Organistablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 4

Organistablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 4
Orgelið kemur. „Hið fyrsta, sem hann gjörði í þessa stefnu, mun hafa verið það, að hvetja Reykvíkinga til að kaupa organ í dómkirkjuna, þá er hann kenndi sig mann til að nota það við guðsþjónustugjörðina, og tóku þeir vel undir þær tillögur hans; var nú kveðið svo á, að kaupa skyldi organið og það koma til landsins jafnskjótt og Pétur hefði lokið námi sínu, og hann síðan annast allan söng í dómkirkjunni. Þetta varð og svo. Hann útskrifaðist úr skólanum í Joenstrup 26. dag aprílmán. 1840 með góðum vitnisburði og sigldi þá þegar heim til íslands og kom til landsins 20. dag maímán. s. á. Organið kom og samsumars til Reykjavíkur, og tók hann þá þegar við organs- leikara-störfum og gegndi þeim síðan til dauðadags. Hafði hann að- eins 100 kr. í laun fyrstu 2 árin . . .“ Ekki má kalkanterinn vanta. í bréfi dags. 11. ágúst 1840 segir kirkjuhaldarinn H. St. Johnsen að eríitt hafi reynst að fá bælgetræder síðan orgelverkið kom í kirkj- una þá um sumarið, en nú geti hann ráðið klokkeren Erik Eriksen til þessa starfs fyrir 6 rd. og 8 sk. í árslaun. Þessu svarar J. Johnsen f. h. Bardenfleths stiptamtmanns 19. ág. 1840 og samþykkir ráðninguna. (Bréfin eru á dönsku og því hef ég leyft mér að láta nokkur orð vera hér á því máli en prentuð með breyttu letri). Og orgelið fer. Benedikt Gröndal segir: ,, . . . þar lék Pétur Guðjónsson og hafði lært orgelspil í Danmörku; en eftir lát hans var ekki leikið á orgelið og því enginn gaumur gefinn, og skemmdist það svo meir og meir, hefur kannske líka verið farið að bila, en engum duttu orð í hug, seni heita ,,eftirlit“ og ,,aðgerð“; var síðan og er enn leikið á „har- moníum“ í kirkjunni og þykir það nóg.“---------„En sá mikli söng- meistari og listamaður Helgi bjargaði því frá gersamlegri eyðilegg- ingu — raunar ekki handa Dómkirkjunni . . .“ En hér við skal því bætt, að Friðrik Bjarnason tónskáld segir að komið hafi í ljós að orgelið hafi verið notað lengur, líklega til 1887. Heimildir: Ævisaga Péturs Guðjohnsens eftir sr. Einar Jónsson prófast á Hofi í Vopnafirði. — Reikningar Reykjavíkurdómkirkju. — Kirkjustóll Rv. kirkju 1840. Benedikt Gröndah Reykjavik um aldamótin 1900. — Heimir (S. E. & Fr. B.) 1924. 4 ORGANISTABI.AÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.