Norðurland - 15.04.1983, Blaðsíða 8

Norðurland - 15.04.1983, Blaðsíða 8
NOROURLAND Föstudagur 15. apríl 1983 Eiösvallagata 18, 602 Akureyri Pósthólf 492, sími 2-18-75 Glataðar tálsýnir Frá lokum síðari heimsstyijaldar orrustu - fyrir föðurlandið að og fram á síðasta áratug má sjálfsögðu - og hinn nýja guð: heita að sífelldur hagvöxtur og hinn eilífa og almáttuga þensla hafi einkennt efnahags- markað. Spámenn hins nýja líf vesturlanda. Ef til vill var siðar risu nú upp í öllum þetta líka blómaskeið krat- löndum, þótt hvergi hafi siða- ismans eða endur bótastefnunn- skiptin orðið jafn gagnger og í ar sem allir verkalýðsflokkar í Bretlandi. Þar hafa enda milljón- Vestur-Evrópu fylgdu í raun. ir manna misst atvinnuna. Verkalýðshreyfingunni tókst íslendingar fóru auðvitað að nota sér þessar hagstæðu ekki varhluta af dýrðinni. Með ytri aðstæður til þess að bæta öðrum fjósverkum þýddu kjör launafólks og tryggja því ungir menntamenn nýja testa- ýmis mikilvæg mannréttindi mennti frjálshyggjunnar á og samfélagslegt öryggi meira móðurmálið og hafa greinilega en áður hafði þekkst. Elug- haft erindi sem erfiði. Gunnar myndafræðingarnir töluðu um Thoroddssen lýsti því vel í velferðarríkið sem hefði leyst eldhúsdagsumræðunum um af hólmi gamla vonda kapítal- daginn hvernig Sjálfstæðis- ismann. Jafnvel í hinu kapítal- flokkurinn hefði breyst á íska barbaríi sjálfu, Banda- ' síðustu árum í harðsnúinn ríkjunum, hafði Johnson íhaldsflokk í þjónustu peninga- forseti uppi áætlanir um hið. manna en hefði áður verið „Mikla velferðarþjóðfélag“. í frjálslyndari og víðsýnni. þessu ríkasta landi veraldar Leiftursókn gegn lífskjörum búa milli 20 og 25 prósent launafólks er inntak hinnar íbúanna við sára örbirgð. Um nýju stefnu þegar lýðskrumið það hefur verið sagt, að sú er lagt til hliðar. mannleganiðurlægingogefna- Því er þessi saga rifjuð hér lega og andlega eymd sem þar upp að ýmislegt bendir til þess ríkir, sé einstakt fyrirbæri að margur hafi ekki áttað sig á meðal þróaðra þjóða nútímans þeim nýju baráttuaðstæðum eftir að þrælabúðir Stalíns sem verkalýðshreyfingin og hurfu úr sögunni. Jafnvel þessi flokkur hennar standa nú gamalgrónu vandamál þóttust frammi fyrir. Það skiptir þó amerískir sjómmálamenn ætla mestu máli að strjúka af aðleysaítraustiásístreymandi augum sér allar tálsýnir um lindir auðsins sem land þeirra eðli og markmið leiftursóknar- réði yfir úti um allan heim. innar hér á íslandi. Verslunar- Svo kom kreppan. Draumar ráðið sást ekki fyrir i ofstæki ameríska auðvaldsins urðu að sínu og afhjúpaði hvort martröð vegna ósigra þess í tveggja. 1 húfi eru þau mann- Suðausturasíu, Watergate- réttindi og það félagslega málsins og fallandi gengis á öryggi sem íslensk verka- heimsmarkaði. Harðnandi lýðshreyfing hefur áunnið sér í stéttaátök urðu til þess að áratuga langri baráttu. LJt frá hugmyndafræðingarnir snéru þessum forsendum verða þeir við blaðinu og grófu aftur upp sem hafna bandarískri gömlu góðu frjálshyggjuna. markaðshyggju að draga sínar Herskáir spekingar tættu nú pólitísku ályktanir. Bandalag niður allt velferðarrausið. ævintýramanna undir forystu Undir ríksistjórn Reagans Vilmundar Gylfasonar hefur verka nú draumsjónir Johnsons enga afstöðu í þessum málum. sem fáránleg della og sjúklegt Og hver veit hvaða pólitík sentimentalitet. Hinn siðprúði kvennaframboðið hefur? Þær meirihluti hlutafjáreigenda var vita það líklega ekki sjálfar. því fljótur að átta sig og blés til , FRAMSÓKN BOÐAR NÝJA STARFSHÆTTI Ríkisvaldið á að stjórna án utanaðkomandi afla, sagði Ing- var Gíslason menntamálaráð- herra á framboðsfundi á Húsa- vík. Síðastliðinn mánudag var haldinn fjölmennur stjórnmála- fundur í Félagsheimili húsavík- ur, þarsemfulltrúarallrastjórn- málaflokkanna kynntu sjónar- mið