Norðurland - 20.04.1983, Blaðsíða 5

Norðurland - 20.04.1983, Blaðsíða 5
ingabaráttunni: Jþýðubandalagsins tt fyrír vetrarhörkur Valgeirsson á sviðinu í Þórsveri við dúndrandi viðtökur, en þar hafði hann verið opnaður 5 árum fyrr. Og á næstu fundum átti Steingrímur eftir að sanna það enn frekar að þar fór harður ræðumaður og málafylgjumað- ur með ágætt lið sér við hlið, en mál manna eftir þessa fundi virðist vera að Alþýðubandalag- ið hafi skorið sig þar algjörlega úr með málflutningi sínum og framgöngu allri. Annar fundur var á Raufar- höfn um kvöldið og komu þar um 150 manns. Má svipað um hann segja og Þórshafnarfund- inn að þar voru viðtökur góðar: Auk Steingríms voru í förinni þau Svanfríður Jónasdóttir og Erlingur Sigurðarson og á Þórs- höfn talaði auk þeirra Dagný Marinósdóttir. Eftir fund með stjórn Jökuls á Raufarhöfn á mánudagsmorgni var haldið til Húsavíkur en komið við á Kópaskeri. Tíminn var þó naumur þar sem fram- bjóðendum var boðið á fund bæjarstjórnar Húsavíkur kl. 4 um daginn, þar em Edgar Guðmundsson verkfræðingur kynnti mönnum undirbúnings- vinnu að trjákvoðuverksmiðju á Húsavík. Um kvöldið þágu svo frambjóðendur matarboð bæjar- stjórnar áður en haldið var til fundar. Þangað komu töluvertá fjórða hundrað manns og enn skar Alþýðubandalagið sig úr. Auk Steingríms og Svanfríðar töluðu þeir Helgi Guðmundsson og Kristján Ásgeirsson af hálfu Alþýðubandalagsins. Kvöldið eftir var fundur á Olafsfirði og notaði Steingrímur tímann bæði á undan og eftir til að fara um staðinn og hitta menn að máli. Fundurinn var fremur fámennur eða um 70 manns, en Alþýðubandalaginu hagstæður. Steingrímur, Svan- fríður og Kristján töluðu. Eftir vinnustaðaheimsóknir á Ólafsfirði og ferð í Svarfaðardal var haldið til fundar á Dalvík, þar sem allt fór fram samkvæmt venju og sérstaða Alþýðubanda- lagsins var enn skýr. Steingrím- ur og Svanfríður fóru á kostum sóttar í umræður og baráttu innan vinstrihreyfingarinnar í okkar heimshluta. Slitin úr tengslum við fjölþætta baráttu verkalýðssinna og vinstrimanna gegn gallhörðum peningasjónar- miðum og ójöfnuði auðvalds- þjóðfélagsins er kvennabarátta ein og sér máttlaus og á villigöt- um. Fyrir þessar kosningar blasir sú dapurlega staðreynd við okkur að atkvæði vinstrisinna greidd kvennaframboðinu hefur þver- öfug áhrif en þeir vildu. Vegna sundrungar vinstrisinna auðveld- um við leiftursóknarliðinu að kremja miskunnarlaust undir fæti öll hin „mjúku verðmæti“ og sjónarmið sem byggjast á félags- legum gildum: samstöðu, réttlæti, jöfnuði. Þetta skyldu menn íhuga nú þegar skoðanakannanir benda til þess að íhaldið sé að ná hér áður óþekktum styrk í íslensku þjóðfélagi. Vinstri menn geta einfaldlega ekki leyft sér þann lúxus að greiða hálft atkvæði í þessum kosningum. Við verðum að leggja okkur alla fram og enginn má skerast úr leik. Ef marka má fyrrnefndar skoðanakannannir mun Vil- mundarflokkurinn fá umtals- vert fylgi. Það verður að segjast eins og er að hér er um að ræða og auk þeirra mætti Erlingur Sigurðarson á fundinn. Daginn eftir heimsóttu efstu menn vinnustaði á Akureyri, og áður höfðu þau komið við á nokkrum öðrum stöðum þar. Þá má geta þess að á miðvikudaginn fyrir páska dreifðu frambjóðendur samstarfsgrundvelli Alþýðu- bandalagsins á götum Akureyr- ar. Fleiri slíkar dreifingarher- ferðir hafa verið ráðgerðar í bænum en veðrið tekið í taum- ana. I síðustu vikunni er ætlunin að láta enn meira til sín taka í þeim efnum. Margar