Morgunblaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.11.2009, Blaðsíða 1
ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2009 íþróttir Met Um 700 keppendur hvaðanæva af landinu tóku þátt í haustmóti Fimleikasambands Ís- lands sem fram fór á Akranesi. Fjölmennasta fimleikamót sem haldið hefur verið á Íslandi. 2 Íþróttir mbl.is AP Ísinn brotinn Bandaríski kylfingurinn Michelle Wie hefur verið í kastljósi fjölmiðla allt frá því hún var 12 ára og búsett á Hawaii. Wie hefur gengið í gegn- um súrt og sætt á undanförnum árum en hinn tvítugi atvinnukylfingur náði að sigra á atvinnumóti í fyrsta sinn á ferlinum í Mexíkó um s.l. helgi. »2 ÁSGEIR Sigur- geirsson, SR, bætti eigið Ís- landsmet um fimm stig í keppni með loftskamm- byssu sl. helgi. Ásgeir náði 586 stigum í að- alkeppninni og 99,4 stigum í úr- slitum – samtals 685,4 stigum. Ásgeir er á góðri leið með að skipa sér í hóp bestu skot- manna Evrópu. Til samanburðar er danska metið 679 stig. Tvöfaldur ólympíumeistari í greininni, Ragn- ar Skanaker frá Svíþjóð, á sænska metið, sem er 686,7 stig. seth@mbl.is Ásgeir bætti eigið met Ásgeir Sigurgeirsson Eftir Ívar Benediktsson iben@mbl.is EKKERT lát virðist á útrás íslensks handknatt- leikfólks sem hófst fyrir nærri fjórum áratugum. Fyrst var handknattleikurinn aukabúgrein með framhaldsnámi en varð síðan að fullri atvinnu hjá stærstum hluta hópsins. Tæplega 60 Íslendingar leika handknattleik í fé- lagsliðum í næstefstu og efstu deildum í sjö löndum Evrópu. Nær allir þeirra eru í fullri atvinnu við að æfa og leika handknattleik. Fáeinir úr þessum hópi eru hálf-atvinnumenn, þ.e. þeir eru úti á hinum hefðbundna vinnumarkaði hluta úr deginum, oftast í 50% starfshlutfalli. Fyrir utan ofangreindan hóp þá er samkvæmt lauslegri athugun að minnsta kosti á þriðja tug Ís- lendinga að leika með liðum í 3. og 4. deild og jafn- vel neðar í Þýskalandi, Noregi og í Danmörku og fleiri löndum. Þá er komið út í áhugamennsku þar sem íþróttirnar eru stundaðar oft meðfram fram- haldsnámi eða vinnu og íþróttin aukaatriði. Auk þess halda Íslendingar úti íþróttafélagi í Kaupmannahöfn, IF Guðrúnu, sem hefur þrjár íþróttagreinar innan sinna vébanda, handknattleik, knattspyrnu og körfuknattleik. Bækistöðvar fé- lagsins eru í húsi Jóns Sigurðssonar í Kaupmanna- höfn. Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan Geir Hallsteinssonar ruddi brautina fyrir íslenska hand- knattleikmenn í Þýskalandi þar sem hann lék fyrstur Íslendinga sem atvinnumaður hjá Göpp- ingen leiktíðina 1973 til 1974. Í kjölfar Geirs fylgdi annar snillingur íþróttarinnar, Axel Axelsson til Grün Weiss Dankersen í Minden. Allar götur síðan hafa íslenskir handknattleiks- menn verið eftirsóttir í Þýskalandi enda fylgt þeirri braut sem Geir og Axel mörkuðu. Íslenskir hand- knattleiksmenn þykja duglegir, samviskusamir og traustir félagsmenn sem Þjóðverjum þykir mikill kostur. Nú eru þeir sautján í efstu deild auk tveggja þjálfara. Þá eru fjórir leikmenn til viðbótar hjá lið- um í 2. deild og fjórir í 3.deild auk eins þjálfara. Hrunið hér á landi jók enn á áhuga íslensks handknattleiksfólks á að hleypa heimdraganum og reyna fyrir sér úti í Evrópu. Miðað við þann mikla áhuga sem virtist vera á utanferðum á síðasta vetri og í vor er ljóst að færri komust að en vildu. Í opnunni má sjá hvar íslenska handboltafólkið er niðurkomið víðsvegar um Evrópu. | 3 Ekkert lát á útrásinni  Tæplega 60 íslenskir handknattleiksmenn í atvinnumennsku erlendis  Geir og Axel ruddu brautina í byrjun áttunda áratugarins  Færri komast út en vilja GUNNAR Heiðar Þorvaldsson mun á næstu dögum fá tækifæri til þess að sýna hvað í honum býr hjá enska 1. deildarliðinu Reading. Gunnar hefur ekki fengið mörg tækifæri hjá danska úr- valsdeildarliðinu Esbjerg og hefur framherjinn leikið með varaliði fé- lagsins í 2. deild. Ólafur Garðarsson umboðsmaður Gunnars sagði í gær að Gunnar myndi leika æfingaleik með Reading um miðja næstu viku. „Gunnar mun æfa með Reading út þessa viku og á þriðjudag eða mið- vikudag mun hann leika æfingaleik með liðinu. Reading hefur vitað af Gunnari í langan tíma og liðið hafði mikinn áhuga þegar hann var markahæsti leikmaður Svíþjóðar og fór í kjölfarið til Hannover í Þýskalandi. Esbjerg hefur gefið Gunnari leyfi til þess að skoða aðra möguleika. Það er búið að ganga frá þeim fjárhagslegu atriðum sem snúa að danska liðinu ef hann fer til annars liðs,“ sagði Ólafur í gær við Morgunblaðið. Gunnar Heiðar er 27 ára gamall og lék með uppeldisfélaginu ÍBV á árunum 1999-2004. Þaðan fór hann til Halmstad í Svíþjóð og varð markakóngur árið 2006. Hann var seldur til Hannover 2006 en fékk lítið að spreyta sig hjá þýska liðinu. Framherjinn lék sem lánsmaður hjá Vålerenga í Noregi 2007-2008. Hann samdi við Esbjerg 2008. Hjá Reading eru þrír íslenskir leikmenn, Gylfi Sigurðsson, Ívar Ingimarsson og Brynjar Björn Gunnarsson. seth@mbl.is Gunnar reynir fyrir sér hjá Reading Gunnar Heiðar Þorvaldsson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.