Morgunblaðið - 17.11.2009, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 17.11.2009, Qupperneq 2
2 Íþróttir MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2009 KÖRFUKNATTLEIKUR NBA-deildin Úrslit í fyrrinótt: Detroit – Dallas .................................... 90:95 Oklahoma City – LA Clippers........... 93:101 Phoenix – Toronto ............................ 101:100 LA Lakers – Houston ........................ 91:101 HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla Eimskipsbikarinn, 16-liða úrslit: Víkingur – Afturelding .........................27:25 KNATTSPYRNA Undankeppni HM kvenna 4. riðill: Ungverjaland – Úkraína.......................... 1:1 Staðan: Pólland 4 3 0 1 12:5 9 Ungverjaland 4 2 2 0 8:4 8 Úkraína 3 1 1 1 9:5 4 Rúmenía 3 1 1 1 5:3 4 Bosnía 4 0 0 4 0:17 0 í kvöld HANDKNATTLEIKUR Bikarkeppni karla, Eimskipsbikarinn: Ásvellir: Haukar-2 – Haukar............... 19.30 Laugardalshöll: Þróttur – Selfoss ...... 20.15 ÍSHOKKÍ Íslandsmót karla: Egilshöll: Björninn – SR...................... 19.15 MICHELLE Wie náði merkum áfanga um s.l. helgi þegar hún sigraði í fyrsta sinn á LPGA kvennamótaröðinni í golfi. Wie er þrátt fyrir allt ekki nema 20 ára gömul en á undanförnum átta árum hefur hún baðað sig í kastljósi fjölmiðla og gert risasamninga við stórfyrirtæki án þess að sýna hvað í henni býr úti á golfvellinum. Wie sigr- aði á boðsmóti Lorenu Ochoa sem fram fór í Mexíkó en þar var hún þremur höggum betri en Paula Creamer sem endaði í öðru sæti á 10 högg- um undir pari. „Ég er stolt og ánægð að hafa farið í gegnum erfitt tímabil og komið sterkari til baka. Það voru margir sem efuðust um að ég gæti gert þetta,“ sagði Wiw m.a. eftir sigurinn. Hún vakti fyrst athygli þegar hún vann sér keppnisrétt á sterku áhugamannamóti þegar hún var 10 ára gömul. Tólf ára lék hún á sínu fyrsta LPGA móti sem boðs- gestur. Þegar Wie var 14 ára var hún nálægt því að komast gegnum niðurskurðinn í keppni við atvinnukarla á PGA- mótaröðinni og má segja að sá atburður hafi vakið heims- athygli. Wie náði sér engan veg- inn á strik 2007-2009 og hún var harðlega gagnrýnd fyrir að sækjast eftir því að fá boð um að leika á PGA-karlamótaröðinni. Wie fór í gegn- um úrtökumót LPGA í desember á síðasta ári og með sigrinum í Mexíkó tryggði hún sér keppn- isrétt í tvö ár á LPGA-mótaröðinni. seth@mbl.is Michelle Wie braut ísinn eftir langa bið Michelle Wie GEORGE Burley, landsliðsþjálfari Skota í knatt- spyrnu, fékk reisupassann í gærkvöldi eins og bú- ist hafði verið við. Stjórn skoska knattspyrnu- sambandsins hittist á fundi síðdegis í gær til að ræða framtíð landsliðsþjálfarans. Formaður sam- bandsins greindi svo fréttamönnum frá því eftir fundinn að ákveðið hefði verið að segja Burley upp störfum. Skotum tókst ekki að tryggja sér farseð- ilinn á HM næsta sumar en þeir höfnuðu í 3. sæti í 9. riðlinum þar sem við Íslendingar enduðum í neðsta sæti. Þá töpuðu Skotar, 3:0, fyrir Wales- verjum í æfingaleik um helgina og er það síðasti leikur landsliðsins undir stjórn Burleys. Tveimur aðstoðarmönnum Burleys, þeim Terry Butcher og Paul Hegarty, var einnig vikið frá