Skólablaðið

Ukioqatigiit

Skólablaðið - 01.05.1952, Qupperneq 4

Skólablaðið - 01.05.1952, Qupperneq 4
&œda oið ^Ðimission /9. apríl /952 Herra rektor, kennarar og skóla- systkin! Enn er komið aS skilnaSarstund. í dag erum viS 6. bekkingar í síS- asta sinn hér á sal sem nemendur þessa skóla. Aldrei framar mun skólaklukkan kveSja okkur til starfa á hversdagsgráum vetrarmorgnum. ViS eigum aSeins eftir aS gera upp reikningana viS menntagySjuna, svara til saka fyrir vanrækslu náms- ins, skera upp eins og viS höfum sáS. Einn þáttur ævi okkar er að baki, þáttur æskugleði og áhyggju- Ieysis, en framtíðin bíður dul og óráðin. Við höfum orðið samferða nokk- urn spöl. Nú skiljast leiðir. Eftir fáein ár verða kynni okkar hér innan þessara veggja ef til vill hið eina, sem tengir okkur saman. Við miss- um sjónar hvert á öðru í stimpingum lífsbaráttunnar, hittumst í mesta lagi endrum og eins á vegamótum og stöldrum við til þess að rifja upp sameiginlegar minn- ingar. Og viðhorf okkar til kennaranna breytist. í dag eru þeir ógnvaldar, sem tróna við kennaraborðið og láta menn gata uppi við töflu sér til dægrastyttingar og hugarhægðar. Á morgun eru þeir gamlir kunningjar, sem okkur langar til að taka í hendina á og þakka fyr- ir allt gamalt og gott, hversu há- bölvað sem okkur þótti það á sínum tíma. Við höfum dvalizt hér misjafnlega lengi, sum jafnvel sex ár, og við- horf okkar til skólans er því skiljan- lega nokkuð mismunandi, en þrátt fyrir það er hugsunum okkar og kenndum líkt farið á þessari stund. Þær eru að vísu heldur óljósar, því að enn gerum við okkur ekki fulla grein fyrir því, hvað er að gerast. Skólavistin er of ríkur þáttur í lífi okkar til þess að við skiljum til fullnustu,, hvaða áhrif hún hefur á það eða hversu mjög hún mótar skapgerð okkar og hugarfar. Hvernig liðu svo þessi ár? Voru námsbækurnar ekki alltaf jafnleiðinlegar, kennararnir þurrir og smámunasamir, rektor strangur og siðavand- ur og skólafélagarnir flestir leiðindadrjólar? Var ekki dásamlegt að losna á vorin eftir örvæntingarþrunginn próflestur og hræðilega frammistöðu og njóta sól- ríkra sumardaga í vinnu og leik? Slíkum spurningum svörum við í dag bæði játandi og neitandi. Fyrr í vet- ur ef til vill mestmegnis játandi. Okkur hefur að sjálf- sögðu líkað margt miður í þessum skóla, enda fljótir til að benda á gallana, þótt dómarnir yrðu stundum hvatvíslegir og miður sanngjarnir. Ef til vill er þetta Guðmundur Pótursson. 4 SKÓLABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.