Skólablaðið

Årgang

Skólablaðið - 01.05.1952, Side 6

Skólablaðið - 01.05.1952, Side 6
unnar, að við höfum glatað því á fáum árum, sem eldgos og óáran, hungur og ánauð gátu ekki drepið um aldaraðir? Er minnimáttarkennd kotbóndans svo rík í okkur, að við gleypum allt, sem erlent er án þess að tyggja það, eða eigum við enn þá frelsisþrá og djörfung forfeðranna? Hvers virði eru okkur verk- legar framfarir, sigrar vísindanna og efnahagslegt ör- yggi, ef við bíðum tjón á sálum okkar? Sofandaháttur og sinnuleysi getur valdið því, að við beinlínis þurrk- umst út sem þjóð og hverfum í inannhafið, en miss- um þá aðstöðu til þess að hafa áhrif á heimsmenning- una, sem sjálfstæð þjóð með merkilega menningu hlýt- ur að hafa, enda þótt hún sé fámenn og fátæk. Það er skylda okkar að bregðast ekki í dag, ef við eigum nokkurn snefil föðurlandsástar og manndóms. Það verður gimsteinn okkar í kórónu hinnar íslenzku móður. Innan stundar göngum við niður skólabrúna og kveðjum þessa elztu og virðulegustu menntastofnun landsins. Við skiljum eftir hluta af okkur sjálfum, en þiggjum hins vegar gjafir þessa skóla til allra, er hannj sækja, þekkingu og umfram allt lífsreynslu og þroska. Hvert sem leið okkar liggur munum við minnast hans með þökk og virðingu, og síðasta ósk okkar verður: Megi hinum aldna skóla takast eins vel í framtíðinni og á liðnum árum, að gegna hinu göfuga hluvterki þjóð- legrar menntastofnunar. , Cruomunaur retursson. p H HolsHeiim Eitt stendur hús við Austurvöll, íhaldi8 þessu rœSur. Vi8 sátum þar inni aftanstund, ungir skólahrœSur. Margur var drukkinn drengur þar og drýldin hringaskorSa, en feitir þjónar me8 flær8arsvip flœktust á milli Lor8a. Og kvöldiS lei8 vi8 glasaglaum en gle8in var svik og prettur. sá ég í augum. sérhvers manns sljóleik og þreytugrettur. Þýlunda8 sá ég þrœlali8 þjóSerni sínu glata. Borgaratrska, þú minnir nvg á menningu, sem ég hata. Jón Thór Haraldsson. „JENSEITS VON GUT UND BÖSE.“ Stuttur þanki um móral. Eitt af höfuðvandamálum nútímalífs er, hvað sé rétt og hvað rangt, og stafar það af glundroða hins kapitalistiska þjóðfélags. Hið fyrsta er menn þurfa að skilja, ef menn vilja komast til botns í fyrirbrigðinu móral er, að það er ekki neinn algildur mórall til, hugtök eins og gott, fagurt og rétt eru marklaus nú á tíinum. Mórall er ekkert annað en leikreglur ríkjandi þjóðfélags. Þannig er mórall í Kína jafn frábrugð- inn þeim íelenzka, eins og kínverskur mandaríni ís- lenzkum útigangshesti. Kristindómurinn er það band, sem haldið hefur evrópsku þjóðfélagi saman og hindrað uppreist hinna kúguðu í löng ár. Hann hefur kennt mönnum, að ekki sé sæmilegt að kála öðrum náunga, en það er engu minna en helzta iðja forfeðra vorra. Ekki getum vér neitað því, að vér kunnum heldur skár við þá gömlu, sem voru þó hreinskilin, því að fjöldamorð hafa ein- att verið iðkuð í Evrópu með blessun kirkjunnar, oft í hennar nafni. Ef fátækur og timbraður intelligent slær gamlan og feitan nirfil í hel til að bjarga lífi sínu, er hann hengdur til skemmtunar strákum og hröfnum. Öðru máli gegnir, ef feitur Borgfirðingur hleypur austur í Asíu og fer að islátra í gríð og erg, vesölum og blönkum búandkörlum, sem hann á ekk- ert sökótt við og þekkir ekki einu sinni, sá maður fær bravó, mynd af sér og panegýrík í mogganum á sunnu- degi. Lengi lifi hann, en fjandinn hafi móralinn! Það þarf að lofta út, ef hugsandi menn eiga ekki að kafna í þessu ólofti hræsni og lyga. Þjóðfélagið er reist á lygi, og lyginni ber ekki að sýna neina vægð, hvar sem hún birtist. Hver meðalgreindur maður ætti að skilja það, að sá, sem fitefnir að því, að etja alþýðu heimsins saman til blóðsúthellinga, er um það bil millj- ón sinnum meiri morðingi en sá, sem heimsækir aura- sálir að næturþeli. Einnig væri gaman, ef sá meðal- greindi sæi, að stríð er ekkert annað en rökrétt afleið- inga af samkeppniseðli þjóðfélagsins. Heilbrigður mórall verður aðeins í réttlátu þjóð- félagi. Grundvöllur hans er ekki guð, sem refsar „vond- um“ og gefur „góðum" gotterí, heldur viðurkennir hann, að maðurinn er að eðlisfari göfug og fögur vera, og hefur enga löngun til að gera náunga sínum illt að þarflausu. I því felst einmitt göfgi hans, að hann álítur fagurt líf tilgang í sjálfu sér, en ekki til þess að mönnum líði vel, eftir að þeir eru dauðir. K.Á. 6 SKÓLABLAÐIÐ

x

Skólablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skólablaðið
https://timarit.is/publication/782

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.