sín. Þingeyingar sýndu stjórnmálum að vanda mikinn áhuga eins og sést á því að hús- fyllir var í hinu myndarlega félagsheimili á Húsavík. Valdagleði framsóknar Að sjálfsögðu kom sitthvað athyglisvert fram í ummælum frambjóðendanna en það sem mestum tíðindum sætir er sú kenning Ingvars Gíslasonar menntamálaráðherra að ríkis- valdið ætti að „stjórna án utan- aðkomandi afla“ eins og ráð- herrann orðaði það. Hvað felur svona fullyrðing í sér? Og er kannski þegar komin nokkur reynsla á það hvað gerist ef ríkisvaldið stjórnar „án utan- aðkomandi afla“. Síðast en ekki síst er ástæða til að kanna hver eru hin utan- aðkomandi öfl, sem Ingvar Gíslason vill fyrir hvern mun losna við. Efst á blaði er að sjálf- sögðu verklýðshreyfingin og önnur samtök launafólks, þá koma samtök bænda, og at- vinnurekenda og síðan mætti auðvitað nefna fjölmörg önnur fjöldasamtök um hin margvís- legu mál sem vilja hafa áhrif á gang mála. Vítin eru til að varast þau Ummæli Ingvars benda til að Framsókn hafi öllu gleymt og ekkert lært í gegnum tíðina. Þannig fnætti tína upp úr sögunni fjölda dæma um það sem gerist þegar stjórnmála- menn gleyma sér í valdagleð- inni og fara að stjórna „án utan- aðkomandi afla“. Það sem vafa- laust er mönnum ferskast í minni eru kjaramálaátökin á árinu 1978 þegar uppáhalds- ríkisstjórn Ólafs Jóhannesson- ar, samstjórn Framsóknar og íhalds ákvað að segja utanað- komandi öflum að éta það sem úti frýs og kollsteyptu öllum kjarasamningum í landinu á einu bretti. Mönnum ætti að vera í fersku minni hvernig tiltækið gafst. Svo að segja öll samtök launafólks snérust af afli til varnar lífskjörunum og aðgerðinni var hrundið. Þá má spyrja Ingvar Gíslason og þá Framsóknarmenn að því hvort þeir hugsi sér að stjórna landbúnaðarmálum í landinu án þess að tala einu orði við samtök bænda. Telja þeir e.t.v. að samvinnan við bændasam- tökin um framleiðslustjórnun sé af hinu illa, treysta þeir sér til að láta eins og fiskverðsákvörðun sé einkamál ríkisstjórnarinnar, eða vilja þeir kanski fara sömu leið og Vilmundur? Og þannig mætti nefna fjöldamörg dæmi um að nauðsyn þess að hver ríkisstjórn sé í þolanlegri sátt við helstu fjöldasamtök í land- inu. Þetta þýðir að sjálfsögðu ekki að ríkisstjórnir eigi að framselja sitt pólitíska vald til annara. Þær eru að sjálfsögðu tilkomnar í samræmi við pólitískan vilja þjóðarinnar í kosningum og ber að starfa í samræmi við hann, en reynslan hefur margsinnis sýnt að hugmyndir um svo „sterka stjórn" sem ætlar sér að stjórna algerlega eins og henni komi skoðanir samfélagsins ekki við eru dæmar til að mistakast. Hefur íhaldið litlu gleymt og eitthvað lært? Þegar einn af ráðherrum Framsóknarflokksins gerist í meira lagi valdakátur vekja eftirfarandi ummæli höfð eftir Geir Hallgrímssyni formanni Sjálfstæðisflokksins nokkra at- hygli. Er það jafnvel hugsan- legt að ihaldið sé námfúsara en Framsókn? „Geir Hallgrímsson sagði að grundvallaratriði í íslenskum stjórnmálum næstu mánaða væri að endurvekja traust al- mennings á getu stjórnmála- manna. Geir sagði að víðtæk samstaða væri ein af forsendum þess að það gæti tekist. Styrjald- arástand á borð við það sem skapaðist vorið 1978 væri fá- mennu þjóðfélagi hættulegt. Með þessum orðum kvaðst Geir ekki vera að segja að hann teldi ríkisstjórn allra Uokka ekki vænlegustu leiðina að kosning- um loknum, að sér væri ljóst eftir að hafa tvívegis reynt að skapa samstöðu um þjóðstjórn, að meiri þjóðarvoði þyrfti að vera yfirvofandi en það sem nú væri til að slíkt mætti takast. Sagðist Geir vera þeirrar skoð- unar að náið samstarf ríkis- stjórnar og Alþingis, hagsmuna- samtaka verkalýðs og vinnu- veitenda, væri ein af forsend- um þess að vel tækist til.“ Morgunbl. 