Morgunblaðið - 17.11.2009, Síða 4
Árnína Lena Rúnarsdóttir 16 ára Framherji
Auður Íris Ólafsdóttir 17 ára Bakvörður
Bryndís H. Hreinsdóttir 19 ára Bakvörður
Dagbjört Samúelsdóttir 16 ára Framherji
Guðrún Ósk Ámundadóttir 22 ára Bakvörður/framherji
Heather Ezell 22 ára Bakvörður
Heiðrún Ösp Hauksdóttir 25 ára Bakvörður
Inga Sif Sigfúsdóttir 17 ára Framherji
Ína Salome Sturludóttir 17 ára Bakvörður
Kristín Fjóla Reynisdóttir 15 ára Bakvörður
Margrét R. Hálfdánardóttir 15 ára Bakvörður
María Lind Sigurðardóttir 20 ára Bakvörður/framherji
Ragna M. Brynjarsdóttir 19 ára Miðherji
Rannveig Ólafsdóttir 17 ára Bakvörður
Sara Pálmadóttir 24 ára Miðherji
Telma Björk Fjalarsdóttir 25 ára Miðherji/framherji
Leikmannahópur Hauka 2009-2010
4 Íþróttir
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. NÓVEMBER 2009
hollenska félagið er með eitthvert
öflugasta unglingastarf sem um get-
ur í Evrópu.
„Þórður var látinn æfa með þrem-
ur mismunandi aldurshópum, U15
ára, U16 ára og U17 ára, en í elsta
hópnum eru sjö unglingalandsliðs-
menn Hollands. Ef erlendir piltar
koma til Ajax þurfa þeir að vera
betri en hollenskir jafnaldrar þeirra
og þess vegna eru þeir prófaðir á æf-
ingum með eldri piltum. Það er ljóst
að Þórður er kominn á skrá hjá Ajax
sem er mikill áfangi,“ sagði Kristján,
sem fylgdist með Þórði á æfingum
„HENNY de Regt, yfirþjálfari ung-
lingastarfsins hjá Ajax, sagði að
Þórður Jón hefði staðið sig mjög vel
þessa viku sem hann var hjá félag-
inu. Hann hefði sýnt margt gott og
væri auðsjáanlega mikið efni sem
Ajax myndi fylgjast með í framtíð-
inni,“ sagði Kristján Bernburg,
stjórnandi knattspyrnuskóla KB í
Belgíu, við Morgunblaðið.
Eins og áður hefur komið fram í
blaðinu sáu útsendarar frá hollenska
knattspyrnustórveldinu Ajax til hins
14 ára gamla Þórðar Jóns Jóhann-
essonar úr Haukum í Hafnarfirði
þegar hann var við æfingar í KB-
skólanum í Lokeren síðasta sumar.
Þeir buðu honum til æfinga og Þórð-
ur dvaldi hjá Ajax í síðustu viku en
hjá hollenska félaginu. „Það er áber-
andi hve mikill hraði er á öllu á æf-
ingunum hjá Ajax, og spilaður fót-
bolti með einni snertingu þar sem
allir eru hreyfanlegir og vilja fá bolt-
ann. Þórður kom vel út miðað við
hollensku strákanna og í lækn-
isskoðun hjá félaginu kom í ljós að
hann er geysilega vel á sig kominn.
Svo er athyglisvert að í akademíunni
hjá Ajax verða strákarnir að standa
sig vel í skólanum. Námið er númer
eitt, fótboltinn númer tvö,“ sagði
Kristján Bernburg, sem hefur samið
við Henny de Regt um að koma sem
gestaþjálfari í KB-skólann næsta
sumar, þegar íslenskir piltar verða
þar við æfingar.
„Það er gífurleg viðurkenning því
þjálfarar frá Ajax fara ekki hvert
sem er og knattspyrnuskólar bíða í
röðum eftir því að fá þá í heimsókn,“
sagði Kristján. vs@mbl.is
Ajax mun fylgjast áfram með Þórði
Haukastrákurinn stóð sig vel
hjá hollenska stórveldinu
Æfing Þórður Jón Jóhannesson á fullri ferð á æfingu hjá Ajax.
Ajax Þórður Jón í höfuðstöðvum
Ajax ásamt Geirþrúði, móður sinni.
Haukar hafatitil að
verja á Íslands-
mótinu í úrvals-
deild kvenna í
körfuknattleik en
Hafnarfjarð-
arliðið hefur þrí-
vegis sigrað á Ís-
landsmótinu.
Yngvi Gunnlaugsson var þjálfari
Hauka á síðustu leiktíð en hann er
þjálfari 1. deildarliðs Vals í karla-
flokki. Henning Freyr Henningsson
tók við þjálfun Hauka s.l. sumar en
hann er einnig þjálfari kvennalands-
liðsins.
Haukar sigruðu á Íslandsmótinuí fyrsta sinn vorið 2006 og liðið
varði titilinn 2007.
