í Straumsvík „með þeim rekstrarhalla sem þar er nú við að glíma“. Við þessa grein Guðmundar Bjarnasonar er ástæða til að gera nokkrar athugasemdir og skal þá byrjað á fullyrðingunni um rangar áherslur. Átti að þegja um yfirverðið? Eins og kunnugt er selur Alusuisse Isal hráefni til álfram- leiðslunnar því fyrirtækið á þær verksmiðjur sem vinna súrál cg rafskaut fyrir álverið í Straums- vík (og á svo auðvitað álverið líka). Samkvæmt samningum við Islenska ríkið ber Alusuisse að sjá álverinu fyrir þessum að föngum á sama verði og viðgengst í viðskiptum óháðra aðilja. Þetta er gífurlega mikil- vægt atriði þar sem skattgreiðsl- ur fyrirtækisins til íslendinga ákvarðast af hagnaði þess að hluta. Með öðrum orðum: Með háu verði á aðföngum verður hagnaðurinn minni og skatt- greiðslurnar einnig. Með rannsóknum á bókhaldi álvers- ins er búið að sýna fram á að það hefur um langan tíma verið látið greiða allt of hátt verð fyrir þessi Á þessum grundvelli hefur fjármálaráðuneytið endur- ákvarðað framleiðslugjald Ál- fálagsins. Nemur hækkuninfyrir þetta tímabil 127 milljónum ísl. króna miðað við gengi í febrúar sl. Alusuisse hefur að sjálfsögðu fyllsta rétt til að skjóta ágreiningi um þessa skattlagningu til gerðardóms í samræmi við ákvæði samnings við ríkið um álverið. Það hefur hins vegar ekki verið gert, og má það vera til marks um hve sterka stöðu Alusuisse telur sig hafa í þes^su máli. Spurningin er þessi: Átti iðnaðarráðuneytið að aðföng. Endurskoðun á bók- haldi hefur verið framkvæmd í samræmi við ákvæði samninga þar um . I álviðræðu nefndinni sálugu sem fulltrúar allra stjórn- málaflokkanna sátu í var full samstaða um að láta vinna þetta verk og gera ísal grein fyrir niðurstöðum endurskoðunar- innar. Hér er um gífurlegar fjárhæðir að ræða eins og sést á eftirfarandi: þegja þunnu hljóði yfir svo alvarlegum athugasemdum við fjárreiður ísal? Að sjálfsögðu ekki þó það hafi verið gert 1975 þegar Steingrímur Harmanns- son og Jóhannes Nordal höfðu forystu fyrir samningum um breytingar á orkuverði til álvers- ins. Niðurstaða þeirra samninga er kapituli út af fyrir sig því að samningamennirnir sömdu um hækkun á orkuverðinu sem nemur 503 milljónum króna til síðustu áramóta. En á móti var svo samið um að lækka skatta af fyrirtækinu um 512 milljónir króna. Dálagleg búmennska Hvernig hafa samninga- viðræður gengið fyrir sig? I ítarlegri ræðu á alþingi hinn 28 október sl. u.þ.b. hálfum mánuði áður en Guðmundur G. Þórarinsson sagði sig úr ál- viðræðunefndinni eins og frægt er orðið, rakti Hjörleifur Guttormsson iðnaðarráðherra rakti gang viðræðna við Alusuisse Hann sagði meðal annars: „Eins ogfyrr segir samþykkti ríkisstjórn Islands á fundi sínum 9. des. 1980 aö óska eftir skýring- um Alusuisse á yfirverði súráls og jafnframt var óskað eftir samningaviðræðum um endur- skoðun gildandi samninga, eink- um með hækkun raforkuverðs í huga. Alusuisse lagði fram 11. og 12.febr. 1981 tvær skýrslur, sem áttu að vera skýringar á hækkun í hafi sem svo er kölluð, en voru alls ófullnægjandi. Iðnrn. fól Coopers & Lybrand, breska endurskoðunarfyrirtækinu, rann- sókn málsins og leitaði jafnframt til annarra erlendra aðila. Coopers & Lybrand lauk þessari rannsókn sinni með skýrslu um súrálsverð og hækkun í hafi íjúlí 1981, þar sem staðfest er stórfellt yfirverð á súráli til ÍSALS á tímabilinu 1975 til miðs árs 1980. Eftir framlagningu þessarar skýrslu um súrálsverðið og ítrek- aðar óskir ríkisstj. um samninga- viðræður, gerðar á fundi hennar 16. júlí 1981, samþykkti Alusuisse að koma tilfundarhérí Reykjavík í byrjun ágúst 1981. Var það fyrsti viðræðufundur aðila, en þá hafði álviðræðu- nefndin verið skipuð undirforsæU dr. Vilhjálms Lúðvíkssonar. A þessum fundi skiptust menn á skoðunum, en formaður sendi- nefndar Alusuisse, dr. Weibel, lýsti því þar yfir af hálfu Alusuisse, að fyrirtækið væri ekki reiðubúið til að ræða raforku- verðshækkun eða aðra hluti fyrr en fallið hefði verið frá ásökun um yfirverð á súráli. Akveðið var að hittast aftur í Reykjavík 4. og 5. nóv. 1981. Fyrir lá á þessum fyrsta viðræðufundi, að iðnrn. hafði óskað eftir endurskoðun ársreiknings ISALs fyrir árið 1980 með heimild í aðalsamningi og falið endurskoðendunum Coopers & Lybrand það verk. Þar var um að ræða almenna endurskoðun allra þátta árs- reikningsins, en ekki aðeins yfirverð á súráli. A fundinum 4. ágúst var þess krafist af Alusuisse, að Coopers & Lybrand lykju þessari endur- skoðun samkv. tímamörkum aðalsamnings, eða eigisíðaren 1. sept. 1981, og var það samþykkt. Endurskoðendur Coopers & Lybrand gerðu eins og fyrir þá var lagt og skiluðu endur- skoðunarskýrslu sinni 1. sept. 1980. í þessari skýrslu staðhæfo þeir stórfellt yfirverð súráls of. einnig rafskauta, auk þess ai nauðsynlegt hafi verið að leið rétta ársreikninginn í mörgun öðrum greinum. Heildarleiðrétt ing endurskoðendanna nam 8.t millj. dollara og hækkuðu þeii hagnað ÍSALs þetta árið, 1980 úr 5.5 millj. dollara í 14.2 millj dollara. Þessihækkun nam hvork, meira né minna en öllu greiddi raforkuverði á þessu ári eða nálægt því. Sú neitun Alusu Bjarnason telur ré fyrir því að grípa til skyni að hækka orki fyrir hendi, undirf aðgerðum er lokið. Nauðsynlega pólí aðgerðirnar. Á fundinum í desember 1981 tókst ekki að leysa úr skoðana- ágreiningi aðilanna, eins og það var orðað í sameiginlegri frétta- tilkynningu um fundinn. I lok þeirrar fréttatilkynningar segir svo: „Aðilarnir hafa orðið ásáttir um að leggja þennan skoðana- ágreining til hliðar í bili og kanna leiðir til áframhaldandi sam- starfs. í því sambandi hafa fulltrúar rikisstj. áréttað ályktun ríkisstj.frá ló.júlí 1981 varðandi endurskoðun aðalsamningsins og fylgisamninganna. Óskuðu full- trúarnir eftir svörum Alusuisse við þessari ályktun ekki síðar en hinn 15. jan. 1982 og hefur Alusuisse fallist á þau tilmæli. Verði svör Alusuisse jákvæð munu aðilarnir koma saman til fundar innan þriggja vikna frá þeim tíma.“ Við þessa niðurstöðu voru bundnar nokkrar vonir, en þær vonir áttu eftir að renna út í sandinn. Hinn 1. febr. 1982 fréttist af því, að dr. Múller, formaður framkvæmdastjórnar Alusuisse, væri staddur á Islandi. Hann hafði ekki hug á að tala við iðnrn., sem stjórnskipulega séð er æðsta stjórnvald í málefnum Alusuisse og íslenska ríkisins. Hann hafði pantað viðtal við formenn stjórnarandstöðunnar, Geir Hallgrímsson og Kjartan Jóhannsson, og fékk fundi með þeim báðum. Hann hafði með- ferðis í ferð sinni hingað bréf á íslensku og ensku, stílað til ríkis- stjórnar Islands, þar sem hann Ár Súrál Rafskaut Alls þús/USD þús/USD þús/USD 1975 5.838 1.343 7.171 1976 3.162 962 4.124 1977 679 2.192 2.871 1978 2.532 3.038 5.570 1979 2.279 2.463 4.742 1980 2.160 3.119 5.279 1981 965 717 1.682 Samtals 17.605 13.834 31.439 þús/USD Yfirverð á aðföngum á álagnlngu framleiðslu- tímabilinu 1975 - 1981 gjalds á Islenska álfélagið reyndist því samtals nema h.f. 31.4 milljónum bandaríkja- dala, eða tæpum 600 mill- jónum íslenskra króna miðaðviðgengi 10-febrúar 1983. Við endurskoðun á árs- reikningum fyrir árið 1980 og 1981 voru reikningar Isal ennfremur leiðréttir vegna afskrifta um samtals 4.4 milljónir bandaríkja- dala, eða um 84 milljónir ísl. króna miðað við gengi 10. febrúar 1983. Samtals hefur hagnaður ísal á tímabilinu 1975- 1981 því reynst um 35.8 milljónum bandaríkjadala hærri en ársreikningar félagsins gáfu til kynna. Þessi upphæð jafngildir 683 milljónum íslenskra króna á gengi 10. febrúar 1983. Fyrir liggur lögfræðileg álitsgerð Benedikts Sigur- jónssonar fyrrverandi hæstaráttardómara og Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns, dags. 13. október 1982, um Meginniðurstöður álits- gerðarinnar eru: Ein af almennumgrund- vallarreglum skattaréttar, sem oröuð er i íslenskum skattalögum nr. 75/1981, er að endurákvarða megi skatt á skattaðiia, ef i Ijós kemur að honum hefur ekki verið gert að greiða skatt af öllum tekjum sinum eða eignum og skiptir þá ekki máli hvort um refsiverða háttsemi er að ræða eða ekki. Réttur stjórnvalda til að endurákvarða skattaðila skatt sætir þeim takmörk- unum í íslenskum skatta- lögum, að endurákvörðun getur aðeins náð til skatts vegna tekna og eigna siðustu sex ára á undan því ári sem endurákvörð- unin fer fram. Eðlilegt er því talið að þessi regla eigi við um framleiðslugjald isal og megi endurákvarða framleiðslugjald vegna ársins 1976 og síðari ára. 4 - NORÐURLAND

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.