Organistablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 10

Organistablaðið - 01.12.1983, Blaðsíða 10
því einskonar óskmynd þess, hvernig andlegt stef úr munnlegri geymd getur listilega mótast. Gæta verður mikillar næríærni viö útsetningu þessara gömlu laga, því að ekki má raska viðkvæmni hreinnar línu þeirra með of nútímalegum hljómbrögðum (né heldur rómantískum!). Að þessu leyti verður hér íburður næsta mikill (milli-dómíanantar, upptaktur, t. 3, 4,5 og 7). Misræmi milli gamals efnis og nýrrar meðferðar, auk raddfærslu-galla, verður af ýmsum ástæðum augljóst. í upptakti kemur strax í Ijós áherslu-samstigni milli áttunda útradda (g-g1 og h-h1), hvimleitt fyrirbæri; ennfremur tróna hér þaulsætnar %-korður (t. 1,5,7). Engin prýði er að hnígandi samhreyfingu allra radda samtímis (t.2-3 og 7), né heldur að of hnarreistum sjöundarhljómi („expóneraður": t. 4) og bassa-sjöund (t.2). Allskostar óviöeigandi er og kyrrstæður, tvítekinn tvíundar-hljómur (dóm- ínant-sekúndu-korða á eftir gabbendi, t. 6), ekki síður en framandi krómatík (t. 7). Loks er texta-skipun full-óeðlileg, þar eð höfuðstafur í 2. takti og stuðull í 5. takti verða áherslulausir. Þesskonar prósódía stangast á við venjuréttan bragfræðilegan þunga atkvæða, sem fellur á byrjun orðs en ekki endi þess. Eðlileg áhersla KÓNG-ur verður hér kóng-UR (áhersla lendir samkvæmt taktskipun lags á áherslulausri afleiðsluendingu: t.2 og 4). — Hallgrímur Pétursson notaðir ávarpsfall (vocativus) af orðinu Jesús, sem var (og ætti ætíð að vera) Jesú (ekki Jesús, eins og hér stendur). Útsjónasamur útsetjari hyllist til þess að temja sér tilbreytingu í vali á milli-klásúlum; af þrem þeirra hreppa tvær frumhljóm (tonika, auk auðvitað lokahljóms), og sú þriðja hafnar á mishljómi, sem telst vera ófullkomið bráðabirgðaniðurlag. Að allrasíðustu mætti benda á, hvort ekki væri heppilegra að breyta taktskipun þannig, að upptaktur félli niður. Lagið byrjaði þá á fullum takti; þarmeð lendirfyrri stuðull fyrstu Ijóðlínu í hákveðu takts (aðaláherslu, í stað aukaáherslu), sömuleiðis síðari stuðull næstsíðustu Ijóðlínu og höfuðstafur síðustu Ijóðlínu. Þessu lagi hafa nú verið gerð ítarleg skil, því að það hefir þegar náð talsverðri útbreiðslu nú um hálfrar aldar skeið, verið vegsamað sem hátíðlegt, þjóðlegt og séreiginlegt. En aldrei hefir farið fram nein rökræða um það, hvort slíkar staðhæfingar fái staðist. hér hafa þær nú verið véfengdar og mótbárur rökstuddar, því að samræmis verður að gæta milli lags og búnings þess. Lagið er tilsungið grallara-lag, svo mjög frábrugðið fyrirmynd, að nýtt má kallast, án þess að vitað sé um upphafsmann, höfund þessarar frábrigðilegu gerðar. Það er því til orðið sem önnur þjóðlög. Þess vegna má gefa því kenniheitið þjóðlag. Öllum er heimilt að taka slík lög til raddfærslulegrar meðferðar og íklæða þau hæfilegum búningi. Dr. Hallgrímur Helgason. ÍO ORGANISTAI3LAÐIÐ

x

Organistablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Organistablaðið
https://timarit.is/publication/787

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.