Töluverðar breytingar eru á leik-mannahóp liðsins en tveir af
lykilmönnum liðsins gengu í raðir
Hamars í Hveragerði. Kristrún Sig-
urjónsdóttir og Guðbjörg Sverr-
isdóttir. Slavica Dimovska leikur
með liði í Makedóníu en hún var
miðherji Hauka í fyrra.
Ragnheiður Theódórsdóttirskipti í sitt gamla félag eftir að
hafa leikið með Val og Guðrún
Ámundadóttir kom úr KR.
Ragna Mar-grét Brynj-
arsdóttir skorar
11,5 stig að með-
altali í leik fyrir
Hauka og er hún
næst stigahæst.
Guðrún Ámunda-
dóttir skorar 10
stig að meðaltali í
leik fyrir Hauka.
Bandaríski leikmaðurinn HeatherEzell hefur sannarlega styrkt
lið Hauka en hún kemur úr Iowa
State háskólanum sem ávallt er með
sterkt kvennalið. Það sem af er
þessu tímabili hefur bakvörðurinn
skorað 32,5 stig að meðaltali í leik en
það eru rétt um 45% af stigaskorun
liðsins að meðaltali í hverjum leik.
Ezell lætur að sér kveða í flestum
tölfræðiþáttum leiksins. Hún tekur
einnig flest fráköst í liði Hauka eða
11 að meðaltali og hún gefur 6 stoð-
sendingar að meðaltali í leik.
Eftir Sigurð Elvar Þórólfsson
seth@mbl.is
HENNING Freyr Henningsson er
þjálfari Hauka en hann tók við liðinu
sl. sumar er Yngvi Gunnlaugsson
hætti störfum hjá Haukum. Henning
er jafnframt þjálfari A-landsliðs
kvenna og að venju var nóg um að
vera hjá landsliðinu sl. sumar. „Ég
kom ekki að þjálfun liðsins fyrr en í
byrjun september. Davíð Ásgríms-
son, aðstoðarþjálfari liðsins, sá um
undirbúningstímabilið að mestu leyti.
Stelpurnar unnu markvisst eftir
áætlun frá styrktarþjálfara sl. sumar
en ég held að undirbúningstímabilið
geti flokkast sem mjög hefðbundið,“
sagði Henning í gær en hann var þá
nýkominn af æfingu hjá Haukaliðinu.
Meistaraliðið æfir fimm sinnum í
viku sameiginlega og leikmenn taka
síðan aukaæfingar þegar tími gefst
til.
Aðspurður segir þjálfarinn að liðið
sé enn í mótun og margt geti lagast
þegar líður á tímabilið. „Það eru
margir leikmenn að upplifa það í
fyrsta sinn að þeir eru lykilmenn í
þessu liði en ekki í aukahlutverki.
Það hefur háð liðinu að vissu marki
en það tekur tíma fyrir leikmenn að
átta sig á breytingunum.“
Það er ekkert leyndarmál að leikur
Hauka veltur að mestu á því hvernig
Heather Ezell gengur í hverjum leik.
Bandaríski bakvörðurinn skorar um
45% af stigum liðsins að meðaltali í
leik og segir Henning að félagið hafi
dottið í lukkupottinn. „Ég held að
flestir séu sammála því að Heather er
besti leikmaður deildarinnar. Hún
hefur góð áhrif á liðið og gerir aðra
betri í kringum sig. Heather gefur yf-
irleitt botann á þá sem eru í besta
færinu en það hefur komið fyrir að
leikmenn nýta ekki skottækifærin og
gefa boltann til baka á Heather.
Þetta er nokkuð sem við erum að
vinna í frá degi til dags á æfingum,“
sagði Henning.
KR með sterkt lið
Markmið Hauka er skýrt en þjálf-
arinn telur að KR sé með besta liðið.
„KR hefur ekki tapað leik og liðið
er mjög sterkt. Okkur var spáð
fimmta sætinu og það var ekkert
óraunhæft að mínu mati. Við eigum
að geta blandað okkur í baráttuna við
Hamar og Keflavík um efstu sætin.
Keflavík á eftir að vaxa þegar á líður
tímabilið en ég er ekki í vafa um að
tímabilið verður skemmtilegt og
spennandi,“ sagði Henning Henn-
ingsson.
Miklar breytingar hjá
meistaraliði Hauka
Heather Ezell skorar 45% af stigum Íslandsmeistaraliðs Hauka í hverjum leik
Morgunblaðið/Ómar
Góð Heather Ezell, leikmaður Hauka, hefur farið á kostum með Hafnarfjarðarliðinu á Íslandsmótinu fram til þessa.
Haukar hafa titil að verja á Íslands-
mótinu í körfuknattleik kvenna en
Hafnarfjarðarliðið landaði þriðja Ís-
landsmeistaratitli félagsins sl. vor.
Meistaraliðið hefur unnið þrjá leiki og
tapað þremur en þjálfari liðsins er
ánægður með gang mála hjá liðinu og
telur að liðið geti blandað sér í bar-
áttuna um efstu sætin.
Körfuknattleikur: Morgunblaðið kynnir liðin í úrvalsdeild kvenna, Iceland Express-deildinni