Organistablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 5

Organistablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 5
AÐVÖRUN TIL ORGANISTA OG ANNARRA sem hyggjast halda kostnaðarsama tónleika t kirkjum utan Rv'tkur Fólk á Suðurlandi, sem með vaxandi undrun hefur fylgst með við- skiptum tveggja kóra á Selfossi við fréttadeild sjónvarpsins, hefur hvatt mig til að rita lýsingu á þeirri viðureign, öðrum kórstjórum til viðvörunar. 6. jan. 1976 hringdi fréttaritari sjónvarpsins á Selfossi, Gísli Bjarnason, í mig og sagði, að nú hefði sér í fyrsta skipti verið neitað um frétt til birtingar. Fréttamaður, sem hann ræddi við, hafi með öllu neitað að taka frétt um tónleika Kirkjukórs Selfoss. Ég hringdi þegar til sjónvarpsins og fékk að tala við annan frétta- mann. Ég: „Þið eruð að missa af stórfrétt." Fréttam. (ákafur): „Hvað er það?“ Ég: „í kvöld kemur fram í fyrsta skipti ný sinfóníuhljómsveit áhugafólks, Sinfóníuhljómsveitin í Reykjavík og leikur með Kirkju- kór Selfoss og einsöngvurunum Sigríði E. Magnúsdóttur, Garðari Cortes og Halldóri Vilhelmssyni í verkum eftir Buxtehude (kan- tata), J. S. Bach (jólakantata) og Handel (atr. úr Messíasi), og við ætlum síðan að vera með þetta í Reykjavík á sunnudaginn kemur.“ Fréttam. (daufur): „Petta er ekki ttokkur frétt. Pað hefur verið um það rætt að taka alls ekki fréttir eins og þetta. Svona lagað varð- ar e. t. v. 20 til 30 tnanns. og þið, sem biðjið um slíkt eruð bara að reyna að fá ókeypis auglýsingu á besta stað.“ Samtalið varð nokkru lengra og í vinsamlegum tón. Ég gerði grein fyrir því, að kostnaður við þessa tónleika væri á þriðja hundrað þús. kr. og að það skipti því ekki litlu máli fyrir okkur að fólk vissi af þeim. Fór svo að lokum, að fréttamaður sagðist skyldi athuga, hvort þetta mætti koma í fréttaþættinum, en reiknaði þó síður en svo með því. Sú varð líka raunin á. Fyrir tónleikana í Reykjavík fór Garðar Cortes á stúfana fvrir okkur með frétt í sjónvarpið, en allt fór á sömu leið. ORGANISTABLAÐIÐ 5

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.