Norðurland - 17.06.1994, Side 6
6 - NORÐURLAND
Ungur töffari við Ráðhústorg lætur sér fátt um finnast í góða veðrinu við Ráðhús-
torg snemma á sjötta áratugnum. Á neðri myndinni má sjá konur á sama tíma við
vinnu sína við að framleiða skó. Iðnaðarbærinn Akureyri í miklum blóma. Gunnar
Rúnar tók þessar myndir sem eru birtar með leyfi Minjasafnsins á Akureyri.
Norðurhnd
Útgefandi:
Alþýðubandalagið Norðurlandi eystra
Eiðsvallagötu 18 • Pósthólf 492
602 Akureyri • Sími 21875
Ábyrgðarmaður: Steingrímur J. Sigfússon
Gefið út í 8.500 eintökum
Prentvinnsla: Dagsprent
LEIÐARI
Fyrstu fimmtíu árin
Lýðveldið okkar er búið að slíta barnsskónum. Fimmtíu
ár eru að sönnu ekki langur tími í sögu þjóðríkis eins og
fslendingar með rúmlega 1100 ára sögu sína vita. En hitt
sjáum við einnig allt í kring um okkur að þjóðir hafa
misst sjálfstæði sitt, endurheimt það og jafn vel hvoru
tveggja oftar en einu sinni á skemmri tíma en hálfri öld.
Það er því vissulega tilefni til að fagna, tilefni til að gleðj-
ast yfir því sem unnist hefur, tilefni til að spyrja hvar
stöndum við, hvert stefnum við og þó síðast en ekki síst
minnast þess að sjálfstæði þjóðar er ekki sjálfsagður eða
sjálfgefinn hlutur.
Engum blöðum er um það að fletta að lýðveldistíminn
fellur saman við mesta uppgangs- og velmegunarskeið í
sögu þjóðarinnar. Það hlýtur nánast að kallast ævintýri
sú uppbygging sem hér hefur orðið á þessum skamma
tíma. Þegar haldnar eru hneykslunarræður um fjárfest-
ingarmistök, óstjórn og erlendar skuldir, sem vissulega
eru miklar, ættu menn að minnsta kosti að minnast þess
að það hefur líka mikið verið gert. Á þremur til fjórum
áratugum drógu íslendingar nágrannaþjóðir sínar uppi
hvað lífskjör og almenna velmegun snertir, byggðu upp
nútíma samfélag tækni og samgangna sem stendur öðr-
um vestrænum ríkjum fyllilega á sporði.Auðvitað hefur
vegferð þjóðarinnar þessi fimmtíu ár ekki verið þrauta-
laus. Á bak við mikla uppbyggingu, glæsilegan húsakost
og góð lífskjör margra, leynast skuggahliðar vinnuþræl-
dóms, misskiptingar og skulda. Sá vágestur sem þó er
hvimleiðast að vita af í landinu um þessar mundir er án
alls efa atvinnuleysið. Sú staðreynd ein og sér að ís-
lendingar komust upp í það á þessum tíma að ná öðru
sæti meðal þjóða heimsins hvað snertir þjóðarframleiðslu
á mann, sýnir okkur þó hverjir möguleikarnir eru. Hvað
sjálfstæð þjóð í eigin landi, landi mikilla möguleika, getur
gert.
Hvernig er svo um að litast, er bjart yfir þjóðinni og
gengur hún örugg og hiklaust til móts við nýja tíma? Ör-
ugg í þeirri vissu að úr því okkur hefur aldrei vegnað
betur en einmitt á þeim tíma sem við höfum ráðið okkur
sjálf þá hljóti einnig að verða svo framvegis? Þannig
hnígi öll hin efnislegu og efnahagslegu rök að því að
sjálfstæðri hafi þjóðinni vegnað best? Svari hver fyrir sig.
En sjálfstæði og fullveldi þjóðar á líðandi stundu eða í
tíð einnar kynslóðar er ekki dægurmál, ekki efnahags-
legt atriði, ekki reikningsdæmi. Það er sögulegt, menn-
ingarlegt og tilfinningalegt fyrirbæri, spurning um sjálfs-
vitund, rætur þess sem er, arfleifð og framtíð í senn.
Dapurlegt er til þess að vita að einmitt á afmælisári
lýðveldisins skuli úrtöluraddir nauðhyggjumanna taka að
hljóma. En jafnvel þær eru ekki tilefni til þess að
örvænta á hátíðarstundu. Þær munu hljóðna eins og
veisluglaumurinn því að lokum mun þjóðin með einum
eða öðrum hætti alltaf upplifa að gæfu sína getur hún
aðeins sótt í eigin rann. sjs
Tjrn
■ ■ :
inn að góðu veitd er heimsókn í KEA Byggingavörur
Allt í garðvinnuna: Garðverkfœri, sláttuvélar, áburður, sumarblóm og margt fleira
Blómapottar, blómaker og svalakassar í úrvali - Gott verð
Sólhúsgögn, grill og grilláhöld
umm ER GRHJD
ÚRVALIÐ ER MEIRA EN ÞIG GRUNAR