störfum. Skotar ráku Burley Aaron Brooksfór á kostum í liði Houston Rockets þegar liðið vann meist- aralið LA Lakers, 101:91, á útivelli í NBA-deildinni í körfubolta í fyrri- nótt. Bakvörð- urinn skoraði 33 stig í Staples Cent- er, þar af 15 með þriggja stiga skotum, og setti persónulegt met í deildinni. Houston hefur nú unnið sex af fyrstu tíu leikjum sínum á tímabilinu. Kobe Bryant yfirgaf völl- inn seint í leiknum vegna nára- meiðsla en hann náði sér ekki á strik, hitti afar illa og skoraði aðeins 18 stig fyrir Lakers.    Tveir vallarstarfsmenn Manchest-er United hafa verið ákærðir fyrir að hafa orðið valdir að því að stuðningsmaður Manchester City brotnaði á báðum fótum þegar Man- chester-liðin áttust við í ensku úr- valsdeildinni á Old Trafford í sept- ember. Vallarstarfsmennirnir komu að stuðningsmanni Manchester City þar sem hann var að reykja inni á leikvanginum meðan á leiknum stóð, sem er stranglega bannað. Skipti engum togum að þeir ýttu harkalega við stuðningsmanninum þegar þeir vísuðu honum út af Old Trafford með þeim afleiðingum að hann féll illa og brotnaði á báðum fótum. Málið var tekið fyrir í dómsölum í Manchester en dómur verður síðan kveðinn upp í janúar.    Jamaal Tins-ley, sem er þaulreyndur leik- stjórnandi úr NBA-deildinni, samdi í gær við Memphis Grizz- lies. Mikil óvissa er í herbúðum liðsins um fram- tíð Allens Iversons hjá Memphis. Iverson er í ótímabundnu „leyfi“ frá störfum sínum á meðan hann leysir úr persónulegum vandamálum. Iverson var aðeins notaður sem va- raskeifa í fyrstu leikjum tímabilsins og fór það afar illa í bakvörðinn sem á sínum tíma var einn besti leik- maður deildarinnar.    Forráðamenn NBA-liðsins Gol-den State Warriors komust að samkomulagi við Charlotte Bobcats í gær um leikmannaskipti. Stephen Jackson, sem hefur lengi átt í deilum við Don Nelson, þjálfara Warriors, fer til Charlotte ásamt Acie Law í skiptum fyrir Raja Bell og Vladimir Radmanovic. Fólk sport@mbl.is EITT stærsta mót ársins í hópfimleikum fór fram á Akranesi um helgina þar sem haustmót FSÍ fór fram. Um 700 keppendur tóku þátt í mótinu en það var Fimleikafélag Akraness sem hafði umsjón með framkvæmd þess. Í 3. flokki unglinga, þar sem keppt var eftir landsreglum, sigraði Grótta, Sel- foss kom þar næst og Stjarnan endaði í þriðja sæti. Í 4. flokki unglinga, þar sem keppt var eftir landsreglum, sigraði Gerpla A eftir harða keppni við Stjörnuna. Selfoss varð í þriðja sæti. Í 5. flokki, þar sem keppt var eftir landsreglum, sigraði Stjarnan T3, Gerpla A varð í öðru sæti og FimAk frá Akureyri endaði í þriðja sæti. Í úrvalsdeild var keppt eftir TeamGym-reglum. Þar sigraði Selfoss í meist- araflokki, Keflavík kom þar næst og Rán úr Vestmannaeyjum varð í þriðja sæti. Gerpla sigraði í karlaflokki en það var eina sveitin sem sendi karlalið til keppni. Í 1. flokki sigraði Gerpla P2, Selfoss endaði í 2. sæti og Stjarna fékk bronsið. Í 2. flokki sigraði Stjarnan, Gerpla fékk silfur og Selfoss brons. seth@mbl.is Um 700 keppendur á haustmóti FSÍ í hópfimleikum á Akranesi Morgunblaðið/Sigurður Elvar

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.