Organistablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 14

Organistablaðið - 01.12.1976, Blaðsíða 14
barna- og kivennakóra, en sum lögln eru með flelrl en einni raddsetningu. 1 heftinu er eitt sálmalag: „Dýrð, vald, virðing og vegsemd hæst," iþjóðlag, sem Stelnn hefur raddsett. Heftið er ,,er gefið út af Seyðisfjarð- arsöfnuði í (bakklætisskyni við Stein Stefánsson fyrlr starf hans í þágu kinkjunnar og byggðariagsins um áratugaskeið," og á kápu eru fallegar myndir af Seyðisfirði og Seyðisfjarð- arkirkju. — Litbrá prentaði. Söngvar úr Ljóðaljóðum. Nýlega er komið út Söngvar úr Ljóðaljóðum eftlr Pál Isólfsson. Það eru 6 lög fyrir einsöng með píanó- undlrleik. Textinn er úr Ljóðaljóðum Salómons. Endurprent prentaði. Söngvasafn Kaldalóns. Fyrlr jólin komu út 8. og 9. hefti af Söngvasafni Kaidalóns. Er þá lokið heildarútgáfu á tónverkum Slgvalda S. Kaldalóns. f þessum tveim heftum eru 27 elnsöngslög. kórlög eru 21 (bland- aður kór og karlakór) 6 hljóófæralög og 5 sálmalög. Litbrá prentaði þessl hefti. Sálmasöngbók. — V'iðbætir. Nýlega kom út á vegum Kristni- sjóðs Viðbætir við Sá'lmasöngbók kirkjunnar. Þessi vlðbætir er gerður með tilliti til nýju sálmabókarinnar og verður honuim væntanlega gerð betri skll siðar í Organlstablaðlnu. Þeim sem vllja eignast bessa bók er bent á Bókaverslun Sigfúsar Ey- mundssonar eða skrifstofu Hins isl. biblíufólags. Útlendar fréttir. Georp Fjoldrad. Georg Fjeldrad varð 75 ára 19. n6v. s. 1. Hann er elnn af mest metnu organleikurum Dana. Hann var íyrst organleikari við St. Paulskirkju en síðan við St. Knudskirkju í Odense og síðast dðmkirkjuorganleikari í Árhus. Afmælisrit. 1 tilefni af áttræðisafmæli Arilds Sandvolds var gefið út í Osló vandað afmælisrit honum til heiðurs. Og í tilefni af sjötugsafmæli L.udvigs Nielsens kom út í Þrándheimi vandað aímælisrit honum til heiðurs. 1 báðum þessum ritum eru margar ágætar greinar. Hinn merki tónvísindamaður Dr. O. M. Sandvik varð 100 ára 9. maí 1975. 1 sumar kom út lltið ri-t með frá- sögn af afmælinu og sjóði þeim sem þá var stofnaður. Tabula gratulatoria. I>að þar.f ekki að taka fram að i öllum þessum ritum eru langir heillaóska- listar. NORRÆNIR ORGELDAGAR Eins og fram kemur í auglýsingu annars staðar í blaðinu verða „Norrænir Orgeldagar“ í Malmö 25.—29. apríl 1977. Par munu organistar frá Norðurlöndunum ieika verk frá sínum heimalöndum. Einnig verða fyrirlestrar og ferðir, m. a. tii að skoða Buxtehude- orgelið í Torrlösa. Upplýsingar um þessa „Orgeldaga“ má fá hjá Malmö Kongress- byrá Skeppsbron 2 211 20 Malmö Sverige. 14 ORGANISTABLAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.