hendur starfa En fleira er kosningabarátta en , . , fundir og ferðalög og fjöldi Helgi Guðmundsson hefur ritstýrt Norðurlandi í kosningabaráttunni. Hér er manns hefur lagt sitt að mörkum hann í Prentsmiðju Björns Jónssonar ásamt Guðmundi Þorsteinssyni prentara. með vinnu eða fjármunum til að gera hlut Alþýðubandalagsins sem stærstan í komandi kosn- ingum. Fyrir vinnufúst fólk er alltaf nóg að gera og á kosninga- skrifstofunum bíða þrátt fyrir það ýmis óleyst verkefni. Heimir Ingimarsson kosningastjóri hefur verið drífandi og skilað verkum sínum og verkstjórn vel, Nöfn fjölda annarra mætti telja þó ekki verði gert hér, utan Helga Guðmundssonar, sem stýrt hefur útgáfu NORÐUR- LANDS. Útgáfa er ekki veiga- minnsti þáttur kosningabarátt- unnar og blaðlaus hlyti hún að verða erfið að ekki sé meira sagt. Ekkert er öruggt Það er ljóst að Alþýðubanda- lagið hefur meðbyr í kjördæm- inu. Hins vegar reka nú Fram- sóknarmenn þann lymskulega áróður að Steingrímur sé örugg- ur á þing og því eigi menn að kjósa Guðmund Bjarnason. Allir reikningar í þessa átt eru villandi og varhugaverðir. Það eru atkvæðin sem talin verða upp úr kjörkössunum sem segja til um skiptingu þingsæta en ekki áróður framsóknarmanna. Því miður getur enginn verið öruggur um að Steingrímur nái kjöri, nema með því að sá hinn sami og fjöldi annarra kjósi hann til þess. - Erl.- andi eystra. Talið frá vinstri: Helgi Guðmundsson skipar 3. sætið, Kristin ður Jónasdóttir skipar 2. sætið og Steingrímur Sigfússon sem skipar efsta sætið. Kristín Hjálmarsdóttir, Svanfríður og Steingrímur ganga um sali hjá Útgerðarfélagi Akureyringa. Hér er Heimir Ingimarsson kosningastjóri staddur á Kópaskeri með þeim Svanfríði og Steingrími. skringilegasta fyrirbæri íslenskra stjórnmála. Séu stuðningsmenn Vilmundar spurðir út í stefnu flokksins upphefst auðvitað hin raunalegasta þula um „aðskiln- að framkvæmdarvalds og lög- gjafarvalds". Að frátalinni töfraþulunni góðu um „aðskiln- aðinn“ er ekki greinilegur munur á skoðunum Vilmundar og íhaldsins. Flest bendir til þess að „aðskilnaðurinn" sé einkum til að réttlæta aðskilnað Vilmundar og Jóns Baldvins. Bandalag jafnaðarmanna eru samtök um ófrjóa óánægju, gegndarlaust lýðskrum og eins töfraþulu. Það er dýrt spaug að taka þátt í svona vitleysu. Þegar blöðrurnar springa er hætt við að sumir verði kindarlegir. Við í Alþýðubandalaginu er- um ekki ánægtð með þær vísbendingar sem skoðanakann- anirnar gefa. Séu þær réttar er leiftursókn íhaldsins á næsta leyti. Auðvitað er slagurinn ekki búinn. Nú skiptir öllu máli að átta sig á þeirri hættu sem vofir yfir og gera viðeigandi ráð- stafanir. Allir vinstri menn og verkalýðssinnar ættu nú að snúa bökum saman og taka hraust- lega á móti leiftursóknarihald- inu. Það væri barnalegt ábyrgðar- að ætla sér að sitja heima og vera hlutlaus í þessum átökum. Það er einfaldlega og augljóslega það sama og hjálpa íhaldinu. Hvað eiga vinstri menn að gera? Að kjósa kvennaframboð eða Vilmund eða Framsókn er að svara spurningunni loðið, vitlaust eða út í hött. Eina rétta svarið er að fylkja sér um Alþýðubandaiagið, eina raunveru- lega andstæðing leiftursóknar- íhaidsins. Það svar verður ekki misskilið þegar kosningaúrslitin verða skoðuð. Þ. Ásm. Traust afí til AlþýÓU bandalagio vmstri NORÐURLAND- 5

x

Norðurland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurland
https://timarit.is/publication/784

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.