Organistablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 6

Organistablaðið - 01.12.1973, Blaðsíða 6
VlTUR Á SÓKNARNEFND 1 seplembermánuði 1973 auglýsti sóknarneínd Neskirkju organista- starf við kirkjuna laust til umsóknar. Auglýsing þessi birtist í dag- blöðum áður en Jóni ísleifssyni organleikara við kirkjuna, barst bréf sóknarnefndar um uppsögn. Þessari málsmeðferð mótmælti Organ- istafélagið bréflega. Kirkjukór Neskirkju sendi einnig mótmæli. Við birtum hér bréf Organistafélagsins og Kirkjukórs Nes'kirkju. Til þess eru vítin að varast þau. Vonandi verða þessi mjög svo leiðu mistök öðrum lærdómsrík og endurtaka sig þar af leiðandi ekki. lengur tímans tönn. Og eins og um liefur verið rætt, eru kirkjukór- arnir í hættu staddir, verði liér engin breyting gerð. Má furðu gegna, hversu lengi kórarnir Iiafa sýnt þolinmæði og lagt á sig miklar byrðar með því að kyrja óendanlega langa sálma, svo langa, að árangurinn er einungis strit og stríð — engin upplyfting, enginn fögnuður. Með slíkum hætti er ekki furða, þótt ungt fólk sækist lítt eftir því að að axla þvílíkar byrðar. — Hlýtur það í raun og veru að vekja undrun, hversu mikil seigla hefur reynst í kirkjukórunum, að þeir skuli ekki hafa gefist upp fyrir löngu — Er leitt til þess að vita, að kirkjunni skuli vera sniðinn svo þröngur stakkur, að hún stendur í striði við að „láta hljóma lífsins mál, sem lífgað getur hverja sál.“ Ýmsir hafa þá trú, að einróma söngur sé góð lausn til að glæða kirkjusönginn. Það má vel vera. En hér skilur á milli, hvort maður er hlustandi eða þátttakandi. — Þegar varpað er út messu frá höfuð- borginni með einrödduðum söng, þar sem karlar og konur keppa um raddstyrkinn, hljómar söngurinn mjög ömurlega í eyrum hlust- enda og er sannarlega engin „eyrna lyst“ eins og séra Jón á Bægisá komst að orði. Hins vegar væri það dýrðlegur messuþáttur, ef söngur næði að hljóma stafna á milli í kirkjunni, þar sem maður væri sjálfur þátt- takandi í þeim stóra kór. Slíkur söngur krejst ekki samhljóma,. en má auðvitað vera margraddaður, eftir því sem kunnátta þátttakenda leyfir. Björn Jakobsson. 6 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.