14.4.1983. Selahlað á gæs Jón Baldvin Hannibalsson skoraði nýlega á Svavar Gests- son til kappræðna í veitingahúsinu Sigtúni í Reykjavík. Svavar svaraði þessari áskorun á þá lund, að Alþýðubanda- lagið væri að berjast við íhaldið í landinu en ekki hækjur þess og frábað sér samkomu af þessu tagi. Þeir Reykjavíkurkratar berja sér nú á brjóst og segja Svavar ekki hafa þorað í slaginn við J. B. H. og láta sem þetta sé einsdæmi i sögunni. Svo er þó ekki. Á tímum einmenningskjördæmanna skeði það einhverju sinni á framboðsfundi í Suður-Múlasýslu að frambjóðandi Alþýðuflokksins barði sér á brjóst og sagði sína málefna- stöðu svo sterka að frambjóðendur hinna flokkanna minntust aldrei á sig í ræðum sínum en körpuðu eingöngu sín á milli. Frambjóðandi íhaldsins kallaði þá frammí: „Þegar maður er með selahlað í byssunni eyðir maður því ekki á gæsU__________________________________ MEÐ KÆRRI KVEÐJU OG HEILLAÓSKUM í ORRAHRÍÐINNI Ég stend í dýrðlegri þakkarskuld við róttækt grims Sigfússonar og Svanfríðar Jónasdóttur En ég hafði líka gert mér vonir umaðbaráttu- fólk á Norðurlandi eystra fyrir gæskuna og um- burðarlyndið að hafa mig fyrir þingmann sinn í nærfellt heilan áratug. Minningarnar eru ýmiss- konar, sólroðnar margarhverjar, angandi af vor- brumi, ómandi af þeim dásamlega gáska hugar- flugsins, sem Harpa ein getur spilað undir með fuglaklið og þyt í runna, við hliðina á félögun- um, Soffíu Guðmundsdóttur og Helga Guð- mundssyni í misjafnlega duglegum bílum á vor- gljúpri braut. Þetta er nú það sem mér er skap- felldast að muna. En hvort mér er það nú Ijúft eða leitt man ég líka þá skugga sundrungar sem einatt hefur borið á baráttu vinstrisinna í þessu kjördæmi fyrir framgangi sameiginlegra hug- sjónamála. Mér var það Ijóst þegar ég fór fyrst í framboð fyrir Alþýðubandalagið hér í kjördæminu, að ég hlyti nauðugur viljugur að lenda í skeinuhætt- um átökum við fjölda ágætra sósíalista og annarra vinstrimanna, sem klofnað höfðu frá flokki mínum vegna persónulegra átaka innan hans. Hjá því varð ekki sneitt. Nú er það ætlan mín, að með tilkomu þess unga og röska fólks, sem Alþýðubandalagið valdi til forystu í póli- tískri framvarðarsveit sinni nú í vetur, og skipar nú efstu sætin á framboðslista flokksins, sé þeirri sögulegu misklíð vinstrisinna lokið í þessu kjördæmi, því ekki bera vopn þeirra Stein- neinn lit þeirrar sáru rimmu. Það er mest um vert að fólkið okkar hittist nú aftur á hlaðinu hvert hjá öðru og fagni loksins á ný þeirri vináttu hvers annars, sem aldrei skyldi rofnað hafa. málin, sem mestu varða í Alþingiskosningun- um yrðu nógu Ijós í vitund góðra manna til þess að okkar ágæta félagshyggjufólk skynjaði nú lífsnauðsyn þess að fylkja liði gegn sameigin- legum andstæðingi. Því vildi ég trúa, til dæmis, að nú vildu vinstrimenn á Norðurlandi eystra kjósa sér þingmenn, sem trúandi væri til þess að sýsla um hagsmunamál verkamanna til sjós og lands, bænda og almenns launafólks, þegar tekist verður á um það með hvaða hætti verður skipt niður byrðunum sem leiða af lækkandi þjóðartekjum, og leita félagslegra úrræða til þess að auka þær tekjur. Ég hafði ímyndað mér að nú sæju kjósendur í Norðurlandskjördæmi eystra þann grænstan að kjósa þann flokk sem líklegastur væri til að innheimta hjá álfélaginu það fé, sem af okkur var haft, og nægja mun til þess, ef mennilega er að staðið að lækka raf- orkuverð til almenningsnota um meira en helming. Þessa von hef ég síður en svo gefið á bátinn, - en í henni fólst einnig vonin sú, að unga baráttufólkið okkar Alþýðubandalags- manna þyrfti nú ekki að kíjást við klofnings- lista hugsjónalegra samherja, svo sem raunin varð þó á í þessum kosningum. Með ítrekuðu þakklæti fyrir ánægjulegt samstarf, Akureyri, 13. apríl 1983. Stefán Jónsson.

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.