Organistablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 11

Organistablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 11
Dr. Páls minnst í Dómkirkjunni Dr. Páll (sólfsson, tónskáld, fædd- ist 12. október 1893. Hann lést 23. nóvember 1974 og heföi því orðið níræður 12.10. s.l., en þá var hans minnstákirkjukvöldi í Dómkirkjunni. Meðal efnis á dagskrá kirkju- kvöldsins var tónlist dr. Páls. Mar- teinn H. Friðriksson, dómorganisti, lék verk hans Chaconna. Barnakór Kársness- og Þinghólsskóla söng Máríuversið úr Gullna hliðinu með orgelundirleik Siguröar ísólfssonar. Sr. Þórir Stephensen rakti æviferil dr. Páls. Sr. Hjalti Guðmundsson sagði frá samstarfi sínu við hann sem organista og söngstjóra, en sr. Hjalti söng lengi með Dómkirkju- kórnum. Forráðamenn kirkjunnar og flytj- endur sögðu að með þessum hætti vildu þeir heiðra minningu hins ástsæla dómorganista og tónskálds og tjá þakklæti sitt fyrir líf hans og list. 200 ára gamalt tónverk Haydns kemur í leitirnar Hér er um að ræða tvo þætti úr messu frá árinu 1786. Álitið er að þeir hafi aldrei verið fluttir opinber- lega. Eigandi handritsins er norðurírsk- ur bóndi, John McClintock. Hann telur að verkið, sem er 16 síður, hafi legið óbreytt í skáp á heimili ömmu hans í hálfa öld án þess að nokkur vissi af því. Tónverkið er talið verða selt fyrir 800.000 til 1000.000, íslenskra króna, á uppboði hjá Christie's í London í mars 1984. Að sögn tónlistarsérfræðinga ber verkið meistara sínum gott vitni ög er „mjög í anda hans". Tónverk Haydns var ekki það eina, sem reyndist leynast í skápn- um í hinum 375 ára gamla bóndabæ ömmu McClintocks. Þegar tekið var til einn daginn kom eitt og annað merkilegt í Ijós undan ryklaginu. Má þar nefna drög af tónverkum eftir ORGANISTABLAÐIÐ